Bæjarráð

2922. fundur 26. júlí 2018 kl. 08:15 - 11:40 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1806504 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 19. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 945.260,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 945.260,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Skíðadeildar Víkings.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1807291 - Tillaga um að halda málstofu um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.

Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttur f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að halda opinn fund (málstofu) strax í haust um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

3.1807290 - Tillaga um að dagskrá ráða og nefnda verði aðgengileg á vef bæjarins fyrir fundi. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar

Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttir f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að útsend dagskrá ráða og nefnda verði aðgengileg á vef Kópavogsbæjar fyrir fundi. Jafnframt lögð fram greinargerð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum.
Kl. 11:30 vék Karen Halldórsdóttir af fundi.

Erindi frá bæjarfulltrúum

4.1807289 - Tillaga um mótun meginreglna um íbúasamráð. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.

Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttur f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að Kópavogsbær móti meginreglur um íbúasamráð. Jafnframt lögð fram greinargerð og handbók um efnið útgefin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarritara til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

5.1806014F - Velferðarráð - 30. fundur. fundur frá 25.06.2018

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1806008F - Skipulagsráð - 31. fundur frá 16.07.2018

Fundargerð í 27. liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 1807118 Nónhæð. Arnarsmári 36, 38 og 40. Byggingaráform.
    Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála á kolli Nónhæðar kafla 4 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Basalt arkitekta að byggingaráformum við Arnarsmára 36, 38 og 40, uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í júlí 2018.
    Fullrtúar Basalt arkitekta mæta á fundinn og gera grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
  • 6.4 1706372 Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
    Í tillögu felst að horfið er frá gerð Kópavogsganga undir Digranesháls,- stofnbrautar milli Reykjanesbrautar og Kringlumýrarbrautar, göngin, gangamunni og mislæg gatnamót við Reykjanesbraut eru felld út úr aðalskipulagi. Samhliða er tillaga um að breyta landnotkun við Dalveg 30, þar sem áður var gangamunni og opið svæði, það svæði verði verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða ofangreindri breytingu á aðalskipulagi Kópavogs var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar vegna Kópavogsganga.
    Forsendur breytinga eru að samkvæmt umferðargreiningu og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er ekki þörf á Kópavogsgöngum í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Í umhverfisskýrslum skipulagsbreytinganna er gerð grein fyrir áhrifum þess að hverfa frá gerð Kópavogsganga og breyta opnu svæði í verslun og þjónustu.

    Tillagan,- Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.

    Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 12. maí 2018 og í Lögbirtingablaðinu 15. maí 2018. Jafnframt var boðið upp á opið hús 31. maí 2018 milli kl. 17 og 18 fyrir þá sem vildu kynna sér tillöguna sérstaklega. Enginn mætti á kynninguna. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 26. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

    Tillagan lögð fram að nýju.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt með fimm atkvæðum J. Júlíusar Hafsteins, Guðmundar Gísla Geirdals, Baldurs Þórs Baldvinssonar, Helgu Hauksdóttur og Einars Þorvarðarsonar. Bergljót Kristinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
  • 6.7 17091076 Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga T.ark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 40 til 50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
    a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40-42 og stækka lóðina úr 8.400 m2 í 13.800 m2. Hluti af norðurhluta lóðarinnar fer undir Vesturvör 44-48. Byggingarmagn er óbreytt 5.000 m2 en grunnflötur minnkar úr 3.900 m2 í 3.700 m2. Nýtingarhlutfall fer úr 0.6 í 0.35. Aðkoma og lega bílastæða breytist en að öðru leiti er umfang og fyrirkomulag byggingar óbreytt.
    b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 44-48 og stækka lóðina úr 9.000 m2 í 21.100 m2. Lóðin stækkar til vesturs og liggur að grótgarði sem er í umsjá bæjaryfirvalda og lóðarhafa eftir þar til gerðum samningi. Byggingarmagn er óbreytt 4.500 m2. Fallið er frá kröfum um hámarks grunnflöt og byggingarreitur breytist og stækkar. Heimilt er að reisa byggingu sem er 1-2 hæðir í öllum hluta byggingarreits en hámarksbyggingarmagn veldur því að aðeins lítill hluti byggingarinnar verður tvær hæðir. Hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 11,5 metra og hámarks mænishæð verður 13,5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.20. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara en heimild er fyrir að koma geymslum og tæknirýmum fyrir í kjallara. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
    Hluti göngu- og hjólastígs færist til austurs að austurlóðarmörkum Vesturvarar 44-48 með kvöð um almenna göngu- og hjólaleið. Vestan byggingarreitar er gert ráð fyrir opnu athafnasvæði ásamt tveimur afmörkuðum stakstæðum byggingarreitum fyrir smáhýsi tengd starfseminni sem nær út að sjó og grjótgarði.
    c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 50 en stærð lóðar breytist ekki og verður áfram 2.900 m2. Hámarks byggingarmagn er óbreytt 1.500 m2 sem og hæð byggingarreitar sem er 9 metrar en lögun hans breytist. Aðkoma og lega bílastæða breytist en fjöldi er hin sami.

    Ofangreind tillaga var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 23. desembember 2017 til 12. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Bæjarstjórn samþykkti hið breytta deiliskipulag 27. febrúar 2018 og var tillagan send Skipulagstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Þá lagt fram erindi Skipulagstofnunar dags. 18. maí 2018 þar sem fram kemur að stofunin geri athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Þá lagt fram erindi skipulagstjóra dags. 16. júlí 2018 þar sem brugðist er við athugasemdum Skipulagstofnunar og lagðar eru til eftirfarandi breytingar á tillögunni:

    1)
    Fyrirhugður byggingarreitur á lóðinni 44-48 við Vesturvör hefur verið færður sem nemur 10 m frá sjóvarnargarði miðað við kynnta tillögu.
    2)
    Lóðarmörk Vesturvarar 44-48 til vesturs hafa verið færð inn fyrir sjóvarnargarð. Við það breytist stærð lóðirnnar úr um 21,100 m2 miðað við kynnta tillögu í 19,360 m2.
    3)
    Fallið er frá mögulegum byggingarreitum fyrir smáhýsi sem áttu samkvæmt kynntri tillögu að liggja að sjóvarnargarðinum.
    4)
    Op í kjallara fyrirhugaðra bygginga á lóðinni hafa verið hækkaðir úr 4,4 í 4,6 m h.y.s. og jafnframt að aðkomuhæð húsa án kjallara verði ekki lægri en 4,6.
    5)
    Nýtingarhlutfall og sneiðmyndir yfirfarðar sbr. ofangreint.

    Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingu dags. 16. júlí 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 16. júlí 2018. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
  • 6.8 1807024 Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.
    Með tilvísan í 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um endurskoðun aðalskipulags óskar skipulagsstjóri eftir heimild ráðsins til þess að hefja endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Í ofangreindri grein skipulagslaga segir: "Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. [Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.]" Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Skipulagsráð samþykkir að hefja endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 6.10 1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa Akrakórs 5 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni, dags. 26. apríl 2018, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að reist verði parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, að hámarki 400 m2 að flatarmáli. Byggingarreitur helst óbreyttur bæði hvað varðar hæð og stærð. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á gildandi skipulagsskilmálum. Engar athugasemdir við breytta tillögu bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 6.12 1805019 Marbakkabraut 9. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Trípólí arkitekta dags. 12. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 135 m2 einbýlishús, byggt 1948, og byggja í stað þess 553 m2 parhús á fjórum pöllum ásamt kjallara. Heildarhæð hússins frá götu er 9.6 m. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 12. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 18. júní 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 1, 3, 5, 6, 8, 10, 11, 13, 15, 17, 30, 32, 34 og Kársnesbrautar 9, 11, 13, 15 og 17. Kynningartími var styttur sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóðarhafar Marbakkabrautar 9 skiluðu kynningargögnum með undirrituðu samþykki þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í grenndinni, dags. 11. júlí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 6.13 1804682 Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Grímu arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsinu nr. 3 við Furugrund. Núverandi bygging er ein hæð og kjallari fyrir verlsunar- og þjónustu með bröttu mænisþaki. Samanlagður gólfflötur núverandi byggingar er 1,031 m2 og stærð lóðar 2,528 m2 skv. Fasteingaskrá. Nýtingarhlutfall er um 0,4.
    Breyting hússins felst í því að hæð er bætt ofan á húsið og útliti þess og innra fyrirkomulagi er breytt svo koma megi fyrir í húsinu 12 íbúðum á 1. og 2. hæð og 8 verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð ásamt geymslum fyrir íbúðirnar. Heildarhæð hússins, þ.e. mænishæðin, breytist ekki en langhliðar hússins hækka um 2,9m frá því sem nú er. Þakhalli minnkar og verður 4,3° eftir breytinguna. Útbygging við austurgafl hússins stækkar einnig að grunnfleti og hækkar um eina hæð eða u.þ.b. 3m. Á allar úthliðar eru settir nýjir gluggar ásamt svölum. Allar íbúðir hafa sérinngang frá verönd eða svalagangi.
    Heildarstækkun hússins er 593m2 og verður það samtals 1624 m2 eftir stækkun. Þar af eru um 508 m2 fyrir verslunar- og þjónusturými ásamt öðrum rýmum sem þeim tilheyra og því um 1,115 m2 af rými húsins fyrir íbúðir.
    Nýtingarhlutfall á lóðinni verður um 0,6 eftir breytinguna. Stærð einstakra íbúða er á bílinu 77 m2 - 91 m2 að frátöldum tilheyrandi geymslum sem eru á bilinu 2.5 - 3,2 m2. Öllum íbúðunum fylgja sérsvalir á norðurhlið hússins og á efri hæð suðurhliðar er sameiginlegur svalagangur.
    Lóðin er tívskipt, neðri og efri hluti. Neðri hlutinn er að mestu leyti malbikaður í dag og er gert ráð fyrir að halda því óbreyttu að mestu leyti. Gert er þó ráð fyrir stéttum framan við innganga í rými. Efri lóðin skiptist í 2 svæði, annars vegar nýtt garðsvæði sunnan við húsið og hins vegar bílstæði austan við húsið. Nýjum stigum verður komið fyrir við sitthvorn gafl hússins til að tengja hæðir vel saman. Hjólageymslur eru bæði í neðri og efri garði og stór útigeymsla fyrir garðáhöld o.fl. í efri garðinum. Gert er ráð fyrir 24 bílastæðum á lóðinni.
    Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. júlí 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
  • 6.14 1804683 Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 5. apríl 2018 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um 15 cm hækkun á þakkanti íbúðarhússins og skorsteinar fjarlægðir. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8. Athugasemdarfresti lauk 18. júní 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. júlí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 6.20 1806687 Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 1. febrúar 2018 fh. lóðarhafa Fögrubrekku 17 þar sem óskað er eftir breyttri nýtingu á bílgeymslu og stækkun á húsinu til vesturs, alls 26,7 m2. Sótt er um að breyta bílgeymslu í venjulega geymslu og reisa viðbyggingu ofan á geymsluna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2018. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Fögrubrekku 19. Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 6.24 18061086 Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.
    Lagt fram erindi Braga Sigurjónssonar dags. 19. júní 2018 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs vegna umsóknar um framlengingu starfsleyfis hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, vegna rekstrar á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna að Geirlandi við Suðurlandsveg. Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 6.27 1807187 Vesturvör 26-28. Byggingaráform.
    Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála Kársness, þróunarsvæðis, svæði 5, Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Tvíhorf arkitekta að byggingaráformum við Vesturvör 26-28. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. 16. júlí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 31 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

7.1807200 - Fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 16.07.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.18051197 - Fundargerð 235. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. júní 2018

Fundargerð í 41. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1806016F - Forsætisnefnd - 119. fundur frá 29.06.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.
  • 9.1 18061080 Fundarsalur bæjarstjórnar og vinnuaðstaða bæjarfulltrúa. Breytingar að Hábraut 2.
    Frá bæjarritara, tillaga arkitekts (merkt T5) að innra skipulagi að Hábraut 2. Tillagan sýnir fundarsal bæjarstjórnar og vinnuaðstöðu bæjarfulltrúa. Niðurstaða Forsætisnefnd - 119 Forsætisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs. Jafnframt óskar forsætisnefnd eftir kostnaðarmati umhverfissviðs, sem liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að innréttuð verði tvö fundarherbergi í bæjarstjórnarsal að Hábraut 2. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni. Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Engin þarfagreining hefur farið fram í samráði við bæjarfulltrúa (á starfsaðstöðu bæjarfulltrúa) í undirbúningi á þessari vinnu. Að fara í framkvæmdir upp á verulegar fjárhæðir á þessum forsendum tel ég ekki góð vinnubrögð og ekki góða ráðstöfun á opinberu fjármagni.
    Theódóra Þorsteinsdóttir"

    Hlé var gert á fundi kl. 9:17. Fundi var fram haldið kl. 9:47.

    Fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Þessi starfsaðstaða tekur mið af aðstöðu bæjarstjórnar sem var í Fannborg 2 þar sem fyrir voru tvö fundarherbergi ætluð meiri- og minnihluta. Leitast er eftir eins hagkvæmri lausn og mögulegt er við þessar breytingar.
    Birkir Jón Jónsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

    Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    Engin ákvörðun liggur fyrir um það hvort húsnæðið við Hábraut 2 verði notað sem bæjarstjórnarhús til framtíðar. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir þá finnst mér eðlilegt að fara í framkvæmdir, annað er sóun á fjármagni því verulegar líkur eru á að fjarlægja þurfi fyrirhuguð fundarherbergi þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir.
    Theódóra Þorsteinsdóttir"

Fundargerðir nefnda

10.1807001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 245. fundur frá 06.07.2018

Fundargerð í 12. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

11.1806013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 244. fundur frá 22.06.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

12.1512578 - Hávaðakort - mælingar

Frá Umhverfisstofnun, dags. 16. júlí, lagt fram erindi um aðgerðaráætlanir sveitarfélagsins í kjölfar hávaðakortlagningar sem skuli lokið fyrir 1. nóvember nk.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

13.1803397 - Áætlun vegna hafna. Móttaka úrgangs og farmleifa frá skipum.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 3. júlí, lagt fram erindi um staðfestingu á áætlun Kópavogshafna um mótttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.
Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar til úrvinnslu.

Ýmis erindi

14.1807276 - Ósk um viðræður vegna úthlutunar landsvæðis til að þróa uppbyggingu atvinnuhúsnæðis

Frá Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf., dags. 23. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum vegna úthlutunar landsvæðis í landi Glaðheima til að þróa uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í samvinnu við Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1706373 - Hamraborg 20A, Videomarkaðurinn. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Frá byggingarfulltrúa, dags. 24. júlí, lagt fram minnisblað varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Videomarkaðinn að Hamraborg 20a.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1807257 - Hafnarbraut 12/Kársnesbraut 104. Samkomulag vegna framkvæmda á lóðarmörkum

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi við lóðarhafa Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 104 vegna framkvæmda á lóðunum ásamt umsögn, dags. 24. júlí.
Bæjarráð samþykkir samkomulag við lóðarhafa Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 104 með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:17

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1806503 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 19. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 945.260,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 945.260,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Skíðadeildar ÍR.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1807232 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Smáraskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 24. júlí, lögð fram tillaga að ráðningu skólastjóra Smáraskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um að ráða Börk Vígþórsson í stöðu skólastjóra Smáraskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.1806960 - Smáratorg 3. Deloitte ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. júní 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Deloitte ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1806976 - Hamraborg 11, Sali Thai. Beiðni um umsögn vegna umóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. júní 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sali Thai ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hamraborg 11, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1710628 - Nýbýlavegur 14, Thorbergssons Apartments. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 28. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. október 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fjárfestingafélagsins Sigrúnar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1806082 - Dalvegur 16c, Smárinn. Bara ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bara ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 16c, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.18051483 - Nýbýlavegur 4, Tokyo Sushi. Tokyo veitingar ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tokyo veitinga ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

24.1805065 - Dalvegur 10-14, Rush Iceland ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 29. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Rush Iceland ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 10-14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

25.1804731 - Hestheimar 14-16, Sprettur Rekstrarfélag. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 28. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spretts rekstrarfélags um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hestheimum 14-16, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

26.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá bæjarlögmanni, dags. 24. júlí, lagt fram erindi um hvort samningur við AFA JCDecauxe Ísland ehf. um leigu á landi undir auglýsingaskilti í strætóskýlum sé útboðsskyldur.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

27.1807209 - Dalaþing 26, framsal lóðarréttinda.

Frá bæjarlögmanni, dags. 17. júlí, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Dalaþings 26 og 26A um framsal lóðarréttinda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til framsals lóðarréttinda Dalaþings 26 og 26A.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

28.1802657 - Álfhólsskóli-Digranes, húsnæði skólahljómsveitar Kópavogs. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 24. júlí, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Álfhólsskóli viðbygging 2018." Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Flotgólf ehf. um byggingu viðbyggingar við Álfhólsskóla fyrir Skólahljómsveit Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Flotgólf ehf. um byggingu viðbyggingar Álfhólsskóla fyrir Skólahljómsveit Kópavogs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

29.1807253 - Vallakór 14. Kórinn, íþróttasalur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að gera verðkönnun á nýrri áhorfendastúku í íþróttasal Kórsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til útboðs á áhorfendastúku í Kórinn.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:25

Fundi slitið - kl. 11:40.