Dagskrá
Fundargerðir nefnda
1.1903008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 263. fundur frá 08.03.2019
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.18081193 - Tillaga um úttekt á viðhaldi mannvirkja í eigu Kópavogs
Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um að umhverfissviði verði falið að gera ítarlega úttekt á ástandi og viðhaldsþörf mannvirkja Kópavogsbæjar. Bæjarráð samþykki að veita fjármagn til verksins sem nemur einu ársverki og skulu niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.1903735 - Óskað eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kynni framtíðarsýn sem þau hafa um allan reitinn við Brekkuhvar
Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar er varðar framtíðarsýn fyrir reitinn við Brekkuhvarf, óskað er eftir því að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kynni þá framtíðarsýn sem þau hafa fyrir allan reitinn við Brekkuhvarf þar sem nú liggur fyrir tillaga að hluta af reitnum fyrir 8 íbúða raðhús við Brekkuhvarf 1a og 1b. Ef engin framtíðarsýn er fyrir reitinn í heild þá óskum við eftir því að Kópavogsbær kalli eftir heildarskipulagi frá lóðarhafa/lóðarhöfum svo hægt sé að taka ákvörðun um deiliskipulagsbreytinguna við Brekkuhvarf 1a og 1b á réttum forsendum.
Erindi frá bæjarfulltrúum
4.1903482 - Skipan starfshóps um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Tillaga frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisnar.
Tillaga frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að skipaður verði starfshópur um aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar í loftlagsmálum. Hópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá hverju framboði sem á sæti í bæjarstjórn, auk bæjarstjóra. Markmiðið með aðgerðaáætluninni er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda hlýnun jarðar innan 2°C. Afurð starfshópsins verða tillögur að aðgerðum sem Kópavogsbær getur ráðist í til þess að stuðla að minnkun losunar og aukinni bindingu kolefnis.
Fundargerðir nefnda
5.1901004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 112. fundur frá 11.03.2019
Fundargerð í 8. liðum.
5.3
1903232
Garðlönd 2019 - tillögur að fyrirkomulagi og gjaldi
Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 112
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt fyrirkomulag og gjald fyrir garðlönd Kópavogs 2019. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
6.1901001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 109. fundur frá 15.01.2019
Fundargerðir nefnda
7.1903493 - Fundargerð 468. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2019
Fundargerðir nefnda
8.1903552 - Fundargerð 373. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.03.2019
Fundargerðir nefnda
9.1903004F - Skipulagsráð - 47. fundur frá 18.03.2019
Fundargerð í 16. liðum.
9.4
1901050
Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 47
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
9.5
1810762
Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 47
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 18. mars 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni.
Niðurstaða
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsstjóra er falið að ræða við lóðarhafa varðandi framtíðaráform þeirra um Brekkuhvarf 1a, 1b, 3 og 5.
9.6
1804616
Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 47
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
9.12
1903534
Lækjarbotnaland 15. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 47
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fundargerðir nefnda
10.1902009F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 67. fundur frá 12.02.2019
Fundargerðir nefnda
11.1903009F - Íþróttaráð - 91. fundur frá 14.03.2019
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.16111110 - Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Dalbrekku 2,4,6,8 og 10 og Auðbrekku 13
Frá skipulagsstjóra og bæjarlögmanni, yfirferð yfir uppbyggingu Auðbrekkunnar.
Gestir
- Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:15
- Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 08:15
Ýmis erindi
13.1903523 - Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrara uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Ýmis erindi
14.1903601 - Frumvarp til laga um fiskeldi, 647. mál
Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi.
Ýmis erindi
15.1903577 - Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14. mars, lagt fram erindi um heimildir sveitarfélaga til að framselja ráðningarvald sitt.
Ýmis erindi
16.1903566 - Forathugun á vilja bæjarráðs til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun
Frá Útlendingastofnun, dags. 13. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til þess að gera þjónustusamning við stofnunina varðandi félagslega þjónustu og stuðning við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar.
Ýmis erindi
17.1903575 - Boð um þátttöku á samráðsvettangi. Loftslag, landslag, lýðheilsa - nýtt landsskipulagsferli
Frá Skipulagsstofnun, dags. 13. mars, lagt fram erindi um samráðsvettvang um landsskipulagsstefnu þar sem óskað er eftir skráningu tengiliða.
Ýmis erindi
18.1903532 - Ársreikningur SSH 2018
Frá SSH, lagður fram ársreikningur fyrir árið 2018.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1903686 - Umhverfissvið, tilfærsla á verkefnum.
Frá deildarstjórum framkvæmdadeildar og gatnadeildar, dags. 15. mars, lagt fram erindi um tilfærslu á verkefnum innan umhverfissviðs þar sem lagt er til að malbiksyfirlagnir á eldri götur í Kópavogi heyri undir gatnadeild og að fjárveiting verði flutt af stofni yfir á rekstur umferðar- og samgöngumála. Einnig er lagt til að gatnadeild taki við eftirliti og rekstri á fráveitudælustöðvum í Kópavogi í samræmi við framlagða tillögu.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.17121098 - Laxalind 15, kæra vegna synjun um breytt deiliskipulag.
Frá lögfræðideild, dags. 18. mars, lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 151/2017 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Lindahverfis, norðan Fífuhvammsvegar, vegna Laxalindar 15.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.1903720 - Minnisblað vegna skerðingar á tekjum jöfnunarsjóðs og áhrif á sveitarfélög
Frá bæjarstjóra, lagt fram til kynningar minnisblað til framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. mars um áform fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög vegna tekjutaps.
Fundi slitið - kl. 11:04.