Dagskrá
Ýmis erindi
1.1612207 - Ytra mat á grunnskólum 2017. Hörðuvallaskóli valinn
Frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 16. ágúst, lagðar fram niðurstöður ytra mats á starfsemi Hörðuvallaskóla.
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.1707116 - Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni og Kristínu Sævarsdóttur um að kannaður verði kostnaður við námsgögn barna í grunnskóla í Kópavogi
Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 2. ágúst, lagt fram minnisblað um kostnað vegna kaupa á námsgögnum fyrir nemendur í grunnskólum Kópavogs.
Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni : Bæjarráð Kópavogs samþykkir að greiða kostnað vegna námsgagna grunnskólabarna skólaárið 2017-2018, sbr. nýlega samantekt menntasviðs á kostnaði þar að lútandi. Þar sem gera má ráð fyrir að foreldrar margra barna hafi þegar lagt út fyrir kostnaði er menntasviði falið að gera tillögur um hvernig hægt verði fyrir komandi skólaár að endurgreiða kostnað sem svarar að hámarki 5000 kr fyrir 1.-4. bekk og 3500 fyrir 5.-10. bekk, eins og kemur fram í svari menntasviðs.
Greinargerð. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að undanförnu að jafna aðstöðu barna til náms m.þ.a. standa straum af kostnaði vegna námsgagna, þ.m.t. ritfanga o.þ.h. að fullu. Kópavogsbær má ekki vera eftirbátur annarra sveitarfélaga hvað þetta varðar og því mikilvægt að tillagan verði samþykkt. Þ.s. ætla má að foreldrar hafi þegar keypt inn námsgögn, eða hluta námsgagna err menntasviði falið að útfæra þá aðferð sem notuð verður til að endurgreiða þennan kostnað fyrir þetta skólaár. Jöfnuður og réttlæti snúast um að gera það strax sem er hægt til að jafna aðstöðu barna. Að bíða er að neita börnum um jöfnuð.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.17081667 - Tillaga frá Ólafi Þ. Gunnarssyni. Breyting á bæjarmálasamþykkt, fjölgun bæjarfulltrúa
Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa um breytingu á bæjarmálasamþykkt Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir að 1. grein Bæjarmálasamþykktar Kópavogs hljóði þannig:
1.
grein
Skipan bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Kópavogs er skipuð 15 fulltrúum, sem kjörnir eru lýðræðislegri kosningu af íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til bæjarstjórna.
Jafnframt að 27. grein orðist svo:
27. gr. Kosning bæjarráðs.
Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa sjö aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarráð til eins árs. Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í bæjarráð, sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga. Þeir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar, sem kosningu hafa hlotið af sama lista og hinn kjörni bæjarráðsmaður eru varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann bæjarráðs úr hópi kjörinna bæjarráðsmanna. Bæjarráð getur ráðið sér fundarritara utan bæjarráðs. Kosning í bæjarráð skal vera leynileg og bundin hlutfallskosning sé þess óskað. Bæjarstjóri situr fundi bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hefur hann aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráðið.
Fundargerðir nefnda
4.17081237 - Fundargerð 446, fundar stjórnar SSH frá 14.8.2017
Fundargerðir nefnda
5.17081553 - Fundargerð 445. fundar stjórnar SSH frá 13. júní 2017
Fundargerðir nefnda
6.17081111 - Fundargerð 377. fundar Sorpu frá 16.8.2017
Fundargerðir nefnda
7.1708005F - Velferðarráð - 13. fundur frá 14.08.2017
Fundargerðir nefnda
8.1708004F - Skipulagsráð - 13. fundur frá 21.08.2017
Fundargerð í 23. liðum.
8.12
1707232
Austurkór 171. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 13
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
8.13
1703542
Kársnesskóli við Vallargerði. Færanlegar kennslustofur.
Niðurstaða Skipulagsráð - 13
Skipulagsráð samþykkir erindið ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. ágúst 2017 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
8.14
16111197
Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 13
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
8.15
1509372
Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 13
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
8.20
1703424
Furugrund 3. Breytt aðalskipulag. Tillaga.
Niðurstaða Skipulagsráð - 13
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð styður að verkefnið sé unnið áfram en telur að fækka eigi fyrirhuguðum íbúðum í húsinu um fjórar. Íbúðir verði allt að 8 talsins."
