Bæjarráð

2835. fundur 01. september 2016 kl. 08:15 - 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir stýrði fundi.

1.1608012 - Félagsmálaráð, dags. 22. ágúst 2016.

1415. fundur félagsmálaráðs í 10. liðum.
Lagt fram.

2.16061070 - Sala korta í líkamsrækt. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá bæjarlögmanni og deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 30. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurn af fundi bæjarráðs 16.06.2016 varðandi hver beri ábyrgð á sölu árskorta Gym-heilsu í Sundlaugar Kópavogs.
Lagt fram.

3.1608010 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 25. ágúst 2016.

77. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 1. lið.
Lagt fram.

4.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. ágúst 2016.

68. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 5. liðum.
Lagt fram.

5.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 16. ágúst 2016.

432. fundur stjórnar SSH í 4. liðum.
Lagt fram.

6.1608007 - Lista- og menningarráð, dags. 18. ágúst 2016.

62. fundur lista- og menningarráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

7.1608014 - Leikskólanefnd, dags. 25. ágúst 2016.

72. fundur leikskólanefndar í 12. liðum.
Lagt fram.

8.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 29. ágúst 2016.

215. fundur heilbrigðisnefndar í 80. liðum.
Lagt fram.

9.1608015 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 25. ágúst 2016.

40. fundur forvarna- og frístundanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

10.1608850 - Auðnukór 8, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Auðnukór 8 frá Ólafi Baldurssyni, kt. 100469-5029 og Heiðu Ragnarsdóttur, kt. 040272-3219. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ólafi Baldurssyni og Heiðu Ragnarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Auðnukór 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

11.16081619 - Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun, 674. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 24. ágúst, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

12.16081552 - Árshlutareikningur Sorpu bs., janúar-júní 2016.

Frá Sorpu, dags. 22. ágúst, lagt fram sex mánaðar árshlutauppgjör fyrir Sorpu.
Lagt fram.

13.1606963 - Smiðjuvegur 56. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstur ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 29. ágúst, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 14. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Egils Hjartarsonar, kt. 281081-5359 f.h. Réttingarverkstæðis Hjartar (Hjörtur Bragason ehf.), kt. 540900-2640 um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sex bifreiðar að Smiðjuvegi 56, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða virðist nægja fyrir umsóttum fjölda ökutækja þar sem um endurnýjun á rekstrarleyfi er að ræða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

14.1607232 - Laufbrekka 6. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 18. júlí, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 8. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ágústs Sigurðssonar, kt. 080854-3239 f.h. Aukabónusar ehf., kt. 471085-0579 um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með átta bifreiðar að Laufbrekku 6, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

15.1608643 - Þverbrekka 4, Rut Jónsdóttir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi f.gististað.

Frá lögfræðideild, dags. 30. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Rutar Jónsdóttur, kt. 181272-3849, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Þverbrekku 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé utan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð leggst gegn veitingu umbeðins leyfis með vísan til framlagðrar umsagnar.

16.1605347 - Hlíðarendi 13. Umsókn um lóð undir hesthús.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Hlíðarenda 13 frá Jóhannesi Árnasyni, kt. 121266-3939. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Jóhannesi Árnasyni kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 13 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

17.16081616 - Fróðaþing 7, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 7 frá Aflmóti ehf., kt. 460794-2349. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Aflmóti ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþingi 7 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 08:15.