Bæjarráð

2959. fundur 23. maí 2019 kl. 08:15 - 10:52 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1905403 - Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. maí, lögð fram til umsagnar þingályktunartillaga um stöðu barna 10 árum eftir hrun (þingmannatillaga).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1905502 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata að kolefnisjöfnun ferða starfsfólks Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, tillaga um að Kópavogsbær kolefnisjafni ferðir starfsfólks á vinnutíma jafnt innanlands sem utanlands. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að koma með tillögur að því hvernig best sé að útfæra slíka kolefnisjöfnun.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Fulltrúar BF-Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Ljóst er að töluvert margn kolefnis er losað við vinnutengdar ferðir starfsfólks bæjarins. Markmið tillögunnar er að draga úr neikvæðum áhrifum vegna þeirra, en átak í kolefnisbindingu er annað af tveimur helstu áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar í baráttunni við loftslagsvána. Með þessu mun Kópavogsbær sýna gott fordæmi um leið og unnið er að því að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins og áætlun um kolefnishlutlaust Ísland 2040.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

3.1905503 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata að samgöngusamningum við starfsfólk Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, tillaga um að samgöngusamningar verði teknir í notkun hjá Kópavogsbæ frá og með 1. janúar 2020. Markmiðið með samgöngusamningum er að auka hlutfall starfsfólks sem nýtir vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu og/eða vegna ferða í þágu vinnuveitanda.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Fulltrúar BF-Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Samgöngusamningar geta verið öflugt skref í baráttunni við loftslagsógnina. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, þar sem unnið er eftir markmiðum Parísarsamkomulagsins, eru orkuskipti í samgöngum er annað af tveimur helstu áhersluatriðum. Með samgöngusamningum fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar er auk þess verið að hvetja til hreyfingar, sem eflir lýðheilsu og dregur úr kostnaði vegna veikinda. Ennfremur er með þeim unnið gegn álagstoppum í umferðinni kvölds og morgna með því að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta og bæta þannig umferðaröryggi vegfarenda.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

4.1905501 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, tillaga um að Kópavogsbær skilgreini svæði fyrir skógrækt þar sem bæjarbúar geti góðursett tré til að vinna gegn eigin kolefnisspori og grætt upp örfoka land á sama tíma. Lagt er til að tekið verði frá svæði milli Lækjarbotna og Bláfjallaafleggjara sem er ógróið svæði sem gefur í dag frá sér koltvísýring.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

5.1904020F - Skipulagsráð - 52. fundur frá 20.05.2019

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.
  • 5.7 1902337 Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Archus arkitekta fh. lóðarhafa tillaga að breyttu deiliskipulagi Naustarvarar 13-66 (áður 13-84).
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13 og 15.
    Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4 hæða fjölbýlishúsi auk kjallara á lóðinni Naustavör 13 með alls 12 íbúðum. Í deiliskipulaginu er jafnframt gert ráð fyrir leikskóla á lóð Naustavarar 15.
    Í breytingunni felst að lóðirnar Naustavör 13 og 15 eru sameinaðar og þar ráð gerður byggingarreitur fyrir fjögurra deilda leikskóla á 4.600 m2 lóð, en byggingarreitur fyrir fjölbýlishúsið að Naustavör 13 er felldur niður. Aðkoma, bílastæði og byggingarreitur breytist. Leikskólinn mun þjóna Bryggjuhverfi sem og vesturhluta Kársnes.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
    Í breytingunni felst að aðkoma að Naustavör 52 til 58 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæði færast til vesturs og lóðarmörk breytast.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68 (áður 70-84).
    Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur 4 hæða fjölbýlishúsum auk kjallara á lóðinni Naustavör 60-66 (áður 76-84) með alls 33 íbúðum.
    Í breytingunni felst að koma fyrir á lóðinni byggingarreit á 3 og 4 hæðum með kjallara. Gert er ráð fyrir 54 íbúðum. Lóðarmörk og aðkoma að Naustavör 60-66 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæðum á lóð og í kjallara fjölgar. Bílastæðakrafa helst óbreytt. Fallið er frá kennileyti á byggingarreit. Heildarbyggingarmagn eykst um 4.230 m2 og verður 7.020 m2 eftir breytingu.
    Opið svæði.
    Göngu og hjólaleið norðan Vesturvarar nr. 12-20 breytist sem og kvöð um skógrækt.
    Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 13. maí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 52 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 5.8 1903606 Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Andra Gunnars Andréssonar arkitekts, dags. 15. mars 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 3 þar sem óskað er eftir að að húsið fari út fyrir byggingarreit á jöðrum þannig að húsið færi þá 2 m. út fyrir byggingarreit suðurhliðar hússins ásamt því að norðaustur horn bílgeymslu fer 2x 1,6 m. út fyrir byggingarreit norðurhliðar. Þakkantur norðurhliðar hússins fer 61 cm. upp úr byggingarreit og suðurhorn austurhliðar fer 41 cm. upp fyrir byggingarreit ásamt því að öll suðurhliðin nær 2m. út fyrir upprunalegan byggingarreit. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 1, 2 og 5, Hólmaþings 1, 2, 4 og Heiðaþings 2, 4, 6 og 8. Kynningartíma lauk 2. maí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Á fundi skipulagsráðs 6. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var lagt fram breytt erindi dags. 13. maí 2019 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og hæð fyrirhugaðs húss er lækkuð um 61 cm. Þá lagðir fram tölvupóstar frá Guðmundi G. Haraldssyni dags. 16. maí; Halldóri Sveinssyni dags. 16. maí; Ragnhildi Geirsdóttur, dags. 14. maí og Maríu Valdimarsdóttur dags. 14. maí 2019 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytt erindi dags. 13. maí 2019 og lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. maí 2019
    Niðurstaða Skipulagsráð - 52 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

