Bæjarráð

2985. fundur 16. janúar 2020 kl. 08:15 - 09:44 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2001003 - Bæjarlind 6, Spot. Á.B ehf. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 10. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf., kt. 500914-0330, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, á staðnum SPOT, að Bæjarlind 6, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1912053 - Engihjalli 8, Gott heitt hratt ehf. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 14. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. desember sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gott heitt hratt ehf., kt. 521011-1801, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Frá jafnréttisráðgjafa, lögð fram jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar ásamt aðgerðaáætlun.
Bæjarráð frestar málinu.

Ýmis erindi

4.2001242 - Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla um starfsumhverfi

Frá Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla, dags. 12. desember, lögð fram ályktun stjórnar félaganna um starfsumhverfi á leikskólum.
Fundarhlé hófst kl. 8:55, fundi fram haldið kl. 9:02.

Tillaga Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur:
"Legg til að málinu verði vísað til umfjöllunar leikskólanefndar."

Hafnað með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Pétur Hrafns Sigurðssonar.

Bókun:
"Kjarasamningsumboðið liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, um leið er vísað til fyrri aðgerða Kópavogsbæjar sem snúa að því að fjölga leikskólakennurum með styrkjum til menntunar, auk fjölmargra annarra þátta."
Birkir Jón Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson.

Bókun:
"Þann 1. janúar 2020 tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um leyfisbréf þvert á skólastig. Við þá breytingu er raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Mikill skortur er á menntuðum leikskólakennurum sem starfa á leikskólastiginu. Það er því mikilvægt að Kópavogur og sveitarfélögin skoði möguleika á að jafna starfsaðstæður á milli skólastiga."
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsumboð fyrir (aðildar)sveitarfélögin.

Fundarhlé hófst kl. 9:16, fundi fram haldið kl. 9:21

Bókun:
"Á síðasta kjörtímabili var ráðist í fjölmargar aðgerðir í leikskólamálum í Kópavogi. Meðal þeirra má nefna að ófaglærðir starfsmenn á leikskólum fengu sérstakar álagsgreiðslur og veruleg aukning á undirbúningstímum í leikskólum átti sér stað.
Mikil áhersla hefur verið á að bæta enn frekar aðstöðu og aðbúnað starfsmanna og barna á leikskólum. Húsgögn, tölvubúnaður og vinnuaðstaða hefur verið endurnýjuð eftir þörfum. Í þessum framkvæmdum var sérstök áhersla lögð á að bæta hljóðvist og unnið eftir metnaðarfullri framkvæmdaáætlun í endurbótum skólalóða. Unnið er að heilsueflingu og vellíðan barna og starfsmanna í anda lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Þá er unnið markvisst að því að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum hjá Kópavogsbæ og fékk bærinn viðurkenninguna Orðsporið fyrir það frumkvæði."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Ýmis erindi

5.2001228 - Brú yfir Fossvog, sundlaug og göngu- og hjólatenging yfir Fossvog, Framhaldsmál

Frá borgarstjóra Reykjavíkurborgar, dags. 6. janúar, lagt fram erindi um samstarf um undirbúning sundlaugar í Fossvogsdal.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Ýmis erindi

6.2001260 - Málefni skíðasvæðanna

Frá SSH, dags. 10. janúar, lagður fram viðauki við samkomlag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var að vísa til afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar fjármálastjóra.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir yfirgaf fund.

Ýmis erindi

7.2001262 - Sundabraut. Viðræður ríkisins og SSH

Frá SSH, dags. 10. janúar, lögð fram skýrsla um Sundabraut sem samþykkt var að vísa til aðildarsveitarfélaganna til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

8.1912416 - Viðbragðsáætlun til að draga úr loftmengun

Frá heilbrigðiseftirliti, dags. 10. janúar, lagt fram svar við fyrirspurn sem barst á síðasta bæjarráðsfundi um gerð viðbragðsáætlunar til að draga út loftmegnun.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1912015F - Íþróttaráð - 99. fundur frá 03.01.2020

Fundargerð í 6 liðum
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1912011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 75. fundur frá 16.12.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2001258 - Fundargerð 480. fundar stjórnar SSh frá 06.01.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2001007F - Velferðarráð - 56. fundur frá 13.01.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:44.