Frá lögfræðideild, dags. 23. júní, lagt fram bréf Samgöngustofu frá 14. júní þar sem óskað er umsagnar um umsókn Egils Hjartarsonar f.h. Réttarverkstæðis Hjartar (Hjörtur Bragason ehf.), kt. 540900-2640, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sex bifreiðar að Smiðjuvegi 56, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi og hvað staðsetningu varðar er svæðið skilgreint sem athafna- og þróunarsvæði, en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda bifreiða.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að í júlí verði fundir bæjarráðs þann 14. og 28., og í ágúst verði fundir þann 11. og 25.