Bæjarráð

2904. fundur 22. febrúar 2018 kl. 07:30 - 08:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lögð fram til samþykktar tillaga að breytingu erindisbréfs Ungmennaráðs Kópavogs. Jafnframt er lagt fram núverandi samþykkt erindisbréf.
Bæjarráð vísar erindinu til forsætisnefndar til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1802445 - Austurkór 70. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 19. febrúar, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Austurkórs 70, Gunnari Einarssyni og Elísabetu Grétarsdóttur, um heimild til veðsetningar á 2. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1801561 - Versalir 3, Versalir íþróttahús. Íþróttafélagið Gerpla. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. janúar þar sem óskað er umsagna um umsókn Íþróttafélagsins Gerplu, kt. 700672-0429, um tímabundið áfengisleyfi vegna konukvölds Gerplu þann 24. febrúar 2018, frá kl. 19:00 til kl. 04:00, í íþróttahúsinu Versölum, að Versölum 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitastjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1802492 - Klórkerfi fyrir Salalaug

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 20. febrúar 2018, þar sem óskað er heimildar ti útboðs á nýju klórframleiðslukerfi fyrir sundlaugina í Versölum.
Bæjarráð veitir umbeðið leyfi með fimm atkvæðum.

Gestir

  • Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 07:50

Ýmis erindi

5.1802321 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, lögð fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brotfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál (lagafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.1802457 - Til umsagnar: Þingsályktunartillaga um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 15. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisin fyrir bújarðir, 52. mál. Umsagnarbeiðni.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1802349 - Handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. febrúar, lögð fram handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lýsir yfir ánægju sinni með útgáfu bókarinnar.

Ýmis erindi

8.1802326 - Uppgjör sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 8. febrúar, lagt fram erindi er varðar uppgjör sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.1802441 - Umsókn um styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur", hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk

Frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, lögð fram beiðni um styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur", hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Bæjarráð vísar erindinu til sérfræðings lýðheilsumála til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

10.1802003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235. fundur frá 02.02.2018

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1801022F - Lista- og menningarráð - 85. fundur frá 15.02.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1801028F - Skipulagsráð - 24. fundur frá 19.02.2018

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 12.3 1706372 Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
    Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í tillögunni felst að Kópavogsgöng eru felld út úr skipulagi ásamt því að hluti af opnu svæði við Dalveg 30, OP-10, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Umrædd breyting á aðalskipulagi Kópavogs er unnin samhliða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og í samræmi við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2030 en þar er ekki gert ráð fyrir Kópavogsgöngum. Vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu var lögð fram í skipulagsráði 19. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 27. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Vinnslutillagan var jafnfram kynnt á opnu húsi 30. janúar 2018 í Þjónustuveri Kópavogsbæjar og 1. febrúar 2018 í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni. Enginn mætti á kynningarnar.

    Tillagan,- Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Ása Richardsdóttir bar upp svohljóðandi breytingartillögu: Ég legg til að málið verði afgreitt með tveimur aðskildum atkvæðagreiðslum. Annarsvegar niðurfelling Kópavogsganga og hinsvegar breytingu á opnu svæði nr. 10 í VÞ 22.

    Fundarhlé var gert frá kl. 17:00 til kl. 17:08

    Ása Richardsdóttir greiddi atkvæði með breytingartillögunni, Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við atkvæðagreiðsluna, aðrir greiddu atkvæði gegn breytingartillögunni.

    Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

    Ása Richardsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.




