Bæjarráð

2820. fundur 04. maí 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ása Richardsdóttir sat fundinn í fjarveru Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Margrét Júlía Rafnsdóttir sat fundinn í fjarveru Ólafs Þórs Gunnarssonar

Hlé var gert á fundi kl. 8.02. Fundi var fram haldið kl. 9.00.

1.1602042 - Styrkbeiðni til starfsemi Bocciahópsins í Gjábakka.

Frá Garðari Alfonssyni, f.h. bocciahópsins í Gjábakka, lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 100.000,-. til starfsemi hópsins árið 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

2.1605115 - Málþing um hjólreiðar.

Frá formanni bæjarráðs, kynning á málþingi um umferðaröryggi vegna hjólreiða, sem fram fer í Salnum þann 31. maí nk.
Lagt fram.

3.16041092 - Selbrekka 20, Sjf ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististað.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sjf ehf., kt. 481215-0990, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, að Selbrekku 20, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skmemtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 28. apríl sl. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

4.1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016. Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

5.1604158 - Lundur 74-78. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram tillaga Guðmundar Gunnalaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á hæðarkóta við hús nr. 74, 76 og 78 við Lund sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14.3. 2016 og 25.4. 2016 ásamt greinargerð. Í breytingunni fellst að hámarkshæð Lundar nr. 74 hækkar um 80 sm, Lundar 76 um 50 sm og Lundar nr. 78 um 20 sm. Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitafélagsins og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

6.1601517 - Kársnesskóli. Skólagerði. Færanlegar kennslustofur.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kársnesskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37. Kynningu lauk 29.4.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

7.16041206 - Kársnesbraut 135. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. í mars 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðinni Kársnesbraut 135. Í breytingunni felst að byggja ca. 68 m2 bílskúr við suður-lóðamörk sbr. uppdrætti dags. í mars 2016. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Holtagerðis 78, 80, 82; Kársnesbrautar 133, 137 og Kársnesbrautar 112, dags. 25.4.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

8.1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

9.1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32. Erindi lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

10.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta með lagfæringum á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.4.2016 og umsögn dags. 11.4.2016 með fyrrgreindum breytingum. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhvefisskýrslu dags. 11. apríl 2016 og umsögn dags. 11. apríl 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

11.16041211 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 20.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á bílskúrum á norðvestur hluta lóðar. Bílskúrar eru í dag 68,8 m2 en verða eftir stækkun 107,8 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,33 eftir breytingu en er í dag 0,27 sbr. uppdráttum dags. 20.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði ósk um stækkun bílskúrs með vísan í fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 21. mars 2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

12.1604014 - Skipulagsnefnd, dags. 2. maí 2016.

1276. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

13.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 25. apríl 2016.

211. fundur heilbrigðisnefndar í 71. lið.
Lagt fram.

14.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð.

Frá bæjarritara og verkefnastjóra hverfisskipulags, dags. 2. maí, lögð fram til staðfestingar verkefnalýsing á verkefninu "Okkar Kópavogur - hafðu áhrif" sem snýr að þátttöku íbúa við stefnumótun bæjarins og ákvarðanatöku við útdeilingu fjármagns.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum verkefnalýsingu verkefnisins Okkar Kópavogur - hafðu áhrif.

Skipulagsfræðingur á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

15.16041401 - Styrkumsókn vegna þátttöku í Ólympíuleikjum í eðlisfræði í Sviss.

Frá Hjalta Þór Ísleifssyni, dags. 27. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikjum í eðlisfræði í Sviss.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

16.16031311 - Tónahvarf 5, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 5 frá Ris byggingarverktökum ehf., kt. 421294-2409. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ris byggingarverktökum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 5 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

17.1602980 - Tónahvarf 12, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 12 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Idea ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 12 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

18.1602979 - Tónahvarf 10, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 10 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð samþykki útlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Idea ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 10 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

19.1602978 - Tónahvarf 8, umsókn um atvinnuhúsalóðir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 8 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Idea ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

20.1604731 - Tónahvarf 6, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissvsiðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 6 frá Leigugörðum ehf., kt. 571208-0240. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Leigugörðum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

21.1604084 - Austurkór 177. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 177 frá Kjartani Antonssyni, kt. 300976-4849 og Hönnu Heiðu Bjarnadóttur, kt. 090780-5229. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Kjartani Antonssyni og Hönnu Heiðu Bjarnadóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 177 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

22.16041314 - Hamraborg 20a, Bíóbakan-Bhf. ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 26. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bhf ehf., kt. 570811-0100, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum Bíóbakan, að Hamraborg 20a, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

23.16041417 - Beiðni um heimild til framsals. Austurkór 6A.

Frá fjármálastjóra, dags. 2. maí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 6A, Gráhyrnu ehf., um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild til framsals með fimm atkvæðum.

24.16031373 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu umsóknar skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 426.384,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 426.384,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign skíðadeildar Víkings.

25.16031374 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu umsóknar skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 426.384,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 426.384,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign skíðadeildar ÍR.

Fundi slitið.