Bæjarráð

2938. fundur 13. desember 2018 kl. 08:15 - 11:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1812447 - Mengun vegna flugelda um áramót

Frá Hrund Arnardóttur og Þresti Þorsteinssyni, dags. 7. desember, lagt fram erindi um mengun vegna flugelda um áramót ásamt minnisblaði frá heilbrigðiseftirliti um loftgæði um áramót frá 2. janúar.
Lagt fram.
Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi kl. 10:54.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá Theódóru Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúa BF Viðreisnar, ósk um að verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ komi inn á næsta fund bæjarráðs og fari yfir stöðuna á stefnumótun bæjarstjórnar.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

3.1812505 - Samgöngustefna í mótun hjá Kópavogsbæ. BF Viðreisn óskar eftir umræðum í bæjarráði um málefnið

Frá Theódóru Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúa BF Viðreisnar, ósk um umræður um samgöngustefnu sem er í mótun hjá Kópavogsbæ.

Erindi frá bæjarfulltrúum

4.1812507 - BF Viðreisn óskar eftir upplýsingum um vinnu forsætisnefndar varðandi tillögu um lækkun á launum kjörinna fulltrúa við upphaf nýs kjörtímabils

Frá Theódóru Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúa BF Viðreisnar, ósk um upplýsingar um stöðu á vinnu forsætisnefndar varðandi tillögu bæjarstjóra frá 26. júní um að lækka laun kjörinna fulltrúa um 15% við upphaf nýs kjörtímabils.
Bæjarráð vísar erindinu til forsætisnefndar til úrvinnslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

5.1812506 - BF Viðreisn óskar eftir að skoðaðir verðið kostir þess að setja upp eftirlitsmyndavélar á Kársnesi í samráði við íbúa

Frá Theódóru Þorsteinsdóttur bæjafulltrúa BF Viðreisnar, tillaga um að skoðaðir verði kostir þess að setja upp eftirlitsmyndavélar á Kársnesið í samráði við íbúa.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

6.1811015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 106. fundur frá 04.12.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.
  • 6.5 1511114 Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
    Lögð fram breytingartillaga á samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 106 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða breytingartillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
  • 6.7 1811676 Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla
    Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 106 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður.
    Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi.
    Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

7.1812446 - Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.11.2018

Fundargerð í 66. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1812445 - Fundargerð 177. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 07.12.2018

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1812202 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1812290 - Fundargerð 371. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.11.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1811020F - Lista- og menningarráð - 96. fundur frá 06.12.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1812004F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 65. fundur frá 06.12.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1812006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 257. fundur frá 07.12.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1811022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 256. fundur frá 23.11.2018

Fundargerð í 19. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.1812150 - Uppfært umboð til kjarasamningsgerðar.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember, lagt fram erindi um endurnýjun á kjarasamningsumboði sveitarfélagsins vegna komandi kjarasamningsviðræðna á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð sveitarfélagsins vegna gerðar kjarasamninga á árinu 2019.

Ýmis erindi

16.1812443 - Tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 7. desember, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess fyrir árin 2019-2022.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.18081133 - Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Frá SSH, dags. 6. nóvember, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem er send aðildarsveitarfélögunum til umfjöllunar og efnislegrar afgreiðslu. Bæjarráðs óskaði eftir því að ráðgjafi SSH myndi mæta á næsta fund bæjarráðs.
Lagt fram.

Gestir

  • Reynir Kristinsson frá NOR ehf. - mæting: 08:15
  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
  • Atli Sturluson, deildarstjóri rekstrardeildar - mæting: 08:15

Ýmis erindi

18.1812444 - Brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Ósk um að fá að kynna áætlunina fyrir bæjarstjórn

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 5. desember, lagt fram erindi um samþykkt nýrrar brunavarnaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem óskað er eftir tækifæri til að kynna áætlunina fyrir bæjarstjórn.
Bæjarráð óskar eftir að slökkviliðsstjóri kynni áætlunina í janúar nk.

