Bæjarráð

2970. fundur 19. september 2019 kl. 08:15 - 10:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1901721 - Almenningssamgöngur, faghópur um eflingu leiðarkerfis.

Kynning á vinnslutillögu að nýju leiðarneti.
Lagt fram.

Gestir

  • Sólrún Svava Skúladóttir samgönguverkfræðingur hjá Strætó - mæting: 08:15
  • Ragheiður Einarsdóttir samgönguverkfræðingur hjá Strætó - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019

Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla vegna júní.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:05

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1909313 - Umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns í Ögurhvarfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. september, lögð fram umsögn um umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns á bæjarlandi í Ögurhvarfi.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1907145 - Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir 19-22, útboð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 16. september, lagðar fram niðurstöður útboðs í vetrarþjónustu á göngu- og hjólaleiðum 2019-2022. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðendur Hreina garða um svæði A, Stapar verktaka um svæði 1, Hreinsitækni um svæði 2 og 3 og Berg verktaka um svæði 4.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leitað verði samninga um vetrarþjónustu á göngu- og hjólaleiðum 2019-2022 við Hreina garða um svæði A, Stapar verktaka um svæði 1, Hreinsitækni um svæði 2 og 3 og Berg verktaka um svæði 4. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Ýmis erindi

5.1909360 - Ársskýrsla Persónuverndar 2018

frá Persónuvernd, dags. 11. september, lögð fram ársskýrsla Persónuverndar 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.1909342 - Beiðni um styrk vegna jólahátíðar fatlaðra 2019

Frá André Bachmann Sigurðssyni, dags. 6. september, lögð fram beiðni um styrk fyrir jólahátíð fatlaðra sem verður haldin þann 4. desember á Hótel Hilton.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

Fundargerð

7.1909008F - Lista- og menningarráð - 104. fundur frá 12.09.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1908012F - Skipulagsráð - 58. fundur frá 16.09.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1909391 - Fundargerð 474. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Thedóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun með vísan til liðar 6 í fundargerðinni:
"Ég tel eðlilegt að framkvæmdastjóri Sorpu víki tímabundið úr starfi á meðan á rannsókn stendur yfir vegna framúrkeyrslu við framkvæmd gas- og jarðargerðarstöðvar, fyrst ekki eigi að bregðast við með skipun neyðarstjórnar.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir taka undir bókun Theódóru.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun með vísan til liðar 1 í fundargerðinni:
"Ég óska eftir gögnum málsins og erindisbréfi verkefnahóps um heildarlausn úrgangsmála á höfuðborgarsvæðinu.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Fundargerðir nefnda

10.1909416 - Fundargerð 128. fundar framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.1909502 - Samkomulag ríkis og SSH um skipulag og fjármögnun á uppbyggingu samgönguinnviðum og rekstri almenningssamgangna

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar: ósk um að setja á dagskrá samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og rekstri almenningssamgangna til 15 ára.
Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Óska eftir þeim gögnum sem kynnt voru í Fagralundi þann 11. september.
Á fundinum þann 11. september, með kjörnum fulltrúum, var óskað eftir trúnaði yfir öllum þeim upplýsingum sem þar komu fram. Nú er búið að fjalla um erindið í fjölmiðlum og misvísandi upplýsingar komið fram en trúnaði ekki verið létt gagnvart kjörnum fulltrúum. Í ljósi þessa þá óska ég eftir upplýsingum um hvort trúnaður gildi enn um þær upplýsingar sem komu fram 11. september um samkomulag ríkissins og SSH um skipulag og fjármögnun á uppbyggingu samgönguinnviða.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; ósk um upplýsingar um fyrirhugað útboð á biðskýlum í Kópavogi. Eftir 31. desember 2019 hefur hvor aðili um sig, í gildandi samningi, rétt til að tilkynna skriflega um lok samningsins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1904416 - Tillaga um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; ósk um upplýsingar um þá tillögu sem kom frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að bæjarstjóra væri falið að greina á kosti og galla þess að Kópavogsbær yfirtaki heimahjúkrun aldraðra af heilsugæslunni. Tillagan kom fram á fundi bæjarstjórnar þann 9. apríl 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.1808091 - Upphitað og skjólgott snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi. Tillaga frá BF Viðreisn

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; fyrirspurn um úrvinnslu bæjarstjóra á tillögu BF Viðreisnar er varðar að koma upp upphituðu og skjólgóðu snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1808092 - Skipan stýrihóps um snjallbæinn Kópavog. Tillaga frá BF Viðreisn

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; fyrirspurn um úrvinnslu bæjarstjóra á tillögu BF Viðreisnar er varðar að skipaður verði stýrihópur um snjallbæinn Kópavog. Einnig óskað eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að senda fulltrúa frá Kópavogsbæ á ráðstefnur er varðar "Smart City" sem nú eru fyrirhugaðar í Evrópu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 10:25.