Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1901721 - Almenningssamgöngur, faghópur um eflingu leiðarkerfis.
Kynning á vinnslutillögu að nýju leiðarneti.
Gestir
- Sólrún Svava Skúladóttir samgönguverkfræðingur hjá Strætó - mæting: 08:15
- Ragheiður Einarsdóttir samgönguverkfræðingur hjá Strætó - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019
Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla vegna júní.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:05
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.1909313 - Umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns í Ögurhvarfi
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. september, lögð fram umsögn um umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns á bæjarlandi í Ögurhvarfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1907145 - Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir 19-22, útboð
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 16. september, lagðar fram niðurstöður útboðs í vetrarþjónustu á göngu- og hjólaleiðum 2019-2022. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðendur Hreina garða um svæði A, Stapar verktaka um svæði 1, Hreinsitækni um svæði 2 og 3 og Berg verktaka um svæði 4.
Ýmis erindi
5.1909360 - Ársskýrsla Persónuverndar 2018
frá Persónuvernd, dags. 11. september, lögð fram ársskýrsla Persónuverndar 2018.
Ýmis erindi
6.1909342 - Beiðni um styrk vegna jólahátíðar fatlaðra 2019
Frá André Bachmann Sigurðssyni, dags. 6. september, lögð fram beiðni um styrk fyrir jólahátíð fatlaðra sem verður haldin þann 4. desember á Hótel Hilton.
Fundargerð
7.1909008F - Lista- og menningarráð - 104. fundur frá 12.09.2019
Fundargerðir nefnda
8.1908012F - Skipulagsráð - 58. fundur frá 16.09.2019
Fundargerðir nefnda
9.1909391 - Fundargerð 474. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2019
Fundargerðir nefnda
10.1909416 - Fundargerð 128. fundar framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða
Erindi frá bæjarfulltrúum
11.1909502 - Samkomulag ríkis og SSH um skipulag og fjármögnun á uppbyggingu samgönguinnviðum og rekstri almenningssamgangna
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar: ósk um að setja á dagskrá samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og rekstri almenningssamgangna til 15 ára.
Erindi frá bæjarfulltrúum
12.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; ósk um upplýsingar um fyrirhugað útboð á biðskýlum í Kópavogi. Eftir 31. desember 2019 hefur hvor aðili um sig, í gildandi samningi, rétt til að tilkynna skriflega um lok samningsins.
Erindi frá bæjarfulltrúum
13.1904416 - Tillaga um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; ósk um upplýsingar um þá tillögu sem kom frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að bæjarstjóra væri falið að greina á kosti og galla þess að Kópavogsbær yfirtaki heimahjúkrun aldraðra af heilsugæslunni. Tillagan kom fram á fundi bæjarstjórnar þann 9. apríl 2019.
Erindi frá bæjarfulltrúum
14.1808091 - Upphitað og skjólgott snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi. Tillaga frá BF Viðreisn
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; fyrirspurn um úrvinnslu bæjarstjóra á tillögu BF Viðreisnar er varðar að koma upp upphituðu og skjólgóðu snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi.
Erindi frá bæjarfulltrúum
15.1808092 - Skipan stýrihóps um snjallbæinn Kópavog. Tillaga frá BF Viðreisn
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; fyrirspurn um úrvinnslu bæjarstjóra á tillögu BF Viðreisnar er varðar að skipaður verði stýrihópur um snjallbæinn Kópavog. Einnig óskað eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að senda fulltrúa frá Kópavogsbæ á ráðstefnur er varðar "Smart City" sem nú eru fyrirhugaðar í Evrópu.
Fundi slitið - kl. 10:25.