Bæjarráð

2933. fundur 08. nóvember 2018 kl. 08:15 - 09:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.18082560 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Guðrúnar Saengduan Udomyart um launað námsleyfi og lagt til að umsókninni verði synjað þar sem umsókn hennar er of seint fram komin. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð synjar umsókn Guðrúnar Saengduan Udomyart um launað námsleyfi með fimm atkvæðum þar sem umsókn hennar er of seint fram komin.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1810897 - Notkun einnota plastpoka hjá stofnunum Kópavogsbæjar

Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa, um notkun einnota plastpoka hjá stofnunum Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 11. nóvember sl.
Bæjarráð tekur undir takmörkun á notkun einnota plastpoka og samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til endurskoðunar umhverfisstefnu Kópavogsbæjar.

Fundargerðir nefnda

3.1810007F - Öldungaráð - 5. fundur frá 02.11.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

4.1811075 - Fundargerð 293. fundar stjórnar Strætó bs. 25.12.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram

Fundargerð

5.1810024F - Skipulagsráð - 38. fundur frá 05.11.2018

Lagt fram.
  • 5.1 1806687 Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 1. febrúar 2018 fh. lóðarhafa Fögrubrekku 17 þar sem óskað er eftir að stækka efri hæð hússins um 26,7 m2 til vesturs út að lóðarmörkum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2018. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Fögrubrekku 19 og einnig liggur fyrir yfirlýsing lóðarhafa um að ekki standi til að breyta bílgeymslu í íbúð. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var eldra erindi hafnað þar sem óskað var eftir breyttri nýtingu á bílgeymslu og stækkun á húsinu til vesturs, alls 26,7 m2. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 lagði hönnuður inn nýjar teikningar, breytingar dags. í ágúst 2018, með uppfærðum texta þar sem óskað er eftir að stækka efri hæð hússins um 26,7 m2 til vesturs út að lóðarmörkum. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 15, 16, 18, 19, 20 og Álfhólsvegar 139, 141 og 143. Athugasemdafresti lauk 23. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.2 1808010 Víkingssvæðið. Breytt deiliskipulag. Flóðlýsing og gervigras.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga THG arkitekta f.h. Reykjavíkurborgar að breyttu deiliskipulagi íþróttasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogsdal. Svæðið afmarkast af Traðarlandi að norðan, Stjörnugróf að austan og nær að hluta til inn fyrir bæjarmörk Kópavogs að sunnan, sem byggist á samkomulagi milli Reykjavíkur og Kópavogs. Í tillögunni fellst uppsetning á flóðlýsingarmöstrum og að lagt verði gervigras á aðalkeppnisvöll íþróttasvæðisins og hann upphitaður. Uppdráttur ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 14. ágúst 2018 ásamt fylgigögnum frá Teiknun ehf. vegna flóðlýsingar dags. 13. júlí 2018. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt að framlögð tillaga yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest í bæjarráði 23. ágúst 2018. Athugasemdafresti lauk 23. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.3 18081575 Þorrasalir 25. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Eyjólfs Valgarðssonar byggingartæknifræðings, dags. 18. ágúst 2018, fh. lóðarhafa Þorrasala 25 þar sem óskað er eftir að gera breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni fellst að vegghæð noðurhliðar hækkar um 56 cm. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. september 2018. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 23 og 27 og Þrúðsala 8 og 10. Athugasemdafresti lauk 26. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.4 1809035 Holtagerði 84. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rúnars Inga Guðjónssonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Holtagerði 84 þar sem óskað er eftir að hækka þak um 65 cm. á tvöfaldri bílgeymslu sem stendur á lóðunum Kársnesbraut 139 og Holtagerði 84. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. ágúst 2018. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa íbúðar 01 0101 að Holtagerði 84. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 82 og Kársnesbrautar 137 og 139. Athugasemdafresti lauk 29. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.5 1809034 Kársnesbraut 139. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rúnars Inga Guðjónssonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 139 þar sem óskað er eftir að hækka þak um 65 cm. á tvöfaldri bílgeymslu sem stendur á lóðunum Kársnesbraut 139 og Holtagerði 84. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. ágúst 2018. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa íbúðar 01 0101 að Kársnesbraut 139. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 82 og 84 og Kársnesbrautar 137. Athugasemdafresti lauk 29. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.6 1809715 Víkurhvarf 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga KRark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Víkurhvarf 7. Í tillögunni felst að breyta niðurgrafinni bílgeymslu fyrir 34 bíla, um 900 m2 að flatarmáli, í geymsluhúsnæði. Í tillögunni er ráðgert að fjölga bílastæðum á lóð (ofanjarðar) um 6 stæði. Heildarfjöldi bílastæða á lóð verður 60 stæði þ.e. 1 stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymsluhúsnæði. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 27. september 2018. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var samþykkt að framlögð tillaga yrði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Víkurhvarfs 5, 8, 14, og 16 og Tónahvarfs 3. Athugasemdafresti lauk 2. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.7 1810762 Brekkuhvarf 1a og 1b
    Lögð fram ný og breytt tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b dags. 1. október 2018. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. október 2018.
    Í þessari nýju tillögu felst sú breyting að fyrirhuguð hús á lóðunum hafa verið lækkuð um eina hæð miðað við þá tillögu sem kynnt var í skipulagsráði 1. október 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingardeild er falið að senda málsaðilum gögn málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.8 1803619 Auðbrekka 25-27. Gistiheimili.
    Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa Auðbrekku 25-27 um breytingar notkun hússins. Í breytingunni felst að veitingasal á efstu hæð hússins verði breytt í gistiheimili. Uppdrættir og greinargerð dags. 12. október 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.9 1802765 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Athugasemdafresti lauk 23. júlí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráð 17. september 2018 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram breytt tillaga dags. 25. október 2018 ásamt yfirlýsingu frá athugasemdaaðila. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Júlíus Hafstein situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 5.10 1802766 Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 og 71 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Í tillögunni felst heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóðunum og reisa tvö 4 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta. Á báðum lóðum yrði hámarks grunnflötur húss 220 m2 á lóðum sem eru 660 m2. Samanlagður gólfflötur hvors húss er 462 m2, nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,60 og heildarnýtingarhlutfall á hvorri lóð er 0,70. Gert er ráð fyrir 6 bílastæðum við hvort hús, 1,3 stæði á íbúð. Hámarkshæð húsa er 6,2 miðað við aðkomuhæð. á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 4. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2018 og ný og breytt tillaga dags. 5. nóvember 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

