Dagskrá
Ýmis erindi
1.1905403 - Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Umsagnarbeiðni
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. maí, lögð fram til umsagnar þingályktunartillaga um stöðu barna 10 árum eftir hrun (þingmannatillaga).
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.1905502 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata að kolefnisjöfnun ferða starfsfólks Kópavogsbæjar
Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, tillaga um að Kópavogsbær kolefnisjafni ferðir starfsfólks á vinnutíma jafnt innanlands sem utanlands. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að koma með tillögur að því hvernig best sé að útfæra slíka kolefnisjöfnun.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.1905503 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata að samgöngusamningum við starfsfólk Kópavogsbæjar
Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, tillaga um að samgöngusamningar verði teknir í notkun hjá Kópavogsbæ frá og með 1. janúar 2020. Markmiðið með samgöngusamningum er að auka hlutfall starfsfólks sem nýtir vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu og/eða vegna ferða í þágu vinnuveitanda.
Erindi frá bæjarfulltrúum
4.1905501 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning
Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, tillaga um að Kópavogsbær skilgreini svæði fyrir skógrækt þar sem bæjarbúar geti góðursett tré til að vinna gegn eigin kolefnisspori og grætt upp örfoka land á sama tíma. Lagt er til að tekið verði frá svæði milli Lækjarbotna og Bláfjallaafleggjara sem er ógróið svæði sem gefur í dag frá sér koltvísýring.
Fundargerðir nefnda
5.1904020F - Skipulagsráð - 52. fundur frá 20.05.2019
Fundargerð í 17. liðum.
5.7
1902337
Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 52
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5.8
1903606
Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 52
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
6.1905293 - 10. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 08.05.2019
Fundargerðir nefnda
7.1905011F - Leikskólanefnd - 107. fundur frá 16.05.2019
Fundargerðir nefnda
8.1904002F - Hafnarstjórn - 110. fundur frá 08.04.2019
Ýmis erindi
9.1905435 - Unicef hvetur sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag fyrir stofnanir sem starfa með börnum
Frá Unicef, dags. 20. maí, lagt fram erindi þar sem mælst er til þess að sveitarfélög taki upp heildstætt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Ýmis erindi
10.1905384 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019
Frá Landskerfi bókasafna, dags. 13. maí, lagt fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna sem verður 29. maí nk.
Ýmis erindi
11.1905385 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2019
Frá stjórn Reykjanesfólksvangs, dags. 13. maí, lagt fram yfirlit yfir framlög sveitarfélaga til Reykjavesfólksvangs vegna ársins 2019, ásamt reikningi fyrir Kópavogsbæ.
Ýmis erindi
12.1905420 - Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. maí, lögð fram til umsagnar þingályktunartillaga um hagsmunafulltrúa aldraðra (þingmannatillaga).
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
13.1905336 - Umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
Frá Sunnuhlíð, dags. 14. maí, lögð fram umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Gestir
- Gunnsteinn Sigurðsson formaður Sunnuhlíðarsamtakanna - mæting: 08:15
- Kristján Sigurðsson, forstjóri Vígdísarholts - mæting: 08:15
Ýmis erindi
14.1905404 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, 844. mál
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (þingmannafrumvarp).
Ýmis erindi
15.1905437 - Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál
Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 20. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (þingmannafrumvarp).
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1903475 - Dalsmári 5. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 17. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Ungmennafélagsins Breiðablik um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.122.000,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1903365 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 17. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélags Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.050.150,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
18.1904793 - Malbiksyfirlagnir 2019
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 21. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs í malbiksyfirlagnir á götum annars vegar og malbikskaup hins vegar fyrir árið 2019. Lagt er til að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir og Hlaðbæ Colas um malbikskaup.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1904451 - Silfursmári, gatnagerð og lagnir.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 20. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs í gatnagerð og lagnir í Silfursmára. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Snók verktaka ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, deildarstjóra framkvæmdadeildar og skólastjóra Kársnesskóla, dags. 17. maí, lagt fram minnisblað um stöðu hönnunar á nýjum Kársnesskóla.
Gestir
- Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:45
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.1901845 - Sunnubraut 30. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda
Frá bæjarlögmanni, dags. 13. maí, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Sunnubrautar 30 um lækkun gatnagerðargjalda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
22.1804418 - Skógræktarfélag Kópavogs, samstarfssamningur 2019.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs um skógrækt og rekstur í Guðmundarlundi.
Gestir
- Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:15
- Salvör Þórisdóttir, lögfræðingur - mæting: 09:15
- Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri - mæting: 09:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
23.1905057 - Tónlistarskólinn Tónsalir, húsnæðismál
Frá bæjarstjóra, dags. 21. maí, lagt fram erindi um kaup á Ögurhvarfi 4a. Einnig lagt fram upphaflegt erindi frá fjármálastjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, um húsnæðismál tónlistarskólans Tónsala þar sem lögð voru til kaup á Ögurhvarfi 4a og útleigu til tónlistarskólans í kjölfarið, ásamt minnisblaði sviðsstjóra menntasviðs um umferðaröryggi og samgöngur vegna aðgengis að Ögurhvarfi 4a frá 14. maí. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Tónlistarskólann Tónsali um fyrirkomulag húsnæðismála skólans og að málið skyldi koma að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 10:52.