Bæjarráð

2861. fundur 09. mars 2017 kl. 07:30 - 09:33 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1701755 - Hamraborg 3, Studio Apartments. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 2. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgasvæðinu, dags. 18. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Studio Apartments, kt. 690606-0110, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistitað í flokki II, að Hamraborg 3, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn í samræmi við minnisblað lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

2.1702026F - Velferðarráð - 4. fundur frá 27.02.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.
  • 2.6 1410282 Specialisterne á Íslandi
    Óskað eftir samstarfssamningi við Kópavogsbæ Niðurstaða Velferðarráð - 4 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Specialisterne í samræmi við tillögu starfsmanna velferðarsviðs og vísar afgreiðslu málsins til bæjarráðs.
    Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

3.1703400 - Fundargerð 439. fundar stjórnar SSH frá 13. feb. 2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

4.1703031 - Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.02.2017

Fundargerð í 24. liðum.
Lagt fram.

5.1702022F - Barnaverndarnefnd - 64. fundur frá 23.02.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.
Í samræmi við 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs er óskað eftir að taka málið á dagskrá fundarins með afbrigðum.

6.1702627 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2017

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 7. mars, lögð fram tillaga velferðarráðs við breytingartillögu á 25. gr. reglna Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð að því er varðar styrki til greiðslu sérfræðiaðstoðar, sem samþykkt var í velferðarráði þann 27. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Dagskrártillaga:
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið inn á dagskrá með afbrigðum.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu velferðarráðs að breytingatillögu á 25. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, enda rúmist útgreiðslur innan ramma.

7.1701066 - Götusópun útboð 2017

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. mars, lagðar fram niðurstöður útboða vegna hreinsunar gatna og gönguleiða í Kópavogi 2017-2020. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda úr báðum útboðum, Hreinsitækni ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hreinsitækni ehf. um hreinsun gatna og gönguleiða í Kópavogi 2017-2020.

8.0909147 - Vallakór 14-16, leigusamningur um aðstöðu.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. mars, lagt fram erindi um uppsögn Fjarskipta ehf. á leigusamningi um aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í Kórnum.
Lagt fram.

9.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. mars, lagt fram erindi vinnuhóps um framtíðarskipulag og þróun húsnæðismála Kársnesskóla þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að fram fari verðkönnun á bráðabirgðahúsnæði á skólalóðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til þess að fram fari verðkönnun í samræmi við erindi bréfritara.

10.1612281 - Tilfærsla verkefna innan stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Innkaupamál og úthlutun lóða færð af umhverfissviði á stjórnsýslusvið

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að erindisbréfi innkauparáðs Kópavogsbæjar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.1701702 - Urðarhvarf 4, Icelandic Apartments. Altus ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 2. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgasvæðinu, dags. 18. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Altus, kt. 621216-0150, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistitað í flokki II, að Urðarhvarfi 4, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

12.1701990 - Hamraborg 11, Catalína ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 7. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgasvæðinu, dags. 23. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Catalínu ehf., kt. 460598-3709, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað/skemmtistað í flokki III, að Hamraborg 11, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag, en afgreiðslutími er umfram það sem ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Óskað er eftir opnunartíma til kl. 01:00 virka daga, en lögreglusamþykktin gerir ráð fyrir opnunartíma til 23:30 virka daga. Sveitarstjórn má samþykkja lengi opnunartíma.

13.1610066 - Borgarlína í Kópavogi

Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnastjóri halda kynningu um stöðu Borgarlínuverkefnisins.

14.1703315 - Vogatunga 45. Óskað eftir undanþágu frá kvöð í lóðarleigusamningi um aldur

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. mars, lögð fram umsögn um beiðni um undanþágu frá kvöð varðandi aldur kaupanda vegna sölu á Vogatungu 45, eignir fyrir 60 ára og eldri.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

15.1702695 - Dalaþing 28, umsókn um lóð

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. mars, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 28 frá Benedikt Ísak Þórarinssyni, kt. 150590-2999 og Söndru Þorvaldsdóttur, kt. 260787-2849. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Benedikt Ísak Þórarinssyni og Söndru Þorvaldsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 28 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

16.1703398 - Austurkór 36, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. mars, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 36 frá Guðríði Hannesdóttur, kt. 041085-3639 og Guðlaugi Andra Axelssyni, kt. 021082-3929. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Guðríði Hannesdóttur og Guðlaugi Andra Axelssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 36 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

17.1703299 - Austurkór 28, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. mars, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 28 frá Steingrími Erni Ingólfssyni, kt. 161092-2159. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Steingrími Erni Ingólfssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 28 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

18.1703314 - Auðnukór 4. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. mars, lögð fram umsókn um lóðina Auðnukór 4 frá Ingibjörgu Lóu Ármannsdóttur, kt. 080764-5299 og Þorvaldi Ingvarssyni, kt. 080563-2489. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ingibjörgu Lóu Ármannsdóttur og Þorvaldi Ingvarssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Auðnukór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

19.1702679 - Arakór 6, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. mars, lögð fram umsókn um lóðina Arakór 6 frá Stellu Aradóttur, kt. 301181-4699 og Björgvin Erni Antonssyni, kt. 020977-5079. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Stellu Aradóttur og Björgvin Erni Antonssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Arakór 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

20.1703426 - Arakór 4, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. mars, lögð fram umsókn um lóðina Arakór 4 frá Jósep Frey Gunnarssyni, kt. 140177-5719 og Kristjönu Sæmundsdóttur, kt. 300378-3159. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Jósep Frey Gunnarssyni og Kristjönu Sæmundsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Arakór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

21.1702681 - Arakór 2, umsókn um lóð

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. mars, lögð fram umsókn um lóðina Arakór 2 frá Valdimar Gunnarssyni, kt. 080877-3319 og Sigríði Ástu Hilmarsdóttur, kt. 270183-5149. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Valdimari Gunnarssyni og Sigríði Ástu Hilmarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Arakór 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

22.1703002 - Aflakór 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. mars, lögð fram umsókn um lóðina Aflakór 6 frá Erlendi Erni Erlendssyni, kt. 120771-5829 og Lilju Björk Kristinsdóttur, kt. 110671-5129. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Erlendi Erni Erlendssyni og Lilju Björk Kristinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Aflakór 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Í samræmi við 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs er lagt til að málið verði tekið á dagskrá fundarins með afbrigðum.

23.1703482 - Hafnarbraut 9. Heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 7. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Hafnarbrautar 9 um heimild til að veðsetja lóðina.
Dagskrártillaga:
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið inn með afbrigðum.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi með því skilyrði að áhvílandi tryggingarbréfi verði aflétt af eigninni.

24.1702593 - Reglur um meðferð óska um opna fundi nefnda

Frá forsætisnefnd, lögð fram drög að reglum um meðferð óska um opna fundi ráða/nefnda sem vísað er til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 2. mars sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:33.