6.1810872 - Fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.10.2018

Fundargerð í 41. lið.
Lagt fram.

Bókun:
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum vegna mengunartilvika sem upp eru að koma í Kópavogslæk. Bæjarráð óskar eftir að Heilbrigðiseftirlitið taki málið til nánari skoðunar.

Fundargerðir nefnda

7.1810027F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 254. fundur frá 25.10.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

8.1811065 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2019

Frá Stígamótum, dags. 31. október, lögð fram beiðni um styrk til starfsemi félagsins fyrir árið 2019.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1810930 - Kríunes. Óskað eftir að lögð verði ný kaldavatnslögn að Kríunesi

Frá lóðarhafa Kríusness við Vatnsenda, dags. 31. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að lagðar verði nýjar lagnir að Kríunesi til að anna þörf hótelsins sem er á lóðinni.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

10.1810841 - Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál. Umsagnarbeiðni

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 29. október, lögð fram tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20 mál. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.1810808 - Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212 mál. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1810822 - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsu lögum vegna afnáms uppreist æru, 222. mál. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.1810839 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 25. október, lögð fram til samþykktar gjaldskrá slökkviliðsins sem var samþykkt af stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á fundi þann 19. október sl. og vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

14.1810184 - Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ varðandi samstarf um uppbyggingu almennra íbúða

Frá Bjargi íbúðafélagi, dags. 2. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í sveitarfélaginu. Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins mætti á síðasta fund ráðsins þann 1. nóvember sl. og kynnti erindið.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1809102 - Umsókn um launað námsleyfi veturinn 2019-2020

