Bæjarráð

2849. fundur 08. desember 2016 kl. 08:15 - 10:45 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir stýrði fundi í fjarveru Theódóru Þorsteinsdóttur.

1.16111120 - Sótt um leyfi fyrir flugeldasýningu í Kópavogsdal 31.12.2016

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 23. nóvember, lagt fram erindi þar sem annars vegar er óskað eftir umsögn bæjaryfirvalda vegna flugeldasýningar í Kópavogsdal á svæði fótboltavallar Breiðabliks þann 31. desember 2016 milli kl. 21-21:30 og hins vegar leyfi til að halda flugeldasýninguna á fyrrgreindum stað.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

2.1612002 - Kjarasamningur við grunnskólakennara. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Sviðsstjóri menntasviðs gerði grein fyrir nýjum kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

3.1611969 - Fundargerð 368. fundar Sorpu bs. frá 25.11.2016

368. fundur í 12. liðum.
Lagt fram.

4.1612051 - Fundargerð 158. stjórnarfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 02.12.2016

158. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

5.16111195 - Fundargerð 844. fundar stjórnar Sambandsins frá 25.11.2016

844. fundur í 22. liðum.
Lagt fram.

6.1611567 - Nýbýlavegur 4-10. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga ASK arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nýbýlave.gar 4-10. Í breytingunni felast eftirtaldar breytingar:
1) Íbúðum fjölgað úr 85 í 115.
2) Byggingarmagn aukið úr 187,00 m² í 19,900 eða um 1,200 m².
3) Bílastæðakrafa lækkar úr 1,3 í 1,1.
4) Hlutfall íbúða/atvinnu breyst úr 47/53 í 58/42.
Að öðru leiti vísast í gildandi deiliskipulag frá 23. maí 2016. Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Nýbýlavegar 2, Nýbýlavegar 6, fastanr. 223-4709 og Nýbýlavegar 12 fastanr. 206-4400 dags. 18. nóvember 2016 um að þeir séu samþykkir ofangreindum breytingum. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1611944 - Naustavör 11 og 13, 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga Landark f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Naustavör. Breytingin tekur til lóðanna 11, 13, 36 til 42 og 44 til 50 (áður 52 til 66):
Naustavör 11; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 35 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 24 fyrir Naustavör11 á lóðinni. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005. Naustavör 13; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 35 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 24 fyrir Naustavör13 á lóðinni. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.
Naustavör 36 til 42; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 47 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.
Naustavör 44 til 50; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 47 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1609770 - Lækjarhjalli 36. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Lækjarhjalla 36 sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 29. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Lækjarhjalla 26, 28, 34 og 38. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1610283 - Kópavogsbraut 9-11. Nýbygging. Deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 9 og 11. Í breytingunni felst að í stað núverandi íbúðarhúsa á lóðunum að Kópavogsbraut 9 og 11 komi tvö fjölbýlishús á 4 og 5 hæðum auk kjallara þar sem 5 hæðin er inndregin að hluta. Lóðirnar verða sameinaðar og verður stærð lóðar eftir breytingu 2.900 m2. Fjöldi íbúða á hinni nýju lóð Kópavogsbraut 9-11 verður 40. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð alls 50 stæði þar af 40 í niðurgrafinni bílgeymslu. Hámarks byggingarmagna á lóðinni er áætlað 5.800 m2 með bílageymslu sem áætluð er 900 m2 að stærð. Hámarkshæð vegghæð byggingarreits talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar verður 15,5 metrar og hámarks þakhæð um 15,6 metrar. Afmörkun þess svæðis sem í gildandi deiliskipulagi Kópavogstúns sem merkt er "SKIPULAGI FRESTAÐ" breytist. Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 m.s.br. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1611857 - Hæðarendi 7. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lagt fram erindi Halldórs Benediktssonar og Lísu Bjarnadóttur, lóðarhafar Hæðarenda 7 þar sem óskað er eftir að færa byggingarreit fyrirhugaðs hesthúss um 4 m til suðurs þ.e. frá Hæðarenda 5 sbr. uppdrátt í mkv. 1:500 dags. í nóvember 2016. Lagt fram samþykki aðligjandi lóðarhafa dags. í nóvember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1612048 - Hafnarbraut 6 og 8. Spennistöð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu dreifistöðvar Veitna á mörkum lóða nr. 6 og 8 við Hafnarbraut. Enn fremur lögð fram umsögn Fjalars Gíslasonar fagstjóra rafmagns Veitna dags. 1. desember 2016. Þá lagt fram samþykkir lóðarhafa Hafnarbreutar 6 og 8 dags. 1. desember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 220 m2, hámarksvegghæð og þakhæð byggingarreitar verður 5 m suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m. Staðsetning bílgeymslu verður í suðvesturhluta byggingarreitar. Fyrirhuguð nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. desember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1611020 - Skipulagsnefnd frá 05.12.2016

1287. fundur í 18. liðum.
Lagt fram.

