Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1905789 - Kynning á stefnumótun Strætó
Kynning á framlögðum drögum á stefnu Strætó og áherslum til næstu ára.
Gestir
- Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó - mæting: 08:15
- Björg Fenger, stjórnarformaður Strætó - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1906259 - Tónahvarf 10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
Frá bæjarlögmanni, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 10 frá Sérverk ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.1905301 - Akralind 1. Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu
Frá lögfræðideild, dags. 27. maí, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 14. maí. Umsækjandi er Björn Oddson f.h. Feltfélagsins ehf. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 6 bifreiðar að Akralind 1. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lítur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag svetiarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1902079 - Menntasvið-útboð ræstingar í leikskólum 2019
Frá lögfræðideild, dags. 12. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Ræstingarþjónusta fyrir leikskóla Kópavogsbæjar". Lagt er til við bæjarráð að menntasviði verði heimilað að leita samninga við lægstbjóðendur Daga hf. og Sólar ehf. í samræmi við framlagða niðurstöðu.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1310510 - Gámar í Kópavogi
Frá lögfræðideild, dags. 12. júní, lögð fram umsögn um breytingu á samþykkt um stöðuleyfi gáma í Kópavogi og gjaldskrá um sama efni sem var samþykkt á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 26. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.1211011 - Granaholt 7. Innlausn.
Frá lögfræðideild, lagður fram til samþykktar kaupsamningur og afsal vegna kaupa á fasteigninni Granaholt 7.
Fundargerðir nefnda
7.1906406 - Fundargerð 182. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.06.2019
Fundargerðir nefnda
8.1906428 - Fundargerð 376. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13.06.2019
Fundi slitið - kl. 09:38.