Bæjarráð

2946. fundur 14. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:35 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1902185 - Frumvarp til laga um breytingu á á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1902313 - Tillaga um skipan starfshóps um stöðu á húsnæðismarkaði frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks: Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um stöðu á húsnæðismarkaði. Starfshópurinn hafi til hliðsjónar skýrslu þverpólitísks hóps um sama efni á síðastliðnu kjörtímabili. Hópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá hverju framboði, sem sæti á í bæjarstjórn, auk bæjarstjóra sem verði formaður hópsins.
Hlé var gert á fundi kl. 10:17. Fundi var fram haldið kl. 10.33.

Kl. 10.33 vék Theódóra Þorsteinsdóttir af fundi.

Afgreiðslu málsins var frestað.

Fundargerðir nefnda

3.1902006F - Velferðarráð - 40. fundur frá 11.02.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.
  • 3.4 1712958 Lögblindir - leigubílaakstur
    Samningur lagður fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 40 Velferðarráð samþykkti framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samning við Blindrafélagið um leigubílaakstur með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

4.1902002F - Ungmennaráð - 8. fundur frá 11.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1901872 - Fundargerð 299. fundar stjórnar Strætó bs. frá 01.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1902001F - Menntaráð - 37. fundur frá 05.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1901039F - Lista- og menningarráð - 98. fundur frá 30.01.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1902211 - Hafnarbraut 4-8. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda

Frá Hafnarbyggð ehf., dags. 7. febrúar, lagt fram erindi um lækkun gatnagerðargjalda á grundvelli 7. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

9.1902159 - Nordjobb sumarstörf 2019

Frá Nordjobb á Íslandi, dags. 1. febrúar, lagt fram erindi um þátttöku í verkefninu sumarið 2019 þar sem óskað er eftir að bærinn ráði ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum til sumarstarfa.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1902310 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018 - Gallup

Kynning á niðurstöðum Kópavogsbæjar úr könnun á þjónustu sveitarfélaga 2018.
Lagt fram.

Gestir

  • Jóna Karen Sverrisdóttir viðskiptastjóri Gallup - mæting: 08:15

Ýmis erindi

11.1902187 - Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 7. febrúar, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 (stjórnartillaga).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

12.1902268 - Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 11. febrúar, lögð fram auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Tilnefningar skulu berast í síðasta lagi 4. mars nk.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1901137 - Umhverfissvið - Skólagarðar 2019

Frá verkefnastjóra gatnadeildar, dags. 7. febrúar, lagðar fram tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald vegna Skólagarða árið 2019.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald vegna Skólagarða árið 2019.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1901136 - Umhverfissvið - Vinnuskóli 2019

Frá verkefnastjóra gatnadeildar, dags. 5. febrúar, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma ungmenna í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 2019.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um laun og vinnutíma fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 2019.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1902301 - Rammasamningur. Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið 2019-2022

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 12. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði rammasamninga fyrir þjónustu verktaka fyrir umhverfissvið Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila opið útboð á rammasamningum fyrir þjónustu verktaka fyrir umhverfissvið bæjarins í samræmi við framlagt erindi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1901207 - Bæjarlind 2, Íslenska flatbakan. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 4. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Braggapizzu ehf., kt. 441102-3050, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Bæjarlind 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1901833 - Óskað eftir kynningu á niðurstöðum viðhorfskönnunar um gæði matar og þjónustu til eldri borgara frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar

Kynning á niðurstöðum nýlegrar viðhorfskönnunar um gæði matar og þjónustu til eldri borgara sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 31. janúar sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:58
  • Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri fríustundadeildar - mæting: 08:58

Fundi slitið - kl. 10:35.