Bæjarráð

2851. fundur 29. desember 2016 kl. 08:15 - 10:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1612294 - Styrkbeiðni vegna áramótabrennu í þingunum

Frá brennunefnd íbúa í Frostaþingi, dags. 13. desember, lögð fram beiðni um styrk vegna áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs, til að mæta útgjöldum í formi leyfisgjalda og trygginga að fjárhæð ca. kr. 90.000.-.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

2.16121027 - Bæjarlind 5, framsal lóðarréttinda.

Frá Fagsmíði ehf., dags. 28. desember, lögð fram beiðni um heimild til framsals Bæjarlindar 5.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

3.1603736 - Kostnaður vegna húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni.

Frá bæjarstjóra, dags. 28. desember, lagt fram svar við fyrirspurn Kristins Dags Gissurarsonar frá 10 mars sl.
Lagt fram.

4.1612962 - Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 16.12.2016

72. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

5.1612983 - Fundargerð 71. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 25.11.2016

71. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

6.1612394 - Fundargerð 256. fundar stjórnar Strætó bs. frá 9.12.1016

256. fundur í 9. liðum.
Lagt fram.

7.1612959 - Fundargerð 437. fundar stjórnar SSH frá 05.12.2016

437. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

8.1612963 - Fundargerð 369. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.12.2016

369. fundur í 10. liðum.
Lagt fram.

9.1612422 - Fundargerð 356. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2016

356. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

10.1612021 - Félagsmálaráð frá 19.12.2016.

1424. fundur í 13. liðum.
Lagt fram.

11.1612016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 09.12.2016.

205. fundur í 1. lið.
Lagt fram.

12.1612002 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 02.12.2016.

204. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

13.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn

Frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 16. desember, lagt fram erindi um eftirfylgni með úttekt á Salaskóla þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans til ársloka 2016. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. janúar nk.
Lagt fram.

14.1612350 - Smiðjuvegur 40. Umsagnarbeiðni vegna ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 20. desember, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 12. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ara Ólafssonar, f.h. Réttingarþjónustunnar ehf., kt. 530575-0479, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu að Smiðjuvegi 40, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

15.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Frá lögfræðideild, dags. 21. desember, lögð fram greinagerð vegna tillögu að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning til leigenda á almennum markaði voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs þann 13. desember.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

16.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air.

Lögð fram drög að samkomulagi milli TF Kóp ehf., og Kópavogsbæjar, um lóðarleigusamning fyrir lóðirnar Vesturvör 38a og Vesturvör 38b.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.

17.1612979 - Samkomulag um bætur

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. desember, lagt fram samkomulag um bætur við eigendur Hafraþings 10 vegna breytinga á deiliskipulagi "Vatnsenda - Þing, Hafraþingi 6-8" þar sem við grenndarkynningu láðist að kynna breytingu skipulagsins fyrir eigendum Hafraþings 10.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samkomulag um bætur við eigendur Hafraþings 10.

18.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í október.
Lagt fram.

19.1612291 - Dalaþing 7, umsókn um lóð.

Frá fjármálastjóra, dags. 14. desember, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 7 frá Hilmari Rafni Kristinssyni, kt. 300681-4179 og Kristni Sigurjóni Gunnarssyni, kt. 261059-4449. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjenda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópvogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hilmari Rafni Kristinssyni og Kristni Sigurjóni Gunnarssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 7 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

20.1412061 - Þrymsalir 1, kæra vegna höfnunar á breyttu deiliskipulagi.

Frá lögfræðideild, dags. 15. desember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 120/2014 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að hafna beiðni kæranda um breytingu á deiliskipulaginu Hnoðraholt-Smalaholt vegna Þrymsala 1 þar sem óskað var eftir breytingu á skráningu hússins úr einbýlshúsi í tvíbýlishús.
Lagt fram.

21.1610429 - Smárinn, kæra vegna deiliskipulags.

Frá lögfræðideild, dags. 16. desember, lögð fram synjun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á beiðni Nýja Norðurturnsins ehf. um endurupptöku máls nr. 29/2016 þar sem kröfu um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar um að samþykkja breytt deiliskipulag fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar var hafnað.
Lagt fram.

22.1611967 - Nónhæð deiliskipulagsbreyting, kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 15. desember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 154/2016 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar að vinna deiliskipulag við Nónhæð í Kópavogi.
Lagt fram.

23.1505435 - Austurkór 89, kæra vegna breytinga á deiliskipulagi.

Frá lögfræðideild, dags. 15. desember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 34/2014 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að breyta deiliskipulagi fyrir Austurkór 89.
Lagt fram.

24.1612289 - Umsagnarbeiðni vegna áramótabrennu. Gulaþing.

Frá lögfræðideild, dags. 20. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Þórs Árnasonar, kt. 240366-5179, um leyfi fyrir áramótabrennu ofan við Gulaþing í Kópavogi á gamlárskvöld 31. desember 2016 kl. 20:30. Lagt er til að veitt verði jákvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

25.1612471 - Umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar

Frá lögfræðideild, dags. 20. desember, lagt fram bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn E-þjónustunnar ehf., kt. 440602-2310, um leyfi fyrir flugeldasýningu við Skógarlind á gamlárskvöld 31. desember 2016 frá kl. 21:15-21:45. Samkvæmt 4. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 952/2003 um skothelda skal umsögn sveitarstjórnar liggja fyrir áður en veitt er leyfi fyrir flugeldasýningu. Lagt er til að veitt verði jákvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:30.