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég legg til að íbúðir verði að hámarki 6-8 og stærri en gert er ráð fyrir. Í umræddu hverfi er meðalstærð íbúða ein sú minnsta í Kópavogi og skortur á stærri íbúðum."
Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni, Guðmundi Geirdal, Júlíusi Hafstein, Andrési Péturssyni og Sigríði Kristjánsdóttur:
"Eftir fjölmarga samráðsfundi með íbúum Snælandshverfis þá er ánægjulegt að það sé að sjást til lands i þessu máli. Tillagan endurspeglar þá stefnu sem birtist í Húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem allir flokkar stóðu að og samþykktu."
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Vinnubrögð meirihlutans hafa verið ámælisverð í þessu máli. Það er ánægjulegt að sjá sinnaskipti á þeim bæ."
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
Kristín Sævarsdóttir tekur undir bókun Ásu Richardsdóttur, Ólafur Þór Gunnarsson tekur undir bókun Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, Hjördís Ýr Johnson, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Hreiðar Oddsson taka undir bókun meirihlutans.
Fundargerðir nefnda
9.1708006F - Menntaráð - 12. fundur frá 15.08.2017
Fundargerð í 4. liðum.
9.2
1110178
Kostnaður foreldra við skólagöngu barna sinna
Niðurstaða Menntaráð - 12
Menntaráð fagnar því að tekist hefur í grunnskólum Kópavogs að lækka kostnað við innkaup á námsgögnum með sameiginlegum innkaupum í samstarfi við foreldrafélögin. Það er mikilvægt velferðarmál fyrir fjölskyldur að kostnaður sé lækkaður jafn mikið og raun ber vitni og jafnframt dregið úr fyrirhöfn foreldra við þessi innkaup.
Aðeins einn skóli, Snælandsskóli, hefur ekki farið í sameiginleg innkaup með foreldrafélaginu og óskar menntaráð eftir skriflegri skýringu á því frá skólastjóra. Menntaráð leggur áherslu á að málið verði leyst farsællega fyrir skólabyrjun.
Fundarhlé hófst kl. 18:47 - Fundi fram haldið kl. 18:55
Gísli Baldvinsson, fulltrúi vinstri grænna og félagshyggjufólks, Bergljót Kristinsdóttir, fulltrúi samfylkingar og Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu að áskorun til bæjarstjórnar:
"Menntaráð skorar á bæjarstjórn að bæjarfélagið taki alfarið ritfangakostnað á sig, líkt og 22 önnur sveitarfélög. Þannig verði stuðlað að jafnrétti til náms."
Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveim.
Margrét Friðriksdóttir, formaður skólanefndar, Helgi Magnússon og Ólafur Örn Karlsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks auk Hreiðars Oddsonar og Auðar C. Sigrúnardóttur fulltrúa Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi tilögu til bæjarstjórnar:
"Menntaráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í grunnskólum Kópavogs með lækkun kostnaðar foreldra á ritföngum skólabarna samanber samþykkt bæjarstjórnar frá 13. júní. Menntaráð leggur þá tillögu fram við bæjarráð að taka til umræðu gjaldfrjálsan grunnskóla við gerð næstu fjárhagsáætlunar."
Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.
Niðurstaða
Lagt fram.
Fundargerðir nefnda
10.1708007F - Íþróttaráð - 74. fundur frá 17.08.2017
Fundargerð í 7. liðum.
10.3
1706506
Breiðablik-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018
Niðurstaða Íþróttaráð - 74
Íþróttaráð samþykkir að Knattspyrnudeild Breiðabliks fái úthlutað sama tímafjölda í Fífunni og síðasta vetur og sömu tímum og á liðnu tímambili á gervigrasi í Fagralundi.
Íþróttaráð samþykkir að úthluta 2 tímum á miðvikudögum 15:00 - 17:00 í Fagralundi til félagsins jafnframt sem því stendur til boða að nýta 2 tíma til viðbótar á sunnudögum.
Íþróttaráð getur ekki útvegað félaginu æfingarými í íþróttamannvirkjum sem ekki eru í eigu eða rekstri Kópavogsbæjar.
Þá óskar Knattspyrnudeild Breiðabliks og Knattspyrnudeild HK eftir nær 10 tímum í Kórnum sem hingað til hafa verið í útleigu.
