Bæjarráð

2973. fundur 10. október 2019 kl. 08:15 - 08:45 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019

Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla vegna júlí.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1909686 - Engihjalli 8, Matarhjallinn ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 2. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Matarhjallans ehf., kt. 690119-1020, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1910016 - Hjallabrekka 2, Reykjavík Gastranomy ehf. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 4. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Reykjavík Gastronomy ehf., kt. 620517-0380 um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hjallabrekku 2, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.19031155 - Kæra nr. 120/2019 vegna synjunar á sérstökum húsnæðisstuðningi

Frá lögfræðideild, dags. 8. október, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 120/2019 þar sem kærð var ákvörðun bæjarins um synjun á umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1910174 - Innkaup á sumarblómum og matjurtum 2020-2022

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 8. október, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði ræktun sumarblóma fyrir opin svæði og matjurta fyrir skólagarða 2020-2022.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Ýmis erindi

6.1910126 - Umsókn um styrk fyrir verkefnið Samvera og súpa 2019

Frá Samveru og súpu, sem er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Öryrkjabandalagsins, lögð fram umsókn um styrk til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 50.000.

Fundargerð

7.1909024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 276. fundur frá 27.09.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.1910054 - Fundargerð 249. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.09.2019

Fundargerð í 44 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.1909027F - Íþróttaráð - 95. fundur frá 03.10.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram

Fundargerð

10.1909023F - Menntaráð - 48. fundur frá 01.10.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

11.1909002F - Skipulagsráð - 59. fundur frá 07.10.2019

Fundargerð í 23. liðum.
Lagt fram.
  • 11.3 1907234 Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hjalta Brynjarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Vesturvarar 50 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að stækka byggingarreitinn um 3,7 m. til norðurs og 4,8 m. til austurs. Hámarks byggingarmagn eykst úr 1500 m2 í 2200 m2, hámarksstærð grunnflatar stækkar úr 1000 m2 í 1350 m2 og mesta hæð hússins fer úr 9 m. í 12 m. Gert er ráð fyrir inndreginni 3 hæð, allt að 300 m2. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 25. júlí var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 18. september 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 11.4 1908477 Vesturvör 9. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Vífils Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa Vesturvarar 9 þar sem óskað er heimildar til að reisa geymslu 43 m2 að flatarmáli við austurhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. júlí 2017. Á fundi skipulagsráðs 19. ágúst 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Vesturvara 9 og Kársnesbrautar 84 og 86. Kynningartíma lauk 26. september 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 11.6 1904921 Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við núverandi hús. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð með kjallara og risi um 180 m2 að samanlögðum gólffleti byggt 1955. Lóðin er 1.021 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,18. Í framlagðri byggingarleyfisumsókn er gert ráð fyrir að lyfta þaki núverandi húss um 1,0 m og byggja við húsið kjallara, hæð og ris samtals 212 m2 með þremur íbúðum. Samtals verða því fjórar íbúðir á lóðinni eftir breytingu, nýtingarhlutfall 0,38 og 6 bílastæði á lóð eða 1,5 stæði á íbúð. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. október 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísan til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn því að hafna tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 11.7 1902260 Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3 og Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. október 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Fundarhlé kl. 17:15
    Fundi fram haldið kl. 17:22
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 11.9 1909365 Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
















































    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.1910115 - Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2019

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1910069 - Fundargerð 184. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:45.