Bæjarráð

2777. fundur 04. júní 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1506172 - Samstarf Skákstyrktarsjóðins og Kópavogsbæjar.

Frá Skákstyrktarsjóði Kópavogs, dags. 5. maí, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn geti ekki lengur tekið við erindum sem berast Kópavogsbæ og er mælst til þess að Kópavogsbær áframsendi framvegis engar styrkumsóknir. Einnig tilkynnt um að sjóðurinn verði að leggja af styrkveitingum til leik- og grunnskóla í Kópavogi í ljósi bágrar fjárhagsstöðu.
Lagt fram.

2.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014.

Frá lögfræðideild, dags. 2. júní, lögð fram umsögn vegna breytinga á nýrri lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Bæjarlögmaður og lögfræðingur á lögfræðideild sátu fundinn undir þessum lið.

3.1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. júní, lagt fram að nýju erindi Púkk arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1503265 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. júní, lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Boðaþings 14-16 og 18-20, að lokinni grenndarkynningu. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1505011 - Skipulagsnefnd, dags. 1. júní 2015.

1260. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

6.1505015 - Leikskólanefnd, dags. 28. maí 2015.

58. fundur leikskólanefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

7.1503500 - Málefni fatlaðra í Kópavogi

Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir taka undir bókun í lið 8 í fundargerðinni.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Óskað verði eftir upplýsingum frá velferðarráðuneytinu hver staðan er á innleiðingu þessa samnings hjá ríkisvaldinu og hversu lengi hann hefur verið í málsmeðferð ráðuneytisins.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson"
Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir taka undir bókun bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

8.1106479 - Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi 2011-2016. Verksamningur.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

9.1505020 - Félagsmálaráð, dags. 1. júní 2015.

1393. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

10.1506175 - Styrkbeiðni v. þátttöku í Norðurlandamóti grunnskólasveita í Danmörku.

Frá skólastjóra Hörðuvallaskóla, dags. 30. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku skáksveitar skólans á Norðurlandamóti í Danmörku.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 120.000.

11.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í apríl.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

12.1505596 - Lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum m

Frá varasjóði húsnæðismála, dags. 21. maí, lagt fram erindi vegna stöðvunar verkefnis um framlag til sveitarfélaga vegna sölu á félagslegum íbúðum á almennum markaði úr Varasjóði húsnæðismála. Sjóðurinn hefur nú hætt móttöku og afgreiðslu umsókna frá sveitarfélögum vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

13.902084 - Landsendi 19-21 (lóð nr. 24). Úthlutun hesthúsalóðar, framkvæmdaáætlun, lóðarleigusamningur.

Frá lóðarhafa Landsenda 19-21, dags. 15. maí, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að tímamörk lóðarleigusamnings fyrir lóðina Landsenda 19-21 um fullklárað hús og jöfnun lóðar verði felld úr gildi, með vísan til dráttar sem hefur orðið á framkvæmdum Kópavogsbæjar við gerð aðkomuvegar austan og sunnan lóðarmarka. Skil á framkvæmdaáætlun fyrir lóðina sem uppfylli lóðarleigusamning sé háð því að Kópavogsbær standi við þau fyrirheit að hefja framkvæmdir við aðkomuveg svo lóðin yrði framkvæmdahæf, sem sé forsenda þess að hægt sé að nýta hesthúsin við Landsenda.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

14.1505631 - Kjarasamningar grunnskólakennara, samþykkt stjórnar SSH

Frá SSH, lögð fram samþykkt stjórnar SSH vegna kjarasamninga grunnskólakennara sem samþykkt var á fundi stjórnar SSH þann 1. júní 2015.
Lagt fram.

15.1505457 - Kynning á hraðlestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

Frá bæjarstjóra, fundinn sátu Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri hraðlestrarverkefnisins og Björn Þór Guðmundsson, fulltrúi Landsbanka, og héldu kynningu um hraðlestrarsamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.
Lagt fram.

16.1505304 - Þrúðsalir 13. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. maí, lögð fram umsókn um lóðina Þrúðsali 13 frá Helgu Rós Benediktsdóttur, kt. 190788-3269 og Sveinbirni Inga Erlendssyni, kt. 031288-2239. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Helgu Rós Benediktsdóttur og Sveinbirni Inga Erlendssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsalir 13 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1505359 - Þrúðsalir 11. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. maí, lögð fram umsókn um lóðina Þrúðsali 11 frá Sigurlaugu Lilju Ólafsdóttur, kt. 250386-3039 og Jóni Heiðari Ingólfssyni, kt. 071083-5009. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Sigurlaugu Lilju Ólafsdóttur og Jóni Heiðari Ingólfssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsalir 11 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1505784 - Bæjarlind 6, SPOT. Á-B ehf. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 29. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf., kt. 500914-0330, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús og skemmtistað í flokki III, á staðnum SPOT, að Bæjarlind 6, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Sótt er um afgreiðslutíma sem er lengri en ákvæði 2. mgr 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir ráð fyrir, en bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum umbeðinn opnunartíma og að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag.

19.1503456 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 691.740.-, verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 691.740.-, til greiðslu á fasteign Leikfélags Kópavogs.

Fundi slitið.