Ýmis erindi

19.1812470 - Átakshópur um aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Óskað eftir upplýsingum

Frá átakshópi um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, dags. 6. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðar- og umhverfissviðs til afgreiðslu. Bæjarráð óskar eftir að svörin verði lögð fram í bæjarráði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1803891 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 10. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Bindindissamtakanna IOGT um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.195.929,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1803889 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 10. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.195.929,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1802700 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts, f. árið 2017

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 10. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar R.M.Heklu um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 510.330,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.1802699 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts, f. árið 2017

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 10. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Bindindissamtakanna IOGT um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 510.330,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

24.1712849 - Lundarbrekka 10, íbúð 0101. Fastanúmer 206-4072

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu íbúðar í Lundarbrekku 10, íbúð 101. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 12. júlí sl. þar til búið væri að kaupa nýja fasteign í stað þeirrar sem skyldi seld. Keypt hefur verið íbúð að Fífulind 1. Einnig lagt fram minnisblað Verksýnar ehf. vegna ástandsskoðunar eignarinnar frá 5. október.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

25.1712458 - Hamraborg 36 íbúð 0303 Fastanúmer 206-1400

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu íbúðar í Hamraborg 36, íbúð 303. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 12. júlí sl. þar til búið væri að kaupa nýja fasteign í stað þeirrar sem skyldi seld. Keypt hefur verið íbúð að Kjarrhólma 6. Einnig lagt fram minnisblað Verksýnar ehf. vegna ástandsskoðunar eignarinnar frá 5. október.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

26.1712347 - Engihjalli 3 íbúð 0104 Fastanúmer 205-9861

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu íbúðar í Engihjalla 3, íbúð 104. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 12. júlí sl. þar til búið væri að kaupa nýja fasteign í stað þeirrar sem skyldi seld. Keypt hefur verið íbúð að Boðaþingi 12. Einnig lagt fram minnisblað Verksýnar ehf. vegna ástandsskoðunar eignarinnar frá 5. október.
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fasteigna vegna áætlaðs kostnaðar við lagfæringu íbúðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

27.1811824 - Fyrirspurn frá Pétri H. Sigurðssyni (Samf.) varðandi rekstur leikskóla á árinu 2018

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 3. desember, lagt fram svar við fyrirspurnum um leikskólamál sem bárust á fundi bæjarráðs þann 29. nóvember sl.
Lagt fram.

Pétur Hrafn Sigurðsson þakkar framlagt svar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

28.1812169 - Salavegur 2, Glersalurinn. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 11. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Viðburða ehf., kt. 511212-0570, um tímabundið áfengisleyfi vegna jólahlaðborðs Samkaupa sem verður haldið þann 14. desember frá kl. 19:00-01:00, í Glersalnum, að Salavegi 2, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

29.1811454 - Lyngheiði 10, Holidayhome.is. Unnur Guðrún Óttarsdóttir. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstarleyfis gististaðar

Frá lögfræðideild, dags. 5. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Unnar Guðrúnar Óttarsdóttur, kt. 270862-2179, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Lyngheiði 10, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

30.1804671 - 74. umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi. Beiðni um styrk

Frá bæjarritara, dags. 11. desember, lögð fram umsögn um beiðni Rótarýklúbbins Borgir um styrk í formi afnota og móttöku í Gerðarsafni í tilefni af umdæmisþingi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi þann 11. október 2019. Lagt er til að veittur verði styrkur að fjárhæð kr. 200.000.-.
Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum samhljóða atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

31.1812508 - Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland um hjúkrunarrými. Lagt fram í bæjarráði

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland alþingismanns um hjúkrunarheimili.
Bæjarráð óskar upplýsinga frá heilbrigðisráðherra um hvers vegna fyrirhuguð uppbygging hjúkrunarrýma við Boðaþing eru ekki nefnd í upptalningu ráðherra í svari við fyrirspurn á Alþingi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

32.1812499 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Efstihóll ehf. óskar eftir að losna undan samningi

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 10. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra. Einnig lagt fram erindi Efstahóls ehf. vegna málsins dags. 8. nóvember ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 10. desember.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum erindi svisstjóra velferðarsviðs um að hefja samningaviðræður við Efstahól ehf. um tímabundinn samning þar til útboð hefur farið fram.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:15
  • Atli Sturluson, deildarstjóri rekstrardeildar - mæting: 09:15
  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 09:15

Fundi slitið - kl. 11:00.