Dagskrá
Fundargerðir nefnda
1.1901029F - Barnaverndarnefnd - 90. fundur frá 23.01.2019
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.1901833 - Óskað eftir kynningu á niðurstöðum viðhorfskönnunar um gæði matar og þjónustu til eldri borgara frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar
Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, óskað er eftir að niðurstöður nýlegrar viðhorfskönnunar um gæði matar og þjónustu til eldri borgara verði kynnt í bæjarráði.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.1901832 - Beiðni um úttekt og mögulegar útfærslur á íþróttastyrkjum til eldri borgara frá fulltrúm Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar
Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, óskað er eftir að gerð verð úttekt og fundnar mögulegar útfærslur á íþróttastyrkjum til eldri borgara.
Erindi frá bæjarfulltrúum
4.1901812 - Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar leggja til útvíkkun á stefnu Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi
Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, tillaga um að stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi verði útvíkkuð þannig að hún nái jafnframt til kjörinna fulltrúa.
Önnur mál
5.1811249 - Útilistaverk við Hálsatorg
Frá umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 16. janúar, lögð fram umsögn um útilistaverk að Hálsatorgi sem bæjarráð vísaði til umsagnar nefndarinnar á fundi sínum þann 6. desember sl.
Lista- og menningarráð lagði til að gengið yrði til samninga um útilistaverk samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.
Fundargerðir nefnda
6.1901011F - Öldungaráð - 6. fundur frá 17.01.2019
Fundargerðir nefnda
7.1901035F - Velferðarráð - 39. fundur frá 28.01.2019
Fundargerð í 9. liðum.
7.2
1812768
Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð janúar 2019
Niðurstaða Velferðarráð - 39
Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
7.4
1901567
Þjónustusamningur um neyðargistingu
Niðurstaða Velferðarráð - 39
Velferðarráð samþykkti framlögð drög að samningi fyrir sitt leyti og leggur til að Kópavogsbær gangi til samstarfs við Reykjavíkurborg um rekstur neyðarathvarfs fyrir heimilislausa á meðan verið er að leita lausna á húsnæðisvanda þeirra.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samning við Reykjavíkurborg um rekstur neyðarathvarfs fyrir heimilislausa.
Gestir
- Anna Klara Georgsdóttir, deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar velferðarsviðs - mæting: 09:32
Fundargerðir nefnda
8.1901693 - Fundargerð 298. fundar stjórnar Strætó bs. frá 11.01.2019
Fundargerðir nefnda
9.1901765 - Fundargerð 466. fundar stjórnar SSH frá 14.01.2019
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.1812346 - Boðaþing 11-13, dómsmál.
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, v. Boðaþings hjúkrunarheimili - Í ljósi dóms Landsréttar frá 21. desember 2018 um að fella beri úr gildi lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði við því að Framkvæmdasýsla ríkisins léti hönnunarsamkeppni fara fram um hönnun hjúkrunaríbúðanna við Boðaþing í Kópavogi þá óskum við eftir því að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu komi á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir framvindu málsins. Bæjarráð samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 24. janúar sl. og hefur óskað eftir því að fulltrúar heilbrigðisráðuneytis mæti á næsta fund ráðsins.
Gestir
- Sveinn Bragason sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu hjá heilbrigðisráðuneyti - mæting: 08:15
Fundargerðir nefnda
11.1901034F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 260. fundur frá 25.01.2019
Ýmis erindi
12.1711723 - Viðræður við Kölku (Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf) um mögulega sameiningu
Frá Sorpu, dags. 18. janúar, lagt fram erindi um sameiningu Kölku og Sorpu sem samþykkt var að vísa til til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á stjórnarfundi Sorpu þann 18. janúar sl.
Ýmis erindi
13.1901675 - Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 22. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
14.18081400 - Úttekt á stöðu mála í félagslegri heimaþjónustu
Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, lögð fram skýrsla um úttekt á félagslegri heimaþjónustu í Kópavogi ásamt tillögum að breytingum og úrbótum.
Gestir
- Anna Klara Georgsdóttir, deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar velferðarsviðs - mæting: 09:00
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.1711324 - Menntasvið-vinnuteymi leikskólastjórnenda um starfsumhverfi leikskóla
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 22. janúar, lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun til umbóta í starfsumhverfi leikskóla Kópavogs til framtíðar, með velferð og vellíðan barna að leiðarljósi. Jafnframt er óskað sérstakrar samþykktar bæjarráðs á fyrirkomulagi skipulagsdaga og stækkun á rými barna í leikskólum Kópavogs. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 24. janúar sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.
Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 28. janúar, lagt fram erindi um framkvæmdir á leikskólalóðum árið 2019. Lagt er til að 40 m.kr. skv. fjárhagsáætlun verði ráðstafað með þeim hætti að lokið verði við framkvæmdir á lóð Arnarsmára og farið verði í endurbætur á lóð Álfatúns, auk þess sem undirbúningi að endurbótum á lóð Núps verði lokið.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1901424 - Afrit gagna frá úrbótahópnum vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar. Frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisn.
Frá sviðsstjórum stjórnsýslu-, umhverfis, velferðar- og menntasviðs, lögð fram skýrsla um starf úrbótahópa vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar, sbr. beiðni frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar á fundi bæjarráðs þann 17. janúar sl. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 24. janúar sl.
Fundi slitið - kl. 10:30.