Íþróttaráð samþykkir ósk deildanna þannig að hvort félag um sig fær 2 tíma. Um er að ræða tíma á þriðjudögum milli 20:00 til 22:00 og fimmtudögum milli 20:00 til 22:00. Rúmist úthlutun þessi ekki innan fjárhagsáætlunar 2017 þá taki úthlutunin gildi við næstu áramót enda verði tekið tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, til dæmis með hækkun á gjaldskrá fyrir útleigutíma. Íþróttadeild falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samstarfi við félögin.
Niðurstaða
Bæjarráð hafnar erindi Íþróttaráðs með fimm atkvæðum þar sem erindið rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar. Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og þá mun niðurstaða skýrslu um nýtingu knattspyrnumannvirkja liggja fyrir.
10.4
1706499
HK-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018
Niðurstaða Íþróttaráð - 74
Íþróttaráð samþykkir að úthluta Knattspyrnudeild HK sama tímafjölda í Kórnum og félagið hafði síðasta vetur og sömu tíma og á liðnu tímabili á gervigrasi úti við Kórinn.
Þá óskar Knattspyrnudeild Breiðabliks og Knattspyrnudeild HK eftir nær 10 tímum í Kórnum sem hingað til hafa verið í útleigu.
Íþróttaráð samþykkir ósk deildanna þannig að hvort félag um sig fær 2 tíma. Um er að ræða tíma á þriðjudögum milli 20:00 til 22:00 og fimmtudögum milli 20:00 til 22:00. Rúmist úthlutun þessi ekki innan fjárhagsáætlunar 2017 þá taki úthlutunin gildi við næstu áramót enda verði tekið tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, til dæmis með hækkun á gjaldskrá fyrir útleigutíma. Íþróttadeild falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samstarfi við félögin.
Niðurstaða
Bæjarráð hafnar erindi Íþróttaráðs með fimm atkvæðum þar sem erindið rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar. Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og þá mun niðurstaða skýrslu um nýtingu knattspyrnumannvirkja liggja fyrir.
Ýmis erindi
11.17081671 - Þátttaka samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í stýrihóp SSH um Borgarlínu.
Frá SSH, dags. 8. júní, lagt fram bréf varðandi þátttöku samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í stýrihóp SSH um "Borgarlínu".
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.1703713 - Álalind 14 - 16. Leyfi til veðsetningar
Frá fjármálastjóra, dags. 14. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 14-16, Leigugarðar ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Ýmis erindi
13.17081314 - Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar - verkefnalýsing vegna breytingu á svæðisskipulagi send til umsagnar
Frá SSH, dags. 18. ágúst, lögð fram verkefnislýsingu vegna breytingu á svæðisskipulagi varðandi vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar.
Ýmis erindi
14.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
Frá SSH, dags. 3. ágúst, lagðar fram vinnslutillögur vegna að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi hlutaðeigandi sveitarfélaga varðandi borgarlínunnar.
Ýmis erindi
15.17081666 - Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Uppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila
Frá SÍS, dags. 21. ágúst, lagt fram fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1703877 - Hamraborg 11. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Frá fulltrúa bæjarlögmanns, dags. 16. ágúst, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Rauða krossins í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 373.410,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1707277 - Álfaheiði 4. Birgitta Bjarnadóttir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til að starfrækja verslun í heimahúsi
Frá lögfræðideild, dags. 14. ágúst, lögð fram umsögn vegna verslunar í heimahúsi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
18.17051166 - Austurkór 72, fastanr. 231-3802. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 16.ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 72, um heimild til að veðsetja lóðina.
Gestir
- Ingólfur Arnarson - mæting: 07:54
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.
Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að auglýsingu vegna sölu fasteigna Kópavogsbæjar í Fannborg.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.1707098 - Samningur um þjónustu Hugarafls
Frá deildarstjóra ráðgajafa- og íbúðadeildar, dags. 21. ágúst, lögð fram drög að samningi við Hugarafl.
Gestir
- Aðalsteinn Sigfússon - mæting: 08:12
- Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 08:12
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.1610154 - Áætlun um stofnun búsetuúrræðis á Nýbýlavegi 30
Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 22. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimildar til útboðs varðandi stofnun áfangaheimilis á Nýbýlavegi 30.
Gestir
- Aðalsteinn Sigfússon - mæting: 08:12
- Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 08:12
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
22.17081672 - Skilmálar vegna yfirdráttarheimildar veltureiknings
Frá fjármálastjóra, lagður fram til samþykktar samningur um yfirdráttarlán á veltureikningi við Landsbankann hf.
Gestir
- Ingólfur Arnarsson - mæting: 07:33
Fundi slitið - kl. 09:30.