Bæjarráð

2926. fundur 13. september 2018 kl. 08:15 - 08:32 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1711369 - Hlíðasmári 1, bílastæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. september, lagt fram erindi um bílastæðamál við Hlíðarsmára, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki bann við bifreiðastöðum í Hlíðasmára í samræmi við framlögð gögn og ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. desember 2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar frá 19. desember 2017 um að banna bifreiðastöður við Hlíðasmára í samræmi við framlögð gögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1809219 - Mengun í Dalssmára um áramót

Frá sérfræðingi lýðheilsumála, dags. 10. september, lagt fram erindi um niðurstöður mengunarmælinga í Dalssmára um áramót þar sem lagt er til að finna áramótabrennunni og flugeldasýningunni nýjan stað.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

3.1809086 - Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2018

Frá Sorpu, dags. 31. ágúst, lagður fram árshlutareikningur Sorpu fyrir tímabilið janúar til júní 2018.
Frestað til næsta fundar.

Ýmis erindi

4.1809085 - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 31. ágúst, lögð fram ársskýrsla kirkjugarðanna 2017.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

5.1808019F - Lista- og menningarráð - 92. fundur frá 06.09.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1808021F - Menntaráð - 29. fundur frá 04.09.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1809107 - Fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.08.18

Fundargerð í 33. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:32.