Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Álalindar 18-20 ásamt skýringaruppdrætti dags. 21. nóvember 2016 með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8, 5, 10, 14 og 16. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 35 í 43. Hámarksflatarmál húss eykst og verður 6.000 m2 án bílageymslu. Heildarflatarmál bílageymslu minnkar og verður 1.100 m2. Hæð byggingarreits breytist og er mesta hæð hússins talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar nú 21 metrar í stað 20.8 eða hækkun um 20 cm. Hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem eru 4 hæðir lækkar úr 13, í 12,4 metrar og hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem er 6 hæðir hækkar úr 17,8 metrar í 18,1 meter. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist. Krafa um fjölda bílastæða á íbúð er óbreyttur og er gert ráð fyrir 73 bílastæðum þar af 43 í niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála sem samþykktir voru í bæjarstjórn 15. desember 2015. Þá lagður fram áritaður uppdráttur með ofangreindri deiliskipulagsbreytingu með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8; Álalindar 5,; Álalindar 10; Álalindar 14 og Álalindar 16. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.