Bæjarráð

2901. fundur 01. febrúar 2018 kl. 07:30 - 09:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1801554 - Austurkór 40. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 25. janúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 40, Múr og flísameistaranum ehf., um heimild til veðsetningar á 1. veðrétti á lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1801670 - Álmakór 1-5. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 29. janúar, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Álmakórs 1,3 og 5, Tjarnarbrekku ehf., um heimild til veðsetningar á 2. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1801671 - Bæjarlind 6, SPOT. A-B Spot. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf., kt. 500914-0330, um tímabundið áfengisleyfi vegna beinnar útsendingar á Super Bowl aðfaranótt mánudagsins, 5. febrúar 2018, til kl. 04:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1801696 - Dalsmári 5, íþróttahúsið Smárinn. Breiðablik. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar sem verður þann 3. febrúar 2018 frá kl. 18:30-02:00, í íþróttahúsinu Smáranum að Dalsmára 5, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.17121024 - Digranesvegur 12. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar 16.10.2017

Frá lögfræðideild, dags. 24. janúar, lagt fram minnisblað vegna beiðnar um endurupptöku á ákvörðun byggingarfulltrúa um synjun á útgáfu byggingarleyfis, Digranesvegur 12, breytt notkun.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsráðs til úrvinnslu með fjórum samhljóða atkvæðum. Karen Halldórsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1801090 - Fyrirspurn vegna frumkvæðisathugunar á húsnæðisvanda utangarðsfólks

Frá lögfræðideild, dags. 23. janúar, lagt fram svar við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættisins á húsnæðisvanda utangarðsfólks.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1801723 - Samningar um samstarf sveitarfélaga. Óskað eftir upplýsingum um slíka samninga og áliti sveitarstjórnar á endurskoðun þeirra

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 25. janúar, lagt fram erindi er varðar samninga um samstarf sveitarfélaga og óskað er eftir upplýsingum um slíka samninga og áliti sveitarstjórnar á endurskoðun þeirra.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

8.1801720 - Styrkbeiðni vegna Reykjavíkurskákmótsins 2018

Frá Skákssambandi Íslands, lögð fram styrkbeiðni vegna Reykjavíkurskákmótsins 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1801698 - Strætó leitar heimildar vegna lántöku

Frá Strætó bs., dags. 26. janúar, lagt fram erindi varðandi heimild til lántöku.
Bæjarráð vísar erindu til umsagnar til fjármálastjóra.

Fundargerðir nefnda

10.1801018F - Leikskólanefnd - 90. fundur frá 25.01.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1801012F - Skipulagsráð - 22. fundur frá 29.01.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 11.4 16091001 Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Tillaga að breytingu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog, sem gildandi aðalskipulag gerir nú þegar ráð fyrir, verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna, til samræmis við skipulagsákvæði um sömu brú í aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan er sett fram í greinargerð Alta dags. 3. nóvember 2017.
    Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var lögð fram vinnslutillaga, dags. 29. maí 2017, að ofangreindri breytingu og samþykkti skipulagsráð að hún skuli kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 16. september 2017. Enn fremur var vinnslutillagan send umsagnaraðilum sbr. erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2017. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 26. október 2017; frá Garðabæ sbr. erindi dags. 3. október 2017 og frá Reykjavíkurborg sbr. erindi dags. 2. október 2017. Efnt var til opins húss á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs 28. september 2017 þar sem vinnslutillagan var kynnt þeim er þess óskuðu. Tveir mættu á kynninguna.

    Skipulagsráð samþykkti 6. nóvember 2016 með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Á fundi bæjarstjórnar 14. nóvember 2016 var framangreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

    Tillagan var auglýst frá 27. nóvember 2016 með athugasemdafrest til 17. janúar 2018. Auglýsing um tillöguna birtist í Fréttablaðinu 27. nóvember 2017 og í Lögbirtingarblaðinu 29. nóvember 2017. Tillagan var jafnframt send lögboðnum umsagnaraðilum sbr. bréf dags. 24. nóvember 2017. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 23. nóvember 2017; Umhverfisstofnun sbr. erindi dags. 15. janúar 2018 og Veitum sbr. erindi dags. 17. janúar 2018 og frá Skipulagsstofnun dags. 26. janúar 2018.

    Tillagan lögð fram að nýju ásamt greinargerð með umsögnum er bárust á auglýsingartíma. Er tillagan dags. 29. janúar 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 22 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögnum í greinargerð dags. 29. janúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 11.7 1711735 Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 22 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.1801016F - Velferðarráð - 22. fundur frá 22.01.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1801695 - Fundargerð 383. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.01.2017

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1801719 - Fundargerð 280. fundar stjórnar Strætó bs. frá 19.01.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Jafnframt er lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar samstarfsyfirlýsing Strætó bs. og Íslenskrar NýOrku vegna EB verkefnis og hins vegar Ferðavenjukönnun Gallup 2017.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1801568 - Löggæsla í Kópavogi. Beiðni um umræðu í bæjarráði frá Birki Jóni Jónssyni

Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mættu til fundarins vegna beiðni bæjarráðs um að fara yfir löggæslu í bæjarfélaginu, aukna tíðni innbrota og sýnileika lögreglunnar.
Hlé var gert á fundi kl. 8:05. Fundi var fram haldið kl. 9:00.

Bæjarráð lýsir áhyggjum yfir því að einungis tveir lögreglubílar sinni almennri löggæslu í Kópavogi og Breiðholti þar sem íbúar eru tæplega 60.000. Fjármagn hefur ekki fylgt aukningu verkefna og fjölgun íbúa. Bæjarráð óskar eftir viðræðum við dómsmálaráðuneyti um stöðu löggæslumála í Kópavogi.

Gestir

  • Gunnar Hilmarsson - mæting: 08:00
  • Ásgeir Þór Ásgeirsson - mæting: 08:00

Fundi slitið - kl. 09:25.