Bæjarráð

2665. fundur 06. desember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1212030 - Skráning lögheimilis einstaklinga í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 30. nóvember, varðandi skráningu lögheimilis einstaklinga í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

2.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Bókun í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar 3/12 sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur ótækt að umgengni sem þessi sé liðin og óskar eftir því að umhverfissvið grípi til viðeigandi ráðstafana á kostnað lóðarhafa í samráði við Heilbrigðiseftirlitið. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

3.1211126 - Innanlandsflug, óskað umsagnar um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs.

Bókun umhverfis- og samgöngunefndar um umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 15. nóvember sl. um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. Nefndin tekur undir tillögur umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að umsögn.

4.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í nóvember yfir starfsemi í október 2012.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1211187 - Beiðni um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. desember, umsögn um beiðni um launað námsleyfi, sem hafði borist eftir að umsóknarfresti lauk.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1211262 - Fundargerðir verkefnahóps um uppbyggingu og framkvæmdir á Kjóavöllum

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. desember, lagðar fram fundargerðir verkefnahóps um framkvæmdir á Kjóavöllum, dags. 24. september og 26. nóvember sl.

Lagt fram.

7.1211368 - Markavegur 9 / Sörlaholt 5. Beiðni um að fresta flutningi hesthúss fram á vor 2013

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 5. desember, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 29. nóvember sl. varðandi flutning hesthúss, þar sem lagt er til að bæjarráð hafni erindinu.

Bæjarráð hafnar erindinu.

8.1207619 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi Vatnsveitu

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 4. desember, svar við fyrirspurn í bæjarráði 26. júlí sl. varðandi vatnsbirðir fyrir Vatnsveitu Kópavogs.

Lagt fram.

9.1106098 - Vatnsendablettur 5, v. yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 28. nóvember, varðandi lóðasamninga í landi Vatnsenda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

10.1211015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 3. desember

27. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

11.1212032 - Upplýsingar um útboð á árinu 2011

Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags. 30. nóvember, óskað upplýsinga um útboð á árinu 2011, sem falla undir lög um opinber innkaup nr. 84/2007.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

12.1212056 - Kynning á tilmælum til sveitarfélaga

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 30. nóvember, vakin athygli á áliti nr. 1/2012 varðandi útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera, ásamt nokkrum fyrri álitum og skýrslum sem snúa að stjórnsýslu sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til úrvinnslu.

13.1207634 - Viðræður um málefni Fossvogsdals, hugsanlega sundlaug og göngu- og hjólatengingu yfir Fossvog

Frá starfshóp um sundlaug og brú yfir Fossvog. Óskað eftir fresti til 1. febrúar til að skila niðurstöðum starfshóps um fyrirhugaða sundlaug í Fossvogsdal.

Bæjarráð samþykkir erindið.

14.1207117 - Kópavogshafnir. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Frá Umhverfisstofnun, dags. 30. nóvember, staðfest áætlun Kópavogsbæjar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa.

Lagt fram.

15.1210304 - Erindi Olís varðandi lóð í landi Lundar í Kópavogi

Frá Olís, dags. 29. nóvember, fyrirspurn varðandi áform um byggingu þjónustustöðvar við Nýbýlaveg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

16.1210206 - Þrúðsalir 8. Óskað er eftir að skila lóð.

Frá Garðari Sigvaldasyni og Þorbjörgu Kristjánsdóttur, óskað eftir að skila inn lóðinni Þrúðsali 8, ásamt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 4. desember, þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt.

Á grundvelli umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs samþykkir bæjarráð erindið.

17.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Bæjarráð leggur til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 18. desember og að seinni fundur bæjarstjórnar í desember falli niður skv. 7. gr. samþykkta Kópavogsbæjar.

I.    Stjórnsýsluúttekt Capacent.

II.  Fundargerðir nefnda.

III. Kosningar.

18.1212002 - Atvinnu- og þróunarráð, 4. desember

9. fundur

Lagt fram.

19.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23. nóvember

801. fundur

Bæjarráð Kópavogs lýsir yfir áhyggjum vegna nýrrar byggingarreglugerðar, sem hefur verið lögð fram í drögum og kynnt. Ný reglugerð mun hækka byggingarkostnað og þar með íbúðaverð. Bæjarráð hvetur umhverfisráðherra til þess að draga úr neikvæðum áhrifum reglugerðarinnar og taka tillit til sjónarmiða sveitarfélaga og hagsmunaaðila í byggingariðnaði.

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

20.1201281 - Skólanefnd MK, 4. desember

22. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson taka undir með skólanefnd undir lið 1: "Það veldur hins vegar miklum vonbrigðum að ekki hefur verið dregin til baka sérstök skerðing á framlögum til MK og annarra skóla sem tekið hafa þátt í átakinu Nám er vinnandi vegur."

21.1211019 - Skólanefnd, 3. desember

52. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

22.1210263 - Þorrasalir 17 - breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu dags. 4. desember ásamt umsögn og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

23.1211280 - Örvasalir 14. Deiliskipulag.

Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

24.1211026 - Skipulagsnefnd, 4. desember

1219. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

25.1201280 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 30. nóvember

30. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

26.1201280 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 20. október

29. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

27.1211024 - Leikskólanefnd, 4. desember

33. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

28.1211018 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 28. nóvember

16. fundur

Lagt fram.

29.1212004 - Íþróttaráð, 4. desember

19. fundur

Lagt fram.

30.1211206 - Erindi v/ strandblaks aðstöðu

Bókun í fundargerð íþróttaráðs 29/11 sl.
Íþróttaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að skipulagsnefnd bæjarins þarf að veita umsögn varðandi skipulagsþátt málsins.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

31.1211023 - Íþróttaráð, 29. nóvember

18. fundur

Lagt fram.

32.1211013 - Hafnarstjórn, 29. nóvember

86. fundur

Lagt fram.

33.1211027 - Félagsmálaráð, 4. desember

1342. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.