Bæjarráð

2931. fundur 25. október 2018 kl. 08:15 - 09:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Fundargerðir nefnda

1.1810674 - Fundargerð 292. fundar stjórnar Strætó bs. 12.10.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

2.1810020F - Velferðarráð - 35. fundur frá 22.10.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.1809022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 103. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.
  • 3.3 1810293 Aðgangsstýrð reiðhjólastæði í Kópavogi
    Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni á aðgangsstýrðum reiðhjólastæðum í Kópavogi. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 103 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að sett verði upp 10 yfirbyggð og aðgangsstýrð reiðhjólastæði sem tilraunaverkefni við Hálsatorg í Hamraborg ásamt viðgerðarstandi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar fjárhagsáætlunar.
    Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til vinnu við Samgöngustefnu Kópavogsbæjar sambærilegri uppbyggingu á Kársnesi, Smáranum og öðrum svæðum.
    Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi lýsir yfir ánægju með verkefnið og styður heildstæða uppbyggingu vistvænna samgangna.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.
  • 3.7 1310510 Gámar í Kópavogi
    Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 103 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að tilraunaverkefni. Gefin skal 7 daga frestur til að sækja um stöðuleyfi þegar útgáfa stöðuleyfa hefst 1. janúar 2019. Ef ekki er sótt um stöðuleyfi innan 7 daga skal gefin út viðvörun að eftir 10 daga verði gámur fjarlægður á kostnað eigenda. Ofangreindir frestir koma í stað viðeigandi frests í ákvæði 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundargerðir nefnda

4.1810012F - Menntaráð - 32. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1810018F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 63. fundur frá 17.10.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1810013F - Íþróttaráð - 86. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1810015F - Barnaverndarnefnd - 86. fundur frá 18.10.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1810655 - Fundargerð 370. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 09.10.18

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1810654 - Fundargerð 369. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. 09.18

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1810677 - Fundargerð 84. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.08.2018

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1810676 - Fundargerð 85. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.10.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara og verkefnastjóra stefnumótunar, dags. 23. október, lagt fram erindi um þátttöku í frumkvöðlaverkefni OECD við staðfæringu Heimsmarkmiða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að taka þátt í verkefni OECD við staðfæringu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Fundargerðir nefnda

13.1810672 - Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs. frá 1.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1810673 - Fundargerð 14. eigendafundar Sorpu bs. frá 1.10.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.1810699 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2018

Frá EBÍ, dags. 18. október, lögð fram tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til aðildarsveitarfélaga fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

16.1810698 - Óskað eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2019

Frá stjórn Snorrasjóðs, dags. 18. október, lögð fram beiðni um stuðning við Snorraverkefnið á árinu 2019.
Bæjarráð vísasr erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

17.1810659 - Erindi varðandi afnot af húsnæði, Fannborg 5.

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. 17. október, lagt fram erindi um áframhaldandi afnot félagsins af húsnæði bæjarins í Fannborg 5.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1809445 - Vetrarþjónusta á göngu- og hjólastígum, útboð.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 18. október, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Vetrarþjónusta á göngu- og hjólaleiðum í Kópavogi 2018-2019". Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðendur á hverju svæði fyrir sig í samræmi við framlögð gögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga um verkið "Vetrarþjónusta á göngu- og hjólaleiðum í Kópavogi 2018-2019" við Ó.K. gröfur um svæði A, Stapa verktaka um svæði 1 og Hreinsitækni um svæði 3 og 4.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.1712803 - Kórinn, gervigras. Kærð niðurstaða útboðs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. október, lagt fram erindi vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála þar sem kærð var niðurstaða útboðs vegna lagningar gervigrass í Kórnum. Einnig lagt fram minniblað frá lögmannsstofunni Landslögum vegna málsins dags. 9. október.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1810291 - Skíðasvæði Bláfjöllum, Kópavogsbæ - mat á umhverfisáhrifum. Beiðni um umsögn

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. október, lögð fram umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda á skíðasvæði í Bláfjöllum.
Bæjarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra umvherfissviðs. Samþykkt með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1712911 - Þrymsalir, bann við bifreiðastöðum í endum götunnar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. október, lagt fram erindi varðandi afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. desember 2017 um umferðarstöður í Þrymsölum þar sem lagt er til að bæjarráð hafni banni við bifreiðastöðum í báðum endum götunnar.
Bæjarráð hafnar tillögu um banni við bifreiðastöðum í Þrymsölum með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1810732 - Kópavogstún 9, Beiðni um undanþágu frá kvöð um aldur vegna sölu íbúðar

Frá lögfræðideild, dags. 23. október, lagt fram erindi vegna beiðni kaupenda að íbúð við Kópavogstún 9 um undanþágu frá kvöð um 60 ára og eldri vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 09:30.