Dagskrá
Ýmis erindi
1.1805286 - Aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK
Frá HK, dags. 17. ágúst, lagt fram erindi um úthlutun á viðbótartímum í knatthúsi Kórsins vegna aðstöðuleysis knattspyrnudeildar sökum frestunar framkvæmda við lýsingu og upphitun gervigrasvallarins.
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.18081193 - Tillaga um að bæjarráð óski eftir að umhverfissvið hraði vinnu við úttekt á viðhaldi mannvirkja í eigu Kópavogs
Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa: "Bæjarráð óskar eftir því við umhverfissvið Kópavogsbæjar að sviðið hraði vinnu við úttekt á viðhaldsþörf mannvirkja í eigu Kópavogsbæjar. Sérstaklega er óskað eftir því að úttektum á leikskólum bæjarins verði flýtt og þær settar í forgang. Óskað er eftir að skýrslu verði skilað og hún lögð fyrir bæjarráð ekki síðar en á bæjarráðsfundi 20. september."
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.18081195 - Tillaga um að ræða við byggingarfélög námsmanna um lóðir fyrir námsmannaíbúðir í Kópavogi
Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa: "Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við byggingafélög námsmanna með það í huga að úthluta þeim lóð til að byggja námsmannaíbúðir í Kópavogi."
Fundargerðir nefnda
4.18081225 - Viðræður vegna kostnaðarþátttöku einstaklinga sem nýta sér úrræði Reykjavíkurborgar
Frá SSH, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi um viðræður vegna kostnaðarþátttöku einstaklinga sem nýta sér velferðarúrræði Reykjavíkurborgar sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Fundargerðir nefnda
5.18081132 - Samstarf um málefni utangarðsfólks
Frá SSH, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi um samstarf vegna utangarðsfólks sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Fundargerðir nefnda
6.18081133 - Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk
Frá SSH, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Fundargerðir nefnda
7.18081155 - Fundargerð 459. stjórnar SSH frá 13.08.2018
Fundargerðir nefnda
8.1808001F - Skipulagsráð - 32. fundur frá 20.08.2018
Fundargerð í 24. liðum.
8.6
1808021
Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar við Álalind 18-20 sbr. ofangreinda fyrirspurn og að hún verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.7
1808010
Víkingssvæðið. Skipulagsbreyting. Flóðlýsing og gervigras.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.9
1808177
Naustavör 11. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarrásðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.10
1808024
Hlíðarhjalli 15. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.11
1704266
Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.14
1805352
Mánabraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.17
1712884
Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 15. ágúst 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.18
1711632
Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð frestar málinu.
8.19
1808689
Dalaþing 28. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.20
1808087
Hlíðasmári 11. Hjólageymsla. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
8.22
18081159
Vallakór 12-16. Kórinn. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 32
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
9.1808008F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 61. fundur frá 15.08.2018
Fundargerðir nefnda
10.1808009F - Íþróttaráð - 84. fundur frá 16.08.2018
Fundargerðir nefnda
11.1808005F - Íþróttaráð - 83. fundur frá 09.08.2018
Fundargerðir nefnda
12.1808007F - Barnaverndarnefnd - 83. fundur frá 16.08.2018
Kosningar
13.1808528 - Tilnefningar í fulltrúaráð SSH
Tilnefning fimm fulltrúa Kópavogsbæjar í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Ýmis erindi
14.1808893 - Stúdentaleikhúsið leitar eftir húsnæði til leigu í Kópavogi fyrir leikárið 2018-2019
Frá stjórn Stúdentaleikhússins, dags. 19. ágúst, lagt fram erindi varðandi laust húsnæði undir starfsemina fyrir komandi leikár.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018
Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna apríl og maí.
Gestir
- Ingólfur Arnarsson - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 8. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurn um greiningu á lokauppgjöri á íþróttahúsi við Vatnsenda í bæjarráði þann 12. júlí sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1802655 - Eskihvammur, endurnýjun götu.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 20. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurn um stöðu framvindu framkvæmda í Eskihvammi í bæjarráði þann 12. júlí sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
18.1807115 - Fyrirspurn um kostnað vegna söfnunar á plasti frá heimilum. Frá Einari Erni Þorvarðarsyni
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurnum um kostnað vegna söfnunar á plasti frá heimilum í bæjarráði þann 12. júlí sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1807071 - Smiðjuvegur 14, Sportakademían ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 10. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 5. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sportakademíunnar ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Smiðjuvegi 14, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.1807082 - Vatnsendi, Kríunes ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 15. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kríuness ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Kríunesi við Vatnsenda, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.1807178 - Nýbýlavegur 8, Microbar and Brew. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 15. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Microbar and Brew um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
22.17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lagt fram erindi um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Vesturvör 40-50 í B-deild Stjórnartíðinda.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfr. - mæting: 09:19
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
23.1807203 - Boðaþing 14-16. Heimild til framsals
Frá lögfræðideild, dags. 17. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Boðaþings 14-16, Húsvirkis ehf., um heimild til að framselja lóðina til Heimavalla ehf. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 9. júlí sl.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
24.18081191 - Álmakór 1,3 og 5. Heimild til framsals
Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álmakórs 1, 3 og 5, Tjarnarbrekku ehf., um heimild til að framselja lóðirnar til Dvergabergs ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
25.18081194 - Austurkór 127B. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 127B um heimild til að veðsetja lóðina.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
26.18081209 - Hafnarbraut 12/ Kársnesbraut 104. Samkomulag um greiðslufyrirkomulag vegna framkvæmda á lóðunum
Frá lögfræðideild, lögð fram til samþykktar drög að samkomulagi um greiðslufyrirkomulag vegna framkvæmda á lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 104.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
27.1804687 - Ársalir 1. Ósk um kaup á íbúð
Frá fjármálastjóra, dags. 20. ágúst, lagt fram erindi f.h. Húsnæðisnefndar Kópavogs um heimild til að selja félagslegt húsnæði að Ársölum 1 til núverandi leigjanda þess.
Gestir
- Ingólfur Arnarsson - mæting: 08:49
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
28.18081246 - 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar
Frá fjármálastjóra, farið yfir 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2018.
Gestir
- Ingólfur Arnarsson - mæting: 08:28
Fundi slitið - kl. 10:15.