Frá skipulagsstjóra, lagt fram til kynningar minnisblað Vegagerðarinnar og SSH, dags. 20. september 2019, að fyrirkomulagi hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog þar sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær óska eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog.
Um er að ræða opið forval þar sem auglýst er eftir hönnunarteymum og þau valin á grundvelli hæfni/fyrri reynslu, verktilhögun og sýn á verkefnið. Með opnu forvali er öllum gefinn kostur á að setja saman hönnunarteymi verkfræðinga og
arkitekta. Markmið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu og vera hluti af 1. áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu samkvæmt tillögum stýrihóps frá febrúar 2018. Á brúnni er gert ráð fyrir hjóla- og göngustíg ásamt akreinum fyrir
almenningssamgöngur sem tengjast stíga- og gatnakerfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.
Gestir
- Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar - mæting: 08:15
- Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni - mæting: 08:16