Bæjarráð

2508. fundur 11. júní 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.906109 - Salagrill Rjúpnasölum 1. Stjórnsýslukæra vegna synjunar á útgáfu rekstrarleyfis.

Frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dags. 8/6, óskað er eftir gögnum vegna Salagrills, sem synjað var um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

2.905186 - Akrakór 7

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 9/6, varðandi ósk um niðurfellingu aukagatnagerðargjalda fyrir Akrakór 7.
Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

3.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá forstöðumanni vinnuskólans, lögð fram tillaga að ráðningum sumarstarfsmanna skv. lista dags. 10/6.

Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningum 145 sumarstarfsmanna.

4.906106 - Ósk um undanþágu til áframhaldandi starfa.

Frá Teiti Símonarsyni, starfsmanni áhaldahúss, dags. 6/6, ósk um að fá að starfa til 30/9 2009.


Bæjarráð samþykkir erindið.

5.906105 - Ósk um undanþágu til áframhaldandi starfa.

Frá Jónasi Jónssyni, starfsmanni áhaldahúss, dags. 3/6, ósk um að fá að starfa áfram um óákveðinn tíma.

Bæjarráð samþykkir að veita Jónasi Jónssyni heimild til að starfa til 31.12 2009.

6.906107 - Ósk um undanþágu til áframhaldandi starfa

Frá Árna Björgvinssyni, starfsmanni áhaldahúss, dags. 6/6, ósk um að fá að starfa til áramóta 2010/2011, til að byrja með.


Bæjarráð samþykkir að veita Árna Björgvinssyni heimild til að starfa til 31.12 2009.

7.811293 - Boðaþing 5-7

Frá Mark-húsum ehf. óskað eftir endurskoðun á afhendingartíma hjúkrunarheimilis að Boðaþingi 5 - 7.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

8.906091 - Tillaga stjórnar SSH varðandi framkvæmd og úrvinnslu stöðvunarbrota

Frá SSH, dags. 5/6, varðandi samræmt fyrirkomulag á framkvæmd og úrvinnslu stöðvunarbrota hjá aðildarfélögum SSH.

Bæjarráð samþykkir tillögu SSH.

9.906103 - Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Frá umhverfisnefnd Alþingis, dags. 5/6, óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009 - 2013, 52. mál. Æskilegt er að svar berist ekki síðar en 19. júní n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar. Jafnframt er erindinu vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

10.906102 - Stjórnsýslukærur frá Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Ákvörðun Skipulagsstofnunar kærð.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 4/6, óskað er umsagnar um kærur, sem ráðuneytinu hafa borist um að framkvæmdin Suðvesturlínur skuli ekki metin meö öðrum tengdum framkvæmdum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

11.904262 - Nýbýlavegur 30, mótmælt leyfi byggingarfulltrúa vegna gistiheimilis.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 9/6, um mótmæli á leyfi byggingarfulltrúa vegna gistiheimilis að Nýbýlavegi 30.
Lagt er til að útgáfa byggingarleyfis fyrir gistiheimili á 3. hæð Nýbýlavegar 30 verði staðfest.

Bæjarráð staðfestir útgáfu byggingarleyfis.

12.903138 - Raf- og rafeindatækjaúrgangur.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 9/6, varðandi meðhöndlun úrgangs. Kópavogsbæ er gefinn kostur á að tjá sig um, hvort sveitarfélagið framleiði eða flytji inn raf- eða rafeindatæki, sem falla undir I. viðauka laga nr. 55/2003, sbr. 21. gr. laga nr. 55/2003.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra framkvæmdadeildar til umsagnar.

13.712135 - Bráðabirgðareiðleið við Sandahlíð

Frá Garðabæ, dags. 3/6, varðandi reiðstíg í Sandahlíð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

14.906037 - Starfsemi Sementsverksmiðjunnar

Frá starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, dags. 2/6, kynnt starfsemi verksmiðjunnar og hvatt til samvinnu og áframhaldandi framkvæmda.

Lagt fram.

15.906108 - Opnir dagar Evrópusambandsins 2009.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, forstöðumanni Brüssel-skrifstofu, tölvupóstur, dags. 2/6, varðandi Brüssel daga, sem haldnir verða 5. - 8. október n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.


 


Hlé var gert á fundi kl. 17.05. Fundi var framhaldið kl. 17.06.

16.901067 - Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar 2009

I. Fundargerðir nefnda.

II. Skipulagsmál.

III. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2008 - seinni umræða.

IV. Störf bæjarstjóra.

V. Kosningar.

17.906093 - Uppgjör vegna reksturs skíðasvæðanna ásamt ársreikningi 2008

Frá skíðasvæðunum, dags. 4/6, lagður fram ársreikningur 2008, ásamt uppgjöri vegna reksturs skíðasvæðanna fyrstu fimm mánuði ársins, ásamt drögum að útkomuspá ársins 2009.

Lagt fram.

18.906116 - Tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar.

Frá formanni bæjarráðs, lagt er til að fundartímar bæjarráðs í júlí og ágúst verði sem hér segir: Þann 9. og 23. júlí og 13. og 27. ágúst. Fundir bæjarstjórnar í júlí og ágúst falli niður vegna sumarleyfa bæjarstjórnar og næsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði þann 8. september. Samkvæmt lögum nr. 45/1988 með síðari breytingum fer bæjarráð með vald bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar.
Bæjarráð vísar tillögunni til staðfestingar bæjarstjórnar.

19.812114 - Kjóavellir. Úthlutun lóða.

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að stofna viðræðunefnd með Hestamannafélginu Gusti um uppbyggingu á félagssvæði þess á Kjóavöllum.

