Bæjarráð

2855. fundur 26. janúar 2017 kl. 08:15 - 09:36 á Digranesvegi 1, Bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1701418 - Gulaþing 21. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Gulaþing 21 frá Matthíasi Páli Imsland, kt. 270174-5159. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Matthíasi Pálmi Imsland kost á byggingarrétti á lóðinni Gulaþing 21 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.1701612 - Hlíðarendi 13, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Hlíðarenda 13 frá Efstadal ehf., kt. 510210-0850. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Efstadal ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 13 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

3.1701525 - Austurkór 171. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 171 frá SJM Verk ehf., kt. 450515-0510. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa SJM Verk ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 171 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

4.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Frá lögfræðideild, dags. 21. desember, lögð fram greinargerð vegna tillögu að breytingum á reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda. Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs þann 13. desember sl. Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 10. janúar sl. og vísaði því til bæjarráðs. Málið var tekið fyrir á fundi velferðarráðs þann 23. janúar sl. sem samþykkti fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um sölu félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.15062149 - Sunnubraut 30, kæra v. synjun á byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 23. janúar, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 44/2015 þar sem kærð var afgreiðsla skipulagsnefndar um að synja umsókn um leyfi til að reisa parhús að Sunnubraut 30.
Lagt fram.
Fundarhlé hófst kl. 8.46, fundi fram haldið kl. 9.12

6.1701950 - Fyrirspurn um framkvæmd eingreiðslu skv. kjarasamningi Félags grunnskólakennara til launþega í fæðin

Frá starfsmannadeild, dags. 17. janúar, lagt fram minnisblað vegna fyrirspurnar um framkvæmd eingreiðslu skv. kjarasamningi Félags grunnskólakennara til launþega í fæðingarorlofi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að greiða eingreiðslur skv. kjarasamningi til starfsmanna í fæðingarorlofi.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi og Karen E. Halldórsdóttir tók við stjórn fundarins.

7.17011020 - Hafnarbraut 12. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 24. janúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa, Þróunarfélagsins ehf., um heimild til veðsetningar lóðarinnar Hafnarbraut 12.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum veðheimild í samræmi við umsögn fjármálastjóra.

8.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 16. janúar, lagt fram erindi um eftirfylgni með úttekt á Kársnesskóla.
Lagt fram.

9.1701018 - Menntaráð - 1. fundur frá 17.01.2017

1. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

10.1701022 - Menntaráð - 2. fundur frá 23.01.2017

2. fundur í 2. liðum.
Lagt fram.

11.1701803 - Fundargerð 159. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.01.2017

159. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:36.