Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016. Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Margrét Júlía Rafnsdóttir sat fundinn í fjarveru Ólafs Þórs Gunnarssonar
Hlé var gert á fundi kl. 8.02. Fundi var fram haldið kl. 9.00.