Bæjarráð

2875. fundur 22. júní 2017 kl. 07:30 - 09:38 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14. júní, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta á Kársnesskóla sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans á skólaárinu 2016-2017, fyrir 1. ágúst nk.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

2.1706489 - Fundargerð 360. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. júní 2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.1706009F - Skipulagsráð - 10. fundur frá 19.06.2017

Fundargerð í 25. liðum.
Lagt fram.
  • 3.5 1608168 Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
    Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1. Kynningu lauk 9. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2017 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
    Þá lögð fram ný og breytt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts að tvílyftu fjórbýlishúsi á lóðinni. Er tillagan dags. 16. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d og Hraunbrautar 6, 8, 10, 12. Athugasemdafresti lauk 19. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 3.6 1703551 Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings, dags. 6. mars 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar við Dalaþing 7 úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Byggingarreitur yrði færður um 1 m. í suðvestur og 1 m. í norðaustur, reitur húss yrði 16 m. x 17 m. í stað 14 m. x 17 m. Uppdráttur í mkv. 1:1500. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 16. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 3.9 1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að lokinni kynningu erindi Ríkharðs Oddssonar, byggingartæknifræðings, dags. 25. janúar 2017 fh. Gráhyrnu ehf. lóðarhafa Austurkórs 157, 159 og 161 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að þremur einbýlishúsalóðum er skipt upp í tvær parhúsalóðir. Jafnframt er óskað eftir því að parhúsin verði á einni hæð með innbyggðri bílageymslu og hver eining verði 177 m2 að grunnfleti. Hámarkshæð verði 4,8 m í stað 7,5 m sbr. gildandi skipulagsskilmála og tvö bílastæði á lóð. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 8. júní 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, dags. 19. júní 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 3.13 1503337 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga NEXUS arkitekta að breyttu deiliskipulagi fyrir Kríunes í Vatnsenda. Í breytingunni flest:
    1)
    að færður er inn á deiliskipulag byggingarreitur fyrir kjallara við suðvestur hlið hússins
    2)
    færður er inn á deiliskipulag byggingarreitur fyrir hæð og kjallara á norðaustur hlið hússins (til samræmis við samþykktar aðalteikningar frá 11. maí 2017).
    3)
    sótt er um hækkun á byggingarreit um 50 sm á hluta viðbyggingar (útsýnisstofa og lyftukjarni)
    4)
    leiðréttir hæðakótar aðkomuhæðar aðalbyggingar færðir inn á deiliskipulagsuppdrátt, er 81.35 m h.y.s. í stað 81,60 m h.y.s.

    Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. júní 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 3.14 1706447 Vallakór 6. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Vallakórs 6 þar sem óskað er eftir að svalir 9. og 10. hæðar á suðvestur hlið húsins fari 2 m. út úr ytri byggingarreit sbr. uppdrátt í mkv. 1:200 dags. í júní 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

4.1706010F - Leikskólanefnd - 84. fundur frá 15.06.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1706008F - Íþróttaráð - 73. fundur frá 15.06.2017

Fundargerð í 68. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.1706532 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 16. júní, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1706456 - Beiðni um styrk fyrir Ólympíuleikana í stærðfræði

Frá Ara Páli Agnarssyni, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í stærðfræði.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

8.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög

Frá SSH, dags. 14. júní, lögð fram tillaga að nýjum samningstexta milli SSH og Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf., sem stjórn SSH vísaði til efnislegrar umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögunum á fundi þann 6. júní síðastliðinn.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

9.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn

Frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14. júní, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta á Waldorfsskólanum í Lækjarbotnum sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans á skólaárinu 2016-2017, fyrir 1. ágúst nk.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1701713 - Óleyfisíbúðir, fyrirspurn bæjarfulltrúa Ólafs Þórs Gunnarssonar

Sviðsstjóri velferðarsviðs og slökkvilisstjóri höfuðborgarsvæðisins mæta á fund bæjarráðs til að ræða óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði í Kópavogi í samræmi við beiðni þar um sem barst á fundi þann 15. júní sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 07:30
  • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri - mæting: 07:30

Ýmis erindi

11.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14. júní, lagt fram bréf um eftirfylgni með úttekt á Álfhólsskóla þar sm óskað er eftir nánar tilgreindum gögnum fyrir 1. ágúst nk.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1706155 - Sérstakur húsnæðisstuðningur. Nýjar reglur Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 14. júní, lagt fram svar við ábendingum ÖBÍ á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, sem bæjarráð vísaði til úrvinnslu sviðsstjóra velferðarsviðs þann 2.júní síðastliðinn.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1706582 - Endurnýjun samniga við Tennisfélag Kópavogs vegna stækkunnar Tennishallar Dalsmára 13

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 20. júní, lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Tennisfélag Kópavogs vegna fyrirhugaðrar stækkunnar á Tennishöllinni. Óskað er eftir heimild til að ganga frá samningi á grundvelli meðfylgjandi samningsdraga.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1706374 - Smáratorg 3, Turninn, Múlakaffi. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 15. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Múlakaffi ehf., kt. 660772-0229, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og um afgreiðslutíma áfengis vísast til lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag en afgreiðslutími er umfram það sem ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Óskað er eftir opnunartíma til kl. 01:00 virka daga en lögreglusamþykktin gerir ráð fyrir opnunartíma til 23:30 virka daga. Sveitastjórn má samþykkja lengri opnunartíma. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1705517 - Hafnarbraut 12, gröftur á lóðarmörkum

Frá lögfræðideild, dags. 20. júní, lagt fram minnisblað vegna beiðni um tímabundna innlausn lóðarréttinda út af greftri á lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 106.
Bæjarráð telur ekki tímabært að samþykkja innlausn á hluta lóðar og vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:55
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja opið söluferli á Fannborg 2, 4 og 6.
Hlé var gert á fundi kl. 8:25. Fundi var fram haldið kl. 8:40.

Fulltrúar Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks lögðu til að málinu verði vísað til skipulagsráðs til úrvinnslu.

Hlé var gert á fundi kl. 8:45. Fundi var fram haldið kl. 8:50.

Fulltrúar meirihlutans lögðu til að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Tillaga minnihlutans var felld með þremur atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar og Karenar Halldórsdóttur en Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar og Karenar Halldórsdóttur tillögu meirihluta um að vísa afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar. Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.17051884 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóri Kópahvoll

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 30. maí, lögð fram tillaga að ráðningu leikskólastjóra Kópahvols. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar á fundi sínum þann 1. júní sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Halla Ösp Hallsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra Kópahvols.
Hlé var gert á fundi kl. 8:20. Fundi var fram haldið kl. 8:22.

Fundi slitið - kl. 09:38.