Bæjarráð

2925. fundur 06. september 2018 kl. 08:15 - 10:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Fundargerðir nefnda

1.18082015 - Fundargerð 237. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.08.2018

Fundargerð í 84. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

2.1808017F - Velferðarráð - 31. fundur frá 27.08.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.18081453 - Fundargerð 289. fundar stjórnar Strætó bs. frá 17.08.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.18081156 - Fundargerð 458. stjórnar SSH frá 04.06.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.18081345 - Fundargerð 393. fundar stjórnar Sorpu 17.08.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.18081176 - Fundargerð 174. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17.08.18

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1808014F - Skipulagsráð - 33. fundur frá 03.09.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1808010F - Menntaráð - 28. fundur frá 21.08.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1807004F - Lista- og menningarráð - 91. fundur frá 23.08.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá lögfræðideild, lögð fram til samþykktar drög að samkomulagi við AFA JCDecaux Ísland ehf. um götugögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að samkomulagi við AFA JCDecaux ehf. um götugögn.

Ýmis erindi

11.18082554 - Tilkynning um fasteignamat 2019

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 27. ágúst, lögð fram tilkynningu um nýtt fasteignamat árið 2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Frá Velferðarráðuneyti, dags. 30. ágúst, lagt fram svar við erindi Kópavogsbæjar frá 25. apríl sl. þar sem óskað var eftir viðræðum um að bærinn taki yfir framkvæmdina um byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing.
Bæjarráð Kópavogs lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu heilbrigðisráðuneytisins og skorar á ráðherra að veita Kópavogsbæ heimild til að taka yfir framkvæmdir við stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing. Um er að ræða 64 rými en samkvæmt svari ráðuneytisins má búast við því að framkvæmdir geti tafist til ársins 2020 sem væri fjórum árum á eftir áætlun.

Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir.

Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1804210 - Íþróttamiðstöðin Versölum, veitingasala.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 3. september, lagt fram erindi um samningagerð við rekstraraðila vegna veitingasölu í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar í Versölum. Lagt er til að samið verði við Djús ehf. (Lemon).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að samið verði við Djús ehf. (Lemon) um veitingarekstur í Versölum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 31. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurn um skýringu á umframkostnaði vegna lokauppgjörs á íþróttahúsi við Vatnsenda í bæjarráði þann 23. ágúst sl.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1805997 - Fagrilundur, nýtt gervigras.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 31. ágúst, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Fagrulundur - nýtt gervigrasyfirborð". Lagt er til að leitað verði samninga við Metatron ehf. skv. tilboði nr. 2 um gervigras á æfingavöll Fagralundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Metatron ehf. um gervigras á æfingavöll Fagralundi skv. tilboði nr. 2.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.18061022 - Sorphirða í Kópavogi, útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. september, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Sorphirða Kópavogsbæ 2018-2021". Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Íslenska gámafélagið hf. um sorphirðu í Kópavogi 2018-2021.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.18081736 - Nýbýlavegur 14, íbúð 301, fnr. 206-4406, Thorbergsson apartments. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi f. gististað í fl. II

Frá lögfræðideild, dags. 24. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. október 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fjárfestingafélagsins Sigrúnar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1809033 - Hlíðarsmári 2. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 4. september, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 29. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Braga Ægissonar, f.h. Balcap ehf., kt. 580517-1610, um starfsleyfi fyrir ökutækjaleigu að Hlíðasmára 2, 201 Kópavogi, skv. 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015, sbr. 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 840/2015. Sveitarstjórn sem umsagnaraðili skal staðfesta að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfi sé í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Fundi slitið - kl. 10:15.