Bæjarráð

2585. fundur 03. mars 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi á millilofti
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1103006 - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Frá Svifflugfélagi Íslands, dags. 19/2, beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda af mannvirkjum félagsins á Sandskeiði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

2.1102652 - XXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24/2. varðandi XXV. landsþing sambandsins, sem haldið verður 25. mars á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík.

Lagt fram.

3.1102650 - Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 23/2, óskað er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.

Lagt fram.

4.1012046 - Vogatunga 97

Frá Kærunefnd húsamála, dags. 23/2, álit nefndarinnar í máli nr. 18/2010, Vogatungu 97.

Lagt fram.

5.1102108 - Arnarsmári 36. Tillaga að deiliskipulagi

Frá stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð, dags. 1/3, varðandi erindi í bæjarráði 10/2 sl. um skipulag á Nónhæð, sem vísað var til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Meirihluti bæjarráðs bendir á að vinna við aðalskipulag er í gangi.  Aðalskipulag Kópavogs verður mótað í samstarfi við íbúa bæjarins og út frá þeirra hagsmunum.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

6.1103012 - Langabrekka 2. Áskorun til bæjaryfirvalda um að húsið við Löngubrekku verði rifið og lóðin snyrt

Frá Guðmundi Ólafssyni, dags. 28/2, varðandi Löngubrekku 2, f.h. íbúa í næsta nágrenni við húsið.

Bæjarráð bendir á bókun byggingarnefndar frá 19. október:

""Byggingarnefnd gefur eiganda frest til 1. mars 2011 til að rífa húsið og fjarlægja allt efni og jafna lóð og ganga snyrtilega frá henni.

Verði þessu ekki sinnt innan þessa frests samþykkir byggingarnefnd dagsektir kr. 10.000 þar til úr hefur verið bætt.""

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns og felur honum eftirfylgni málsins.

7.1102651 - Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsin

Frá Félagi leikskólakennara, dags. 22/2, ályktun stjórnar félagsins vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og óskar eftir drögum að svari, þar sem gerð er grein fyrir áhrifum fjárhagsáætlunar 2011 á innra starf leikskóla. Bæjarráð ítrekar jafnframt að erindi formanns félags leikskólakennara frá því í desember verði svarað hið fyrsta.

8.1103013 - Mótmæli foreldrafélags leikskólans Dals

Frá foreldrafélagi leikskólans Dals, dags. 18/2, varðandi þá ákvörðun að loka leikskólum Kópavogs samfellt í 4 vikur í sumar.

Bæjarráð vísar erindinu til leikskólanefndar til afgreiðslu.

9.1103005 - Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá Rauða krossi Íslands, Kópavogsdeild, dags. 25/2, beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna húsnæðis félagsins að Hamraborg 11.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

10.912728 - Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um innleiðingu laga í leik- og grunnskólum.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 21/2, varðandi svör grunnskóla á landinu við könnun um innleiðingu nýrra grunnskólalaga, en ekki hefur borist fullnægjandi svar frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til úrvinnslu.

11.1102357 - Óskað eftir aðstoð við efnisöflun

Frá stofnun Vilhjálms Stefánssonar, dags. 9/2, óskað eftir samvinnu að verkefni, sem nefnist Fishernet eða Trossan.

Bæjarráð vísar erindinu til héraðsskjalavarðar til afgreiðslu.

12.1103010 - Þorrasalir 8, lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 1/3, lögð fram umsókn Kjartans Briem og Guðlaugar Erlu Jóhannsdóttur, sem sækja um lóðina Þorrasali 8.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Kjartani Briem og Guðlaugu Erlu Jóhannsdóttur lóðinni Þorrasalir 8.

13.1103008 - Hlíðarendi 4, lóð skilað

Erindi dags. 18/2, frá Rafnari Karli Rafnarssyni, Þorvarði Gísla Guðmundssyni, Haraldi Jens Guðmundssyni og Ísólfi Ásmundssyni, sem óska eftir að skila inn lóðinni að Hlíðarenda 4.

Lagt fram. 

14.1103029 - Fyrirhugað útboð á fangelsi

Frá Þróun og ráðgjöf ehf., dags. 22/2, varðandi fyrirhugað útboð á fangelsi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

15.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. mars

I. Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

16.1103052 - Tillaga um áheyrnafulltrúa

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að Framsóknarflokkurinn í Kópavogi eigi kost á að vera með áheyrnarfulltrúa í eftirtöldum fjórum nefndum: Félagsmálaráði, skólanefnd, skipulagsnefnd og íþróttaráði, með málfrelsi og tillögurétti. Framsóknarflokknum í Kópavogi verði jafnframt  gefinn kostur á að tilnefna varamann, sem taki sæti  áheyrnarfulltrúans  ef um fjarveru er að ræða.

Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.1103053 - Beiðni um yfirlit yfir ósvaraðar fyrirspurnir

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir því að bæjarritari taki saman yfirlit yfir ósvaraðar fyrirspurnir sem lagðar hafa verið fram í bæjarráði á yfirstandandi kjörtímabili.

Gunnar Ingi Birgisson"

18.1102421 - Iðgjald til B-deildar LSR vegna starfsmanna sem flytjast með málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarf

Frá starfsmannastjóra, umsögn dags. 28/2, um bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um viðbótar iðgjald til B-deildar LSR vegna starfsmanna sem flytjast með málefnum frá ríki til sveitarfélaga.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Þessi aukakostnaður sem fellur á sveitarfélagið vegna tilflutningsins er enn eitt dæmið um það hversu mikilvægt hefði verið að vanda betur undirbúninginn í stað þess að keyra hann í gegn með alla enda lausa. Við höfum áður bent á þetta og ítrekum það hér með.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

19.1102017 - Félagsmálaráð 1/3

1303. fundur

20.1102018 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 28/2

17. fundur

Bæjarráð færir nefndinni þakkir fyrir gott starf.

 

Bæjarráð vísar áframhaldandi vinnu við yfirfærslu málefna fatlaðra til félagsmálaráðs.

21.1102012 - Hafnarstjórn 24/2

72. fundur

22.1102660 - Hugmyndir til tekjuaukningar fyrir Hafnarstjórn Kópavogshafna frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með framkomnar tillögur Sjálfstæðisflokksins um tekjuaukningu fyrir höfnina og vísar þeim til frekari úrvinnslu skipulagsnefndar vegna vinnu við gerð aðalskipulags og til menningar- og þróunarráðs til frekari úrvinnslu. Bæjarráð telur mikilvægt að stefna vegna hafnarsvæðisins liggi fyrir sem fyrst.

23.1101848 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 28/2

159. fundur

24.1101021 - Leikskólanefnd 1/3

16. fundur

 

25.1009232 - Úttektir á leik- og grunnskólum - Auglýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis

Bókun, sbr. lið 12 í fundargerð leikskólanefndar 16. fundar frá 1/3.

Bæjarráð felur formanni leikskólanefnar að ljúka málinu.

26.1102015 - Skólanefnd 28/2

25. fundur

27.1103001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2/3

4. fundur

Bæjarráð samþykkir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

28.1102649 - Óskað eftir tilnefningu í stýrihóp vegna undirbúnings að heildarendurskoðun á núgildandi vatnsvernd

Frá bæjarstjóra, erindi frá SSH, dags. 24/2, varðandi tilnefningu í stýrihóp vegna undirbúnings að endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.

Undir þessum lið sátu fundinn Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH, og Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs.

 

Bæjarráð tilnefnir Steingrím Hauksson, sviðsstjóra umhverfissviðs, í stýrihópinn.

29.1101915 - Sumarvinna 2011

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 24/2 sl., varðandi sumarvinnu 2011.

Bæjarráð samþykkir drög að reglum um sumarvinnu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

30.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla fyrir janúar.
Lagt fram.

31.1103018 - Óskað staðfestingar á staðarmörkum, ítrekað erindi frá 2005

Frá bæjarlögmanni, dags. 28/1, varðandi staðarmörk Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að bréfi til óbyggðanefndar.

32.1102298 - Auglýsing fjármálaeftirlits eftir húsnæði.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram svar Fjármálaeftirlitsins við bréfi bæjarlögmanns, dags. 14/2, þar sem óskað er rökstuðnings vegna krafna um staðsetningu nýs húsnæðis í auglýsingu Ríkiskaupa fyrir Fjármálaeftirlitið.

Bæjarráð fellst ekki á rökstuðning Fjármálaeftirlitsins og telur hann ómálefnalegan. Bæjarráð telur brýnt að málinu verði fylgt eftir og óskar eftir tillögu frá bæjarstjóra að erindi til fjármálaráðuneytis. Þá óskar bæjarráð eftir því að Fjármálaeftirlitið fresti ákvörðun um leigu á nýju húsnæði.

33.1101224 - Ósk um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 1/3, umsögn um ósk Kristbjargar Jónsdóttur um launað námsleyfi.
Lagt er til að bæjarráð synji beiðni Kristbjargar Jónsdóttur um launað námsleyfi til framhaldsnáms við HÍ á yfirstandandi skólaári.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

34.1103011 - Dalvegur 32, framsal lóðarréttinda.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 1/3, um framsal lóðarréttinda á fasteigninni Dalvegi 32.
Lagt er til að framsalið verði heimilað, en það skilyrði verði sett að fasteignagjöldum verði komið í skil. Framsalshafi verði jafnframt upplýstur um að greiða þurfi gatnagerðargjöld af hugsanlegri nýbyggingu á lóðinni.

Bæjarráð samþykkir tillögu skrifstofustjóra umhverfissviðs með fyrirliggjandi skilyrðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.