14.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Frá rekstrarstjóra velferðarsviðis og lögfræðideild, dags. 6. desember, lögð fram til samþykktar drög að reglum um sérstakan hússnæðisstuðning. Félagsmálaráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti á fundi þann 5. desember sl.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1612001 - Félagsmálaráð frá 05.12.2016

1423. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

16.16111123 - Fundargerð 219. fundar Heilbrigðisnefndar frá 28.11.2016

219. fundur í 36. liðum.
Lagt fram.

17.16111110 - Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Dalbrekku 2,4,6,8 og 10 og Auðbrekku 13.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. og GG verk ehf. um lóðirnar Dalbrekku 2, 4, 6, 8 og 10 og Auðbrekku 13. Þá er einnig lagt fram sem fylgiskjal með samkomulaginu rammasamkomulag um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar en leggur áherslu á að skilyrði um leiguhúsnæði verði útfært nánar.

18.1612009 - Ósk um viðræður um kaup á reit 1 á Glaðheimasvæði.

Frá SS Húsum ehf., dags. 23. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ um kaup á Reit nr. 1 á Glaðheimasvæði Kópavogs.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

19.1612013 - Framtíðarskipan húsnæðismála

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. desember, lögð fram bókun af fundi Sambandsins um framtíðarskipan húsnæðismála skv. lögum um almennar íbúðir frá 25. nóvember sl.
Lagt fram.

20.1608700 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Ásdísar Árnadóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði synjað um launað námsleyfi á árinu 2017 þar sem nám hennar er ekki viðurkennt framhaldsnám í sérgrein starfsmanns með sérmenntun skv. 9. gr. reglna um launuð námsleyfi.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum að veita Ásdísi Árnadóttur launað námsleyfi.

21.16082114 - Umsókn um launað námsleyfi veturinn 2017-2018

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Sigríðar Gunnarsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2017 og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Umsókn hennar um 5 mánaðar námsleyfi á árinu 2018 er vísað frá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Sigríði Gunnarsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

22.16082112 - Umsókn um launað námsleyfi veturinn 2017-2018

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Ásmundar R. Richardssonar um námsleyfi og lagt til að honum verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði, frá október til desember á árinu 2017, gegn því skilyrði að hann starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Þeim hluta umsóknarinnar er lýtur að námsleyfi fyrir árið 2018 er vísað frá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Ásmundi R. Richardssyni launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hann vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

23.16082081 - Sótt um launað námsleyfi veturinn 2017 - 2018

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Guðdísar Guðjónsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Guðdísi Guðjónsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

24.16081380 - Umsókn um launað námsleyfi jan.-maí 2017

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Bryndísar Sigríðar Eiríksdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði synjað um launað námsleyfi í 5 mánuð á árinu 2017 þar sem nám hennar er ekki viðurkennt framhaldsnám í sérgrein starfsmanns með sérmenntun skv. 9. gr. reglna um launuð námsleyfi.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum að veita Brynju Eyþórsdóttur launað námsleyfi.

25.1608360 - Umsókn um námsleyfi vor 2017.

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Helgu Hönnu Þorsteinsdóttur um námsleyfi og lagt til að undantekningarreglu 8. gr. reglna um launað námsleyfi um samlagningu ára verði beitt og henni verði veitt launað námsleyfi í 2 mánuð á vorönn 2017 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Helgu Hönnu Þorsteinsdóttur launað námsleyfi í 2 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

26.1608592 - Umsókn um námsleyfi vor 2017.

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Sigurbjörns Rúnars Björnssonar um námsleyfi og lagt til að honum verði synjað um launað námsleyfi í 9 vikur á árinu 2017 þar sem nám hans er ekki viðurkennt framhaldsnám í sérgrein starfsmanns með sérmenntun skv. 9. gr. reglna um launuð námsleyfi.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum að veita Sigurbirni Rúnari Björnssyni launað námsleyfi.

27.15081375 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Önnu Eyglóar Karlsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 5 mánuð á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Önnu Eygló Karlsdóttur launað námsleyfi í 5 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

28.1609944 - Beiðni um námsleyfi á árinu 2017

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Lilju Rósar Agnarsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 1 mánuð á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Lilju Rós Agnarsdóttur launað námsleyfi í 1 mánuð á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

29.1602952 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Brynju Eyþórsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 28 daga á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Brynju Eyþórsdóttur launað námsleyfi í 28 daga á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

30.1605468 - Umsókn um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Fjólu Þorvaldsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 9 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Fjólu Þorvaldsdóttur launað námsleyfi í 9,0 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

31.1605272 - Umsókn um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 6. desember, lögð fram beiðni Páls Magnússonar um námsleyfi og lagt til að honum verði veitt launað námsleyfi í 7,33 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hann starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Páli Magnússyni launað námsleyfi í 7,33 mánuði á árinu 2017 gegn því skilyrði að hann vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

32.1611636 - Dalvegur 2, Castello. Ada ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 30. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn ADA ehf., kt. 430407-1550, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I, að Dalvegi 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

Fundi slitið - kl. 10:45.