Bæjarráð

2923. fundur 09. ágúst 2018 kl. 08:15 - 09:58 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1801193 - Beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um Sunnuhlíðarsamtökin

Frá bæjarritara, dags. 25. júlí, lögð fram umsögn um beiðni Sunnuhlíðarsamtakanna um styrk vegna útgáfu bókarinnar Sunnarhlíðarsamtökin.
Umsögn bæjarritara, dags. 25. júlí 2018, lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Sögufélag Kópavogs til gerðar bókar um sögu Sunnuhlíðarsamtakana um kr. 1.750.000,-. Styrkurinn greiðist í tvennu lagi, á þessu og næsta ári.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1807203 - Boðaþing 14-16. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 17. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Boðaþings 14-16, Húsvirki hf., um heimild til að framselja lóðina til Heimavalla hf.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1806082 - Dalvegur 16c, Smárinn. Bara ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bara ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 16c, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 26. júlí sl.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.18061022 - Sorphirða í Kópavogi, útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. ágúst, lögð fram tillaga að breytingu á kröfum til söfnunarbifreiða í yfirstandandi útboði vegna sorphirðu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á kröfum til söfnunarbifreiða í yfirstandandi sorphirðuútboði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.18061101 - Ræstingarþjónusta í fimm grunnskólum Kópavogsbæjar - útboð

Frá innkaupastjóra, dags. 3. ágúst, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Ræstingarþjónusta í fimm grunnskólum Kópavogsbæjar". Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Sólar ehf. um ræstingarþjónustu í fimm grunnskólum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar, að leitað verði samninga við Sólar ehf. um ræstingarþjónustu í fimm grunnskólum Kópavogs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1805040 - Heilsuefling eldri borgara. Tilraunaverkefni Gerplu, HK og Breiðabliks í samstarfi við UMSK og UMFÍ

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 7. ágúst, lögð fram umsögn um tilraunaverkefni Gerplu, HK og Breiðabliks í heilsueflingu eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1804681 - Furugrund 68. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Atla Jóhanns Guðjónssonar byggingafræðings dags. 17. apríl 2018 f.h. húsfélagsins Furugrund 68 þar sem óskað er eftir að fá 51,9 m2 rými í kjallara breyttu í íbúð með sér fastanúmeri. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. apríl 2018. Þá lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Kópavogs dags. 11. júlí 2018. Skipulagsráð samþykkti erindið á fundi sínum þann 16. júlí sl. og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

8.1807006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 246. fundur frá 19.07.2018

Fundargerð í 15. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

9.1808002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 247. fundur frá 01.08.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

10.1807005F - Leikskólanefnd - 95. fundur frá 24.07.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.1808091 - Upphitað og skjólgott snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi. Tillaga frá BF Viðreisn

Frá BF Viðreisn, tillaga um að koma upp upphituðu og skjólgóðu snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.1808092 - Skipan stýrihóps um snjallbæinn Kópavog. Tillaga frá BF Viðreisn

Frá BF Viðreisn, tillaga um að skipaður verði stýrihópur um snjallbæinn Kópavog þar sem markmiðið er að fara í enn frekari snjallvæðingu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Bókun:
"Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks fyrir síðustu kosningar var áhersla lögð á snjallbæinn Kópavog með áhersluorðunum "Það er snjallt að búa í Kópavogi". Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks endurspeglar áhersluna á snjallbæinn Kópavog með fjölbreyttum verkefnum í flestum málaflokkum, s.s. að grunnskólar verði í fremstu röð í snjalltækni, nýjungar í velferðartækni verði innleiddar og nýjar tæknilausnir verði notaðar til að bæta stjórnsýslu og aðra þjónustu við Kópavogsbúa svo nokkuð sé nefnt. Ljóst er að núverandi meirihluti mun á kjörtímabilinu vinna jafnt og þétt að framvindu mála og verkefna á öllum sviðum bæjarins með snjalltækni að leiðarljósi. Það er ánægjulegt að BF Viðreisn sýni málinu áhuga og er annt um að áfram verði unnið að snjallvæðingu Kópavogs.
Margrét Friðriksdóttir
Hjördís Johnson
Birkir Jón Jónsson"

Bókun:
"Björt framtíð lagði mikla áherslu á síðasta kjörtímabili að snjallvæða Kópavog eins og kom fram í erindi bæjarfulltrúa Sverris Óskarssonar í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili og verkefnin bera með sér. Kópavogsbær er kominn vel á veg og eðlilegt framhald að stofna stýrihóp utan um verkefnið.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1808093 - Óskað eftir að kosið verði á ný í stýrihópa um lýðheilsu og samgöngustefnu. Tillaga frá BF Viðreisn

Frá BF Viðreisn, ósk um að kosið verði á ný í stýrihópa um lýðheilsu og samgöngustefnu svo unnið verði áfram hratt og vel í þeim verkefnum í þágu íbúa Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.1808094 - Óskað eftir upplýsingum um stöðu og framvindu framkvæmda við Eskihvamm (endurnýjun á leiðslum og lögnum). Beiðni frá BF Viðreisn

Frá BF Viðreisn, ósk um upplýsingar um stöðu og framvindu á framkvæmdum við Eskihvamm er varðar endurnýjun á leiðslum og lögnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1808095 - Húsnæði Kópavogsbæjar í Guðmundarlundi. Beiðni um greinargerð um fyrirhuguð afnot og lokauppgjör á kostnaði frá BF Viðreisn

Frá BF Viðreisn, ósk um greinargerð um fyrirhuguð not Kópavogsbæjar á nýju húsnæði við Guðmundarlund og upplýsingar um lokauppgjör á kostnað við húsnæðið frá upphafi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 09:58.