Frá starfsmannadeild, dags. 18. október, lögð fram beiðni Hrannar Valentínusardóttur um launað námsleyfi og lagt til að umsókn um launað námsleyfi á árinu 2019 verði synjað þar sem umsókn hennar er of seint fram komin og þeim hluta umsóknarinnar er snýr að árinu 2020 verði vísað frá. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð synjar umsókn Hrannar Valentínusardóttur um launað námsleyfi á árinu 2019 þar sem umsókn hennar er of seint fram komin og vísar frá þeim hluta umsóknarinnar er snýr að árinu 2020 með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1806668 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Sonju Margrétar Halldórsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í þrjá mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Sonju Margréti Halldórsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.18051045 - Efstaland við Smiðjuveg. Óskað eftir að gerður verði lóðarleigusamningur vegna Efstalands

Frá bæjarlögmanni, dags. 26. október, lögð fram umsögn um erindi lóðarhafa Efstalands við Smiðjuveg frá 17. október sl. þar sem óskað er eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur um lóðina.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.18082558 - Umsókn um launað námsleyfi frá 01.01.-01.04.2019

Frá starfsmannadeild, dags. 23. október, lögð fram beiðni Huldu Kristínar Sigmundsdóttir um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í þrjá mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Huldu Kristínu Sigmundsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.18082556 - Umsókn um launað námsleyfi á vorönn 2019

Frá starfsmannadeild, dags. 23. október, lögð fram beiðni Maríu Kristjánsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að umsókninni verði synjað þar sem ekki er um að ræða nám sem fellur undir 9. gr. reglna Kópavogsbæjar um launuð námsleyfi. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð synjar umsókn Maríu Kristjánsdóttur um launað námsleyfi með fimm atkvæðum þar sem ekki er um að ræða nám sem fellur undir 9. gr. reglna Kópavogsbæjar um launuð námsleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.18082395 - Umsókn um launað námsleyfi 2019 - 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Heiðbjartar Gunnólfsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í fjóra mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Heiðbjörtu Gunnólfsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.18082460 - Sótt um launað námsleyfi veturinn 2019 - 2019

Frá starfsmannadeild, dags. 23. október, lögð fram beiðni Ingibjargar Ásdísar Sveinsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í fjóra mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Ingibjörgu Ásdísi Sveinsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.18082458 - Sótt um launað námsleyfi veturinn 2019 - 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Guðbjargar Sóleyjar Þorgeirsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í þrjá mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Guðbjörgu Sóleyju Þorgeirsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.18082441 - Sótt um launað námsleyfi fyrir árið 2019

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Önnu Rósar Sigurjónsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í níu mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Önnu Rósu Sigurjónsdóttur launað námsleyfi í 9 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

24.18051107 - Umsókn um námsleyfi 2019 - 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Margrétar Hlínar Sigurðardóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í fjóra mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Margréti Hlín Sigurðardóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

25.1806562 - Sótt um launað námsleyfi skólaárið 2018-2019

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Líneyjar Óladóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í þrjá mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma og að unnt verði að haga launaða námsleyfinu á þann hátt að ekki þurfi afleysingu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Líneyju Óladóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma og að unnt verði að haga námsleyfinu þannig að ekki þurfi afleysingu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

26.1807012 - Sótt um launað námsleyfi fyrir tímabilið 1. sept. 2019 - 1. júní 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 17. október, lögð fram beiðni Bjarkar Berglindar Angantýsdóttur um launað námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í fjóra mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Björk Berglindi Angantýsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2019 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

27.1310510 - Gámar í Kópavogi

Frá umhverfis- og samgöngunefnd, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25. október sl.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu umhverfis- og samgöngunefndar að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir fyrir stöðuleyfi gáma í Kópavogi með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

28.1810458 - Dalvegur 16a, Hamborgarabúlla Tómasar. Norðfjörð ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 2. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Norðfjörð ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 16a, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

29.1811096 - Austurkór 131. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 6. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 131, Platúns ehf., um heimild til að framselja lóðina til Valgerðar Hildu Dagmars og Hróðmars Inga Sigurðssonar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðið framsal.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

30.1612126 - Álfhólsvegur 22. Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu. Dómsmál

Frá bæjarlögmanni, dags. 5. nóvember, lagður fram dómur Landsréttar í máli nr. 284/2018, Mótandi ehf. gegn Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

31.1811107 - Digranesheiði 8, innlausn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til innlausnar á fasteigninni Digranesheiði 8.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild.

Fundi slitið - kl. 09:55.