Bæjarráð

2749. fundur 06. nóvember 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1410020 - Skipulagsnefnd, 3. nóvember

1248. fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

2.1407196 - Kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir lýsa yfir þungum áhyggjum yfir stöðu mála í samningamálum Kópavogs og Starfsmannafélags Kópavogs. Ábyrgð samningsaðila er mikil við að tryggja þjónustu við bæjarbúa. Snúist málið um "háskólabókun" í þessari samningalotu teljum við eðlilegast að taka það mál út af samningsborðinu.
Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsbær er tilbúinn nú þegar til þess að skrifa undir kjarasamning við Starfsamannafélag Kópavogs sem öll önnur sveitarfélög landsins hafa samþykkt. Því til viðbótar hefur samninganefndin í ljósi aðstæðna boðist til þess að bæta kjör 800 ófaglærðra starfsmanna hjá Kópavogsbæ. Minnihlutinn tekur hins vegar afstöðu með tæplega 20 háskólamenntuðum starfsmönnum í SFK sem njóta fríðinda Starfsmannafélagsins og hafa nú þegar fengið sínar launahækkanir í gegnum sín fagfélög. Við lýsum einnig yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og ábyrgð samningsaðila sem nú sitja við borð Ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

3.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir óska eftir að fá afhentar áætlanir sem sviðsstjórar og forsvarsmenn stofnana Kópavogsbæjar lögðu fram við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Enn fremur er óskað eftir ítarlegu yfirliti yfir fjárbeiðnir þeirra til sinna sviða og stofnana sem og hugmyndir þeirra varðandi starfsemina fyrir árið 2015.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

4.1410565 - Sótt um leyfi til flugeldasölu

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 28. október, óskað leyfis fyrir flugeldasölu á þremur stöðum í bænum.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

5.1410622 - Austurkór 60, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. október, tillaga um að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 60 til VSV ehf., kt. 691007-0490.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1410623 - Austurkór 62, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. október, tillaga um að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 62 til VSV ehf., kt. 691007-0490.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1410624 - Austurkór 64, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. október, tillaga um að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 64 til VSV ehf., kt. 691007-0490.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1411011 - Hlíðarendi 2 og 4. Umsókn um hesthúsalóð.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Hlíðarendi 2 - 4 til G. Á. byggingar ehf. kt. 660402-2680.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1410031 - Félagsmálaráð, 3. nóvember

1379. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

10.1410425 - Biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 23. október, yfirlit yfir stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði.
Lagt fram.

11.1410015 - Íþróttaráð, 4. nóvember

41. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

12.1410027 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 29. október

30. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

13.1410545 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2014

Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 24. október, tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2014.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar, í ljósi takmarkaðra ávöxtunarmöguleika, eftir greinargerð stjórnar Brunabótafélagsins um möguleika þess að leysa upp félagið og greiða út eignarhluti.

14.1408131 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags. Grenndarkynningu lauk 23.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1408132 - Arakór 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 7. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags. Grenndarkynningu lauk 23.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekt, f.h. lóðarhafa, dags. 16.10.2014, vegna fyrirhugaðra breytinga á Þverbrekku 8. Í breytingunni felst að verlsunarhúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði með 12 íbúðum og verður hver íbúð um 67m2 að stærð. Einni hæð verður bætt ofan á núverandi hús, hækkunin nemur 1,5m á norðurhlið og 2,7m á suðurhlið. Í kjallara verða sjö bílastæði sbr. uppdráttum dags. 10.9.2014.

Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8, dags. 3.11.2014.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 20.10.2014. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo og um kynningu og samráð gangvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Þá greint frá fyrirhuguðum íbúafundi með íbúum Smárans sem halda á fimmtudaginn 13. nóvember 2014 í Smáraskóla.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu með áorðnum breytingum dags. 3.11.2014. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt með tilvísan í 38. grein skipulagslaga nr. 123/2010 heimild til að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hagasmára. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1410030 - Skólanefnd, 3. nóvember

77. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

19.1401102 - Skólanefnd MK, 15. október

9. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

20.1409015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 4. nóvember

56. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

21.1410609 - Grænir dagar í Kópavogi - Skipulag svæða

Lagt fram erindi umhverfissviðs varðandi endurupptöku á átaki "Grænir dagar" í Kópavogi og skipulagningu svæða.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfisfulltrúa að afmarka aðgerðasvæði "Grænna daga" í samræmi við Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og samþykkt deiliskipulög þar sem þau eru til staðar og gera drög að aðgerðaáætlun í samráði við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

22.1410646 - Rekstraráætlun SORPU bs. 2015-2019

Frá Sorpu bs. dags. 29. október, rekstraráætlun fyrir 2015-2019.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir óska eftir upplýsingum um hvað líður áformum um frekari flokkun sorps eins og áður hefur verið rætt í bæjarráði og bæjarstjórn.
Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson"

23.1410591 - Málefni hjúkrunarheimila. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Á fundi bæjarráðs þann 30. október spurðist Pétur Hrafn Sigurðsson fyrir um stöðu mála varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma í bænum.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður hefur þegar átt fund með forsvarsmönnum Hrafnistu um málið. Auk þess átti undirritaður fund með heilbrigðisráðherra í síðustu viku og vinna er þegar hafin af hálfu bæjarins og ráðuneytisins. Formlegt erindi til ráðuneytisins verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.
Ármann Kr. Ólafsson"
Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til velferðarráðuneytis vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma.

24.1411106 - Málefni strætó

Birkir Jón Jónsson óskaði upplýsinga um afnot framkvæmdastjóra Strætó af bifreið í eigu byggðasamlagsins.

Theódóra Þorsteinsdóttir, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó, gerði grein fyrir afstöðu stjórnar.

25.1407256 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Árna Þórs Hilmarssonar um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Árna Þór Hilmarssyni launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2015 og 2016 og bindur leyfið því skilyrði að hann vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

26.1411015 - Bæjarlind 6, SPOT. Nemendafélag FG. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 3. nóvember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 3. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nemendafélags FG, kt. 660287-2649, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 6. nóvember 2014 2014, frá kl. 21:30-1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Ábyrgðarmaður er Kristinn Þorsteinsson og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

27.1411067 - Bæjarlind 6, SPOT. Nemendaf.Flensborgarskóla. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 4. nóvember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 4. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nemendafélags Flensborgarskólans, kt. 430985-0789, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 13. nóvember 2014 2014, frá kl. 22:00-1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Ábyrgðarmaður er Magnús Þorkelsson og um öryggisgæslu annast Go Security.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

28.14011317 - Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

Frá starfsmannastjóra og bæjarlögmanni, lagður fram úrskurður kærunefndar jafnréttismála, dags. 22. október.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns og starfsmannastjóra til umsagnar.

Bæjarlögmaður og starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Hlé var gert á fundi kl. 10:01. Fundi var fram haldið kl. 10:08.

29.14011077 - Urðarhvarf 2 og 6. Ósk um úrbætur og tímabundna frystingu fasteignagjalda

Frá bæjarlögmanni, dags. 28. október, umsögn vegna Urðarhvarfs 6, þar sem mælt er með því að bæjarráð samþykki tillögu að uppgjöri við eigendur í samræmi við framsett minnisblað, dags. 1. október.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum.

Theódóra Þorsteinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

30.1404561 - Akrakór 6, bótakrafa

Frá lögfræðideild, dags. 3. nóvember, minnisblað varðandi skaðabótakröfu lóðarhafa Akrakórs 6, þar sem lagt er til að kröfu um skaðabætur verði hafnað.
Bæjarráð