Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1904126 - Bæjarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar óska upplýsinga um stöðu mála lögð fram 26.07.2018 - 07.03.2019
Frá bæjarritara, dags. 16. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar varðandi stöðu mála á erindum sem lögð voru fram í bæjarráði á tímabilinu 26.07.2018 - 7.3.2019.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1904115 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF viðreisnar óska eftir yfirliti yfir styrkbeiðnir
Frá bæjarritara, dags. 16. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn um styrki.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.17051880 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi málshraða
Frá bæjarritara, dags. 16. júlí, lögð fram umsögn um tillögu um reglur um meðferð mála.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1907359 - Lántaka 2019
Frá fjármálastjóra, dags. 23. júlí. lögð fram greinargerð um skuldabréfaútboð Kópavogsbæjar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1712496 - Hlíðarvegur 11 íbúð 0102 Fastanúmer 206-2142 Eignaumsjón. Framhaldsmál.
Frá fjármálastjóra, dags. 1. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu félagslegrar íbúðar að Hlíðarvegi 11, þar sem óskað er eftir að bæjarráð veiti fjármálastjóra heimild til að fullgilda kaupsamning vegna sölu fasteignarinnar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 11. júlí sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.1907276 - Þorrasalir 25. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 18. júlí, lögð fram beiðni lóðarhafa að Þorrasölum 25 um heimild til að veðsetja lóðina.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.1901812 - Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar leggja til útvíkkun á stefnu Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 16. júlí, lögð fram umsögn um tillögu á útvíkkun á stefnu bæjarins gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinin áreitni og ofbeldi þannig að hún nái einnig yfir kjörna fulltrúa.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.1903350 - Hamraborg 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 16. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 283.950,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.1907155 - Staðan í kjaramálum félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Kópavogsbæ
Frá starfsmannastjóra, dags. 22. júlí, lögð fram umsögn vegna erindis er varðar kjaramál félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Kópavogsbæ.
Gestir
- Kristrún Einarsdóttir starfsmannastjóri - mæting: 09:38
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.1907300 - Samþykkt Kópavogsbæjar um upplýsingaöryggi
Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 18. júlí, lögð fram tillaga að samþykkt um upplýsingaöryggi hjá Kópavogsbæ.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.1907291 - Vetrarþjónusta, stofnleiðir
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. júlí lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út vetraþjónustu á stofnleiðum fyrir tímabilið 2019-2022 með heimild til framlengingar um tvisvar sinnum eitt ár.
Ýmis erindi
12.1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.
Frá lóðarhöfum Austurkórs 72, dags. 4. júní, lögð fram beiðni um endurupptöku máls að því er varðar breytingu á skipulagi vegna umsóknar lóðarhafa um að fá að breyta húsnæðinu úr einbýlshúsi í tvíbýli, sem áður var hafnað af skipulagsráði og síðar bæjarstjórn.
Ýmis erindi
13.1907249 - Gulaþing 21. Beiðni um nafnabreytingu á lóðarhafa
Frá Matthíasi Imsland lóðarhafa Gulaþings 21, dags. 10. júlí, lögð fram beiðni um nafnabreytingu lóðarinnar þar sem óskað er eftir að lóðin verði skráð á eignarhaldsfélagið Gulaþing 21 ehf. sem er í eigu lóðarhafa.
Ýmis erindi
14.1907207 - Ársskýrsla og reikningur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma 2018
Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 10. júlí, lagður fram ársreikningur ásamt ársskýrslu vegna ársins 2018.
Ýmis erindi
15.1907176 - Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga
Frá Örnefnanefnd, dags. 26. júní, lagt fram erindi með tilmælum til sveitarfélaga varðandi nafnagjöf á stöðum.
Fundargerðir nefnda
16.1907001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 271. fundur frá 05.07.2019
Fundargerð
17.1907002F - Íþróttaráð - 93. fundur frá 11.07.2019
Fundargerðir nefnda
18.1905018F - Skipulagsráð - 54. fundur frá 15.07.2019
Fundargerð í 23 liðum.
18.4
1904534
Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
18.5
1906329
Vesturvör 44-48. Kársneshöfn. Byggingaráform.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir deiliskipulag Vesturvarar 40-50 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
18.7
1810762
Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráðs samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Brekkuhvarf 1a og 1b. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
18.8
1905181
Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Hauksdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með þremur atkvæðum. Helga Hauksdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.
18.9
1812297
Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Með tilvísan í ofangreinda umsögn samþykkir skipulagsráð framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104 dags. 1. júlí 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
18.10
1905126
Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalaþing 13 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
18.11
1901656
Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð samþykkir framlagðar verklagsreglur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá skipulagsráði:
"Óskað er eftir minnisblaði frá Umhverfissviði um hvernig eftirliti verði háttað með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu þannig að tryggt verði að þær verði með þeim hætti að ætlaður árangur náist."
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
18.12
1902721
Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan til umsagnar dags. 22. febrúar 2019 með áorðnum breytingum 15. júlí 2019 og umsögn dags. 15. júlí 2019 enda verði byggingaráform lögð fyrir skipulagsráð áður en aðalteikningar fara fyrir byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
18.17
1905869
Háalind 1. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Fundarhlé kl. 18:56
Fundi fram haldið 19:03
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum og hafnar erindinu. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
18.19
1907234
Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 54
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
19.1907314 - Fundargerð 17. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 8.7.2019
Fundargerðir nefnda
20.1907313 - Fundargerð 16. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.1.2019
Fundi slitið - kl. 10:50.
Karen Halldórsdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns.