Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1909161 - Tónahvarf 12. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
Frá bæjarlögmanni, dags. 9. september, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 12 frá Byggingarfélaginu Bestlu ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1908544 - Fífuhvammur 20, niðurrif.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. september, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til niðurrifs Fífuhvamms 20. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 22. ágúst.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.1906243 - Okkar Kópavogur 2019 - 2021
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. september, lagt fram erindi um stöðu framkvæmda við verk sem voru kosin inn í verkefnið Okkar Kópavogur 2018-2019.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1905502 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata að kolefnisjöfnun ferða starfsfólks Kópavogsbæjar
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. september, lögð fram umsögn um tillögu sem barst í bæjarráði þann 23. maí sl. um að Kópavogsbær kolefnisjafni ferðir starfsfólks á vinnutíma jafnt innanlands og utanlands.
Gestir
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:25
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:25
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1905501 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. september, lögð fram umsögn um tillögu sem barst á fundi bæjarráðs þann 23. maí sl. um að Kópavogsbær skilgreini svæði fyrir skógrækt þar sem bæjarbúar geti gróðursett tré til að vinna gegn eigin kolefnisspori og grætt upp örfoka land á sama tíma þar sem tillaga var um nýtingu ógróins svæðis milli Lækjarbotna og Bláfjallaafleggjara. Einnig lagðar fram nánari skýringar með usmögn frá sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 10. september.
Gestir
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:40
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:40
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.1907291 - Vetrarþjónusta stofnleiðir 19-22, útboð
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 9. september, lagðar fram niðurstöður útboðs á vetrarþjónustu stofnleiða í Kópavogi 2019-2022. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið um verkið.
Gestir
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:48
Ýmis erindi
7.1908660 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um lögfræðikostnað vegna Sorpu
Frá framkvæmdastjóra Sorpu, dags. 4. september, lagt fram svar við fyrirspurn um lögfræðikostnað vegna Sorpu sem barst á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst sl.
Ýmis erindi
8.1909132 - Drög að nýjum reglugerðum um Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga birtar á samráðsgátt til umsagnar
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 3. september, lögð fram til umsagnar drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sem hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda.
Ýmis erindi
9.1909242 - Tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga og reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 5. september, lögð fram tilkynning um ný fylgiskjöl sem hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Ýmis erindi
10.1909224 - Ósk um samstarf um íþróttaveislu UMFÍ
Frá Ungmennasambandi Kjalarnessþings, dags. 20. ágúst, lagt fram erindi um samstarf við Kópavogsbæ, Breiðablik, HK og Gerplu vegna Íþróttaveislu UMFÍ 2020 sem yrði haldin í Kópavogi, ásamt drögum að samstarfssamningi aðila.
Ýmis erindi
11.1909217 - Rekstrar- og samstarfssamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár
Frá leikfélagi Kópavogs, dags. 27. ágúst, lagður fram reikningur vegna árlegs styrks bæjarins til leikfélagsins skv. rekstrar- og samstarfssamningi þar um, ásamt reikningum félagsins og skýrslu stjórnar fyrir liðið leikár.
Ýmis erindi
12.1909313 - Umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns í Ögurhvarfi
Frá Mörtu Svavarsdóttur, dags. 6. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leyfi fyrir staðsetningu matarvagns á bæjarlandi í Ögurhvarfi.
Fundargerð
13.1908013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 274. fundur frá 30.08.2019
Fundargerðir nefnda
14.1908014F - Barnaverndarnefnd - 95. fundur frá 05.09.2019
Fundargerðir nefnda
15.1909140 - Fundargerð 18. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.08.2019
Fundargerðir nefnda
16.1909312 - Fundargerð 19. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.09.2019
Fundargerðir nefnda
17.1908010F - Menntaráð - 46. fundur frá 03.09.2019
Fundargerðir nefnda
18.1909158 - Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2019
Fundargerðir nefnda
19.1909159 - Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2019
Fundargerð
20.1909007F - Velferðarráð - 49. fundur frá 09.09.2019
Fundargerð í 8 liðum.
20.5
1901896
Endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra
Niðurstaða Velferðarráð - 49
Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
20.6
1905602
Endurskoðun á reglum um akstursþjónustu aldraðra
Niðurstaða Velferðarráð - 49
Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
20.8
16082183
Reglur um félagslega heimaþjónustu. Breyting á 2.gr.
Niðurstaða Velferðarráð - 49
Velferðarráð samþykkti breytingatillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 10:00.