20.906117 - Ósk um upplýsingar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir öllum verksamningum við fyrirtækið Ó.G. BYGG, Ólafs og Gunnars ehf. vegna byggingar knatthúss í Smáranum. Óskað er eftir yfirliti yfir allar greiðslur til fyrirtækisins vegna byggingarinnar, sundurliðuðum eftir dagsetningum og skulu skýringar fylgja. Eins skulu allir samningar við fyrirtækið lagðir fram og viðaukasamningar ef einhverjir eru vegna byggingarinnar.

21.905268 - Fundargerð skólanefndar MK 26/3

1. fundur

22.901074 - Fundargerð ÍTK 8/6

234. fundur

23.901305 - Fundargerð leikskólanefndar 3/6

6. fundur

24.906006 - Skipulagsnefnd - 1166

25.905202 - Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7, breytt deiliskipulag

Liður 5 - Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

26.708071 - Kársnesbraut 95, breytt deiliskipulag

Liður 6 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar bæjarskipulags, dags. 10. júní 2009 um innsendar athugasemdir og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð hafnar erindinu.

27.902148 - Langabrekka 5, stoðveggur kynning sbr.7 mgr. 43.gr.laga 73/97.

Liður 7 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og byggingarnefndar.
Bæjarráð hafnar erindinu.

28.803107 - Hlíðarvegur 58. Breytt deiliskipulag

Liður 9 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð hafnar erindinu.

29.801254 - Sandskeið, deiliskipulag

Liður 10 - Skipulagsnefnd samþykkir að heimila skipulagsstjóra að leita meðmæla Skipulagsstofnunar um ofangreindar breytingar og vísar málinu til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

30.905014 - Fundargerð skólanefndar 3/6

11. fundur

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

31.901389 - Fundargerð húsnæðisnefndar 25/5

348. fundur

32.905268 - Fundargerð skólanefndar MK 1/4

2. fundur

33.905268 - Fundargerð skólanefndar MK 6/5

3. fundur

34.904016 - Fundargerð umferðarnefndar 7/5

362. fundur

35.906001 - Fundargerð umhverfisráðs 8/6

477. fundur

36.904149 - Umhverfisviðurkenningar 2009

Á fundi umhverfisráðs, dags. 4. maí 2009, var ákveðið að leita tilboða í hönnun og gerð viðurkenningaskjala og fróðleiksskilta ráðsins fyrir árið 2009. Haft var samband við sex auglýsingastofur en tilboð bárust frá fimm auglýsingastofum. Við yfirferð tilboða á fundi ráðsins voru tvö þeirra dæmd ógild, þar sem hugmyndir að útliti og gerð viðurkenningaskjala fylgdu ekki verðtilboðum. Eftirfarandi gild tilboð í viðurkenningaskjöl eru frá:

1. Fíton 1- 391.460 kr.

2. Fíton 2- 269.450 kr.

3. Frjálsri miðlun - 211.650 kr.

4. Næst - 319.965 kr.

Öll ofangreind verð eru með VSK.
Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tekið verði tilboði lægstbjóðanda í hönnun og gerð viðurkenningaskjala fyrir árið 2009.

Farið var í skoðunarferð og þeir staðir skoðaðir sem voru tilnefndir til umhverfisverðlauna.

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið og tók Ármann Kr. Ólafsson sæti á fundinum í hans stað.


Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

37.904168 - Fróðleiksskilti 2009

Á fundi umhverfisráðs, dags. 4. maí 2009, var ákveðið að leita tilboða í hönnun og gerð viðurkenningaskjala og fróðleiksskilta ráðsins fyrir árið 2009. Haft var samband við sex auglýsingastofur en tilboð bárust frá fimm auglýsingastofum. Við yfirferð tilboða á fundi ráðsins voru 3 þeirra dæmd ógild, þar sem hugmyndir að útliti og gerð viðurkenningaskjala fylgdu ekki verðtilboðum. Eftirfarandi gild tilboð í fróðleiksskilti eru frá:

Í hönnun og gerð fróðleiksskilta bárust eftirfarandi gild tilboð:

1. Fiton A-útgáfa - 183.326 kr.

2. Fiton B-útgáfa - 320.276 kr.

3. Næst - 199.200 kr.

Öll ofangreind verð eru með VSK.

Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tekið verði tilboði lægstbjóðanda í hönnun og gerð fróðleiksskilta fyrir árið 2009.

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið og tók Ármann Kr. Ólafsson sæti á fundinum í hans stað.


Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs um að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

38.904068 - Skýrsla frá Deloitte


Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið og tók Ármann Kr. Ólafsson sæti á fundinum í hans stað.


 


Á fundinn mættu fulltrúar Deloitte og gerðu þeir grein fyrir greinargerð um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun.

39.811090 - Dalvegur 24. Breytt deiliskipulag

Frá skipulagsstjóra, lagt fram að nýju breytt deiliskipulag fyrir Dalveg 24, sem frestað var í bæjarráði 19/2 2009.




Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, tók sæti á fundinum og vék Ármann Kr. Ólafsson þá af fundi.


 


Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

40.905071 - Skógarlind 1.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 9/6, um erindi Kjartans Más Sigurgeirssonar, varðandi framkvæmdir að Skógarlind 1.
Lagt er til að erindið verði samþykkt með þeim skilyrðum, að byggingarsvæðið verði girt af með traustri og vandaðri girðingu þar til framkvæmdum er lokið, að mokað verði yfir sökkla ef framkvæmdum við húsbyggingu verður ekki framhaldið innan eins árs, að fyllt verði að regnvatnslögn á svæðinu og að gengið verði þannig frá jöðrum svæðisins að hægt verði að leggja gangstéttir skv. gildandi skipulagi. Þessum skilyrðum skuli fullnægt innan fjögurra mánaða frá því að samþykki bæjarins liggur fyrir.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

Fundi slitið - kl. 17:15.