    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 12.4 1709320 Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Lundar 20 og 22 að breyttu deiliskipulagi. Í tillögunni felst a) breytt fyrirkomulag bílastæða við Lund 20 (Lundur 3 eða Gamli Lundur) b) fyrirhugað fjölbýlishús við Lund 22 færist 3 m til vesturs og gert er ráð fyrir inndreginni þakhæð á húsinu með einni íbúð þannig að heildafjöldi íbúða í húsinu verður 7 í stað 6 íbúðir. Fyrirhugað hús hækkar því úr 2 hæðum auk kjallara í 2 hæðir með inndreginni þakhæð auk kjallara. Bílastæðum á lóð er fjölgað úr 8 í 12. Uppdrætti í mkv 1:1000 dags. 1. september 2017. Þá lögð fram yfirlýsing Þorláks Jónssonar fh. húsfélagsins Lundar 20 dags. 22/8/2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Athugasemdarfresti lauk 22. janúar 2018. Athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 19. febrúar 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 12.6 1709734 Melgerði 4. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga GP arkitekta fh. lóðarhafa að byggingu bílskúrs ásamt geymslu í norðaustur horni lóðarinnar. Samanlagður grunnflötur er áætlaður um 47 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 21. ágúst 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 2, 6 og Borgarholtsbrautar 21, 23. Athugasemdafrestur var til 31. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 12.7 1711555 Dalaþing 12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga GP arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Dalaþings 12 dags. 13. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni.
    Í breytingunni felst að 23 m2 sólstofa er reist á þaki bifreiðageymslu á suðausturhluta hússins. Nýtingarhlutfall a lóðinni hækkar úr 0,26 í 0,28 við fyrirhugaða breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 8, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20, 22 og 24. Athugasemdafresti lauk 5. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 12.8 17091076 Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga T.ark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 40 til 50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
    a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40-42 og stækka lóðina úr 8.400 m2 í 13.800 m2. Hluti af norðurhluta lóðarinnar fer undir Vesturvör 44-48. Byggingarmagn er óbreytt 5.000 m2 en grunnflötur minnkar úr 3.900 m2 í 3.700 m2. Nýtingarhlutfall fer úr 0.6 í 0.35. Aðkoma og lega bílastæða breytist en að öðru leiti er umfang og fyrirkomulag byggingar óbreytt.
    b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 44-48 og stækka lóðina úr 9.000 m2 í 21.100 m2. Lóðin stækkar til vesturs og liggur að grótgarði sem er í umsjá bæjaryfirvalda og lóðarhafa eftir þar til gerðum samningi. Byggingarmagn er óbreytt 4.500 m2. Fallið er frá kröfum um hámarks grunnflöt og byggingarreitur breytist og stækkar. Heimilt er að reisa byggingu sem er 1-2 hæðir í öllum hluta byggingarreits en hámarksbyggingarmagn veldur því að aðeins lítill hluti byggingarinnar verður tvær hæðir. Hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 11,5 metra og hámarks mænishæð verður 13,5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.20. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara en heimild er fyrir að koma geymslum og tæknirýmum fyrir í kjallara. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
    Hluti göngu- og hjólastígs færist til austurs að austurlóðarmörkum Vesturvarar 44-48 með kvöð um almenna göngu- og hjólaleið. Vestan byggingarreitar er gert ráð fyrir opnu athafnasvæði ásamt tveimur afmörkuðum stakstæðum byggingarreitum fyrir smáhýsi tengd starfseminni sem nær út að sjó og grjótgarði.
    c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 50 en stærð lóðar breytist ekki og verður áfram 2.900 m2. Hámarks byggingarmagn er óbreytt 1.500 m2 sem og hæð byggingarreitar sem er 9 metrar en lögun hans breytist. Aðkoma og lega bílastæða breytist en fjöldi er hin sami. Athugasemdafresti lauk 12. febrúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 12.11 1802107 Dalbrekka 12. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi ASK arkitekta dags. 31. janúar 2018 fh. lóðarhafa Dalbrekku 12 að breyttu deiliskipulagi.
    Í tillögunni felst að hækka Dalbrekku 12 um eina hæð, fjölga um eina íbúð og færa íbúð sem samþykkt var að Dalbrekku 2 að Dalbrekku 12. Hækkun hússins fer ekki upp fyrir samþykktan byggingarreit. Bílastæðum fjölgar um eitt stæði.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 12.12 1712912 Auðbrekka 7. Byggingaráform. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Jónasar Braga, fh. lóðarhafa að Auðbrekku 7 samkvæmt tillögu ASK arkitekta dags. 19. febrúar 2018. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr 6 í 10. Bætt er við einni íbúðarhæð í nyrðri hluta byggingarreitar en hámarkshæð hússins fer ekki yfir hámarkshæð byggingarreitar í samþykktu deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur stækki til austurs að norðurlóðarmörkum Auðbrekku 9-11 á 1. hæð og kjallarahæðum. Gert er ráð fyrir svölum austan íbúðarhæðar á 3. hæð. Heildarbyggingarmagn eykst úr 1.735 m2 og verður eftir breytingu 2.000 m2. Bílastæðum fjölgar um tvö stæði.
    Tilagan er sett fram á uppdrætti í hkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 19. febrúar 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.1802009F - Velferðarráð - 23. fundur frá 12.02.2018

Fundargerð i 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1802456 - Fundargerð 365. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13.02.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1802485 - Bygging og kaup á leiguhúsnæði fyrir almenning. Tillaga frá Arnþóri Sigurðssyni

Svohljóðandi tillaga frá Arnþóri Sigurðssyni: "Bæjarráð Kópavogs hefji undirbúning að byggingu og kaup á leiguhúsnæði fyrir almenning með leigukjörum án hagnaðarsjónarmiða. Markmiðið sé að á fimm ára tímabili 2018 til 2022 verði Kópavogsbær kominn með 1000 íbúðir í útleigu á sanngjörnum kjörum. Að 200 íbúðir verði byggðar eða keypta á hverju ári næstu fimm árin."
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar bæjarlögmanns.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.1802479 - Beiðni um athugun á gervigrasinu í Kórnum. Frá Arnþóri Sigurðssyni.

Erindi frá Arnþóri Sigurðssyni, vara bæjarfulltrúa, þar sem hann óskar eftir athugun á gervigrasinu í Kórnum og því græna efni sem þyrlast þar upp. Einnig óskar hann eftir að heilbrigðiseftirlit HKG verði látið skoða málið með tilliti til skaðsemi fyrir iðkendur og jafngramt að foreldrar verði upplýstir um stöðu mála.
Vegna umræðu um litarefni í nýju gervigrasi í Kórnum er bent á að frá því að grasið var lagt þann 7. janúar sl. hefur það verið ryksugað í níu skipti. Þá hefur völlurinn verið vökvaður og hitastig lækkað en talið er að heitt og þurrt loft auki rafleiðni í efni vallarins. Þá mun framleiðandi gervigrassins þvo völlinn með sérstöku efni vegna þessa. Ofangreindar aðgerðir hafa þegar skilað verulegum árangri. Bæjarráð mun áfram fylgjast vel með framgangi málsins.

Gestir

  • Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:10

Fundi slitið - kl. 08:30.