6.1905293 - 10. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 08.05.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1905011F - Leikskólanefnd - 107. fundur frá 16.05.2019

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1904002F - Hafnarstjórn - 110. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.1905435 - Unicef hvetur sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag fyrir stofnanir sem starfa með börnum

Frá Unicef, dags. 20. maí, lagt fram erindi þar sem mælst er til þess að sveitarfélög taki upp heildstætt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar erindinu til stýrihóps við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Ýmis erindi

10.1905384 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019

Frá Landskerfi bókasafna, dags. 13. maí, lagt fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna sem verður 29. maí nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bæjarstjóri, eða annar starfsmaður fyrir hans hönd, fari með atkvæðisrétt Kópavogsbæjar á aðalfundi Landkerfis bókasafna.

Ýmis erindi

11.1905385 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2019

Frá stjórn Reykjanesfólksvangs, dags. 13. maí, lagt fram yfirlit yfir framlög sveitarfélaga til Reykjavesfólksvangs vegna ársins 2019, ásamt reikningi fyrir Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.1905420 - Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. maí, lögð fram til umsagnar þingályktunartillaga um hagsmunafulltrúa aldraðra (þingmannatillaga).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1905336 - Umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð

Frá Sunnuhlíð, dags. 14. maí, lögð fram umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Gestir

  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður Sunnuhlíðarsamtakanna - mæting: 08:15
  • Kristján Sigurðsson, forstjóri Vígdísarholts - mæting: 08:15

Ýmis erindi

14.1905404 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, 844. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (þingmannafrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

15.1905437 - Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 20. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (þingmannafrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1903475 - Dalsmári 5. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 17. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Ungmennafélagsins Breiðablik um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.122.000,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð 1.122.000,- til greiðslu fasteignaskatts.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1903365 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 17. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélags Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.050.150,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð 1.050.150,- til greiðslu fasteignaskatts.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1904793 - Malbiksyfirlagnir 2019

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 21. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs í malbiksyfirlagnir á götum annars vegar og malbikskaup hins vegar fyrir árið 2019. Lagt er til að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir og Hlaðbæ Colas um malbikskaup.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir og Hlaðbæ Colas um malbikskaup fyrir árið 2019.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.1904451 - Silfursmári, gatnagerð og lagnir.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 20. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs í gatnagerð og lagnir í Silfursmára. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Snók verktaka ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Snók verktaka ehf. um gatnagerð og lagnir í Silfursmára.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, deildarstjóra framkvæmdadeildar og skólastjóra Kársnesskóla, dags. 17. maí, lagt fram minnisblað um stöðu hönnunar á nýjum Kársnesskóla.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Kársnesskóli verði fyrsta Svansvottaða skólabygging á Íslandi.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að burðarvirki og milliplötur nýs Kársnesskóla verði úr CLT einingum.

Bæjarráð óskar eftir að skoðaður verði sá möguleiki að hluti hússins verði á þremur hæðum.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1901845 - Sunnubraut 30. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. maí, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Sunnubrautar 30 um lækkun gatnagerðargjalda.
Bæjarráð hafnar erindinu með þremur atkvæðum þeirra Birkis Jóns Jónssonar, Karenar Halldórsdóttur og Hjördísar Johnson en Theódóra Þorsteinsdóttir og Bergljós Kristinsdóttir greiddu atkvæði með erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1804418 - Skógræktarfélag Kópavogs, samstarfssamningur 2019.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs um skógrækt og rekstur í Guðmundarlundi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:15
  • Salvör Þórisdóttir, lögfræðingur - mæting: 09:15
  • Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.1905057 - Tónlistarskólinn Tónsalir, húsnæðismál

Frá bæjarstjóra, dags. 21. maí, lagt fram erindi um kaup á Ögurhvarfi 4a. Einnig lagt fram upphaflegt erindi frá fjármálastjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, um húsnæðismál tónlistarskólans Tónsala þar sem lögð voru til kaup á Ögurhvarfi 4a og útleigu til tónlistarskólans í kjölfarið, ásamt minnisblaði sviðsstjóra menntasviðs um umferðaröryggi og samgöngur vegna aðgengis að Ögurhvarfi 4a frá 14. maí. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Tónlistarskólann Tónsali um fyrirkomulag húsnæðismála skólans og að málið skyldi koma að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita bæjarstjóra umbeðna heimild til að undirrita kauptilboð í fasteignina Ögurhvarf 4a.

Fundi slitið - kl. 10:52.