Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1806504 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 19. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 945.260,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.1807291 - Tillaga um að halda málstofu um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.
Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttur f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að halda opinn fund (málstofu) strax í haust um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.1807290 - Tillaga um að dagskrá ráða og nefnda verði aðgengileg á vef bæjarins fyrir fundi. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar
Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttir f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að útsend dagskrá ráða og nefnda verði aðgengileg á vef Kópavogsbæjar fyrir fundi. Jafnframt lögð fram greinargerð.
Erindi frá bæjarfulltrúum
4.1807289 - Tillaga um mótun meginreglna um íbúasamráð. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.
Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttur f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að Kópavogsbær móti meginreglur um íbúasamráð. Jafnframt lögð fram greinargerð og handbók um efnið útgefin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðir nefnda
5.1806014F - Velferðarráð - 30. fundur. fundur frá 25.06.2018
Fundargerðir nefnda
6.1806008F - Skipulagsráð - 31. fundur frá 16.07.2018
Fundargerð í 27. liðum.
6.3
1807118
Nónhæð. Arnarsmári 36, 38 og 40. Byggingaráform.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
6.4
1706372
Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt með fimm atkvæðum J. Júlíusar Hafsteins, Guðmundar Gísla Geirdals, Baldurs Þórs Baldvinssonar, Helgu Hauksdóttur og Einars Þorvarðarsonar. Bergljót Kristinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
6.7
17091076
Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 16. júlí 2018. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bergljót Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
6.8
1807024
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Skipulagsráð samþykkir að hefja endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
6.10
1712918
Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
6.12
1805019
Marbakkabraut 9. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
6.13
1804682
Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
6.14
1804683
Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
6.20
1806687
Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.
6.24
18061086
Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
6.27
1807187
Vesturvör 26-28. Byggingaráform.
Niðurstaða Skipulagsráð - 31
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
7.1807200 - Fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 16.07.2018
Fundargerðir nefnda
8.18051197 - Fundargerð 235. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. júní 2018
Fundargerðir nefnda
9.1806016F - Forsætisnefnd - 119. fundur frá 29.06.2018
Fundargerð í 1. lið.
9.1
18061080
Fundarsalur bæjarstjórnar og vinnuaðstaða bæjarfulltrúa. Breytingar að Hábraut 2.
Niðurstaða Forsætisnefnd - 119
Forsætisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs. Jafnframt óskar forsætisnefnd eftir kostnaðarmati umhverfissviðs, sem liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að innréttuð verði tvö fundarherbergi í bæjarstjórnarsal að Hábraut 2. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni. Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Engin þarfagreining hefur farið fram í samráði við bæjarfulltrúa (á starfsaðstöðu bæjarfulltrúa) í undirbúningi á þessari vinnu. Að fara í framkvæmdir upp á verulegar fjárhæðir á þessum forsendum tel ég ekki góð vinnubrögð og ekki góða ráðstöfun á opinberu fjármagni.
Theódóra Þorsteinsdóttir"
Hlé var gert á fundi kl. 9:17. Fundi var fram haldið kl. 9:47.
Fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Þessi starfsaðstaða tekur mið af aðstöðu bæjarstjórnar sem var í Fannborg 2 þar sem fyrir voru tvö fundarherbergi ætluð meiri- og minnihluta. Leitast er eftir eins hagkvæmri lausn og mögulegt er við þessar breytingar.
Birkir Jón Jónsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"
Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Engin ákvörðun liggur fyrir um það hvort húsnæðið við Hábraut 2 verði notað sem bæjarstjórnarhús til framtíðar. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir þá finnst mér eðlilegt að fara í framkvæmdir, annað er sóun á fjármagni því verulegar líkur eru á að fjarlægja þurfi fyrirhuguð fundarherbergi þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir.
Theódóra Þorsteinsdóttir"
Fundargerðir nefnda
10.1807001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 245. fundur frá 06.07.2018
Fundargerðir nefnda
11.1806013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 244. fundur frá 22.06.2018
Ýmis erindi
12.1512578 - Hávaðakort - mælingar
Frá Umhverfisstofnun, dags. 16. júlí, lagt fram erindi um aðgerðaráætlanir sveitarfélagsins í kjölfar hávaðakortlagningar sem skuli lokið fyrir 1. nóvember nk.
Ýmis erindi
13.1803397 - Áætlun vegna hafna. Móttaka úrgangs og farmleifa frá skipum.
Frá Umhverfisstofnun, dags. 3. júlí, lagt fram erindi um staðfestingu á áætlun Kópavogshafna um mótttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.
Ýmis erindi
14.1807276 - Ósk um viðræður vegna úthlutunar landsvæðis til að þróa uppbyggingu atvinnuhúsnæðis
Frá Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf., dags. 23. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum vegna úthlutunar landsvæðis í landi Glaðheima til að þróa uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í samvinnu við Kópavogsbæ.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.1706373 - Hamraborg 20A, Videomarkaðurinn. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis
Frá byggingarfulltrúa, dags. 24. júlí, lagt fram minnisblað varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Videomarkaðinn að Hamraborg 20a.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1807257 - Hafnarbraut 12/Kársnesbraut 104. Samkomulag vegna framkvæmda á lóðarmörkum
Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi við lóðarhafa Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 104 vegna framkvæmda á lóðunum ásamt umsögn, dags. 24. júlí.
Gestir
- Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:17
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1806503 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 19. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 945.260,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
18.1807232 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Smáraskóla
Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 24. júlí, lögð fram tillaga að ráðningu skólastjóra Smáraskóla.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1806960 - Smáratorg 3. Deloitte ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. júní 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Deloitte ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.1806976 - Hamraborg 11, Sali Thai. Beiðni um umsögn vegna umóknar um nýtt rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. júní 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sali Thai ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hamraborg 11, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.1710628 - Nýbýlavegur 14, Thorbergssons Apartments. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 28. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. október 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fjárfestingafélagsins Sigrúnar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
22.1806082 - Dalvegur 16c, Smárinn. Bara ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis
Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bara ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 16c, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
23.18051483 - Nýbýlavegur 4, Tokyo Sushi. Tokyo veitingar ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. maí 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tokyo veitinga ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
24.1805065 - Dalvegur 10-14, Rush Iceland ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis
Frá lögfræðideild, dags. 29. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Rush Iceland ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 10-14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
25.1804731 - Hestheimar 14-16, Sprettur Rekstrarfélag. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 28. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. apríl 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spretts rekstrarfélags um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hestheimum 14-16, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
26.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.
Frá bæjarlögmanni, dags. 24. júlí, lagt fram erindi um hvort samningur við AFA JCDecauxe Ísland ehf. um leigu á landi undir auglýsingaskilti í strætóskýlum sé útboðsskyldur.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
27.1807209 - Dalaþing 26, framsal lóðarréttinda.
Frá bæjarlögmanni, dags. 17. júlí, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Dalaþings 26 og 26A um framsal lóðarréttinda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
28.1802657 - Álfhólsskóli-Digranes, húsnæði skólahljómsveitar Kópavogs. Útboð.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 24. júlí, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Álfhólsskóli viðbygging 2018." Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Flotgólf ehf. um byggingu viðbyggingar við Álfhólsskóla fyrir Skólahljómsveit Kópavogs.
Gestir
- Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:38
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
29.1807253 - Vallakór 14. Kórinn, íþróttasalur.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að gera verðkönnun á nýrri áhorfendastúku í íþróttasal Kórsins.
Gestir
- Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:25
Fundi slitið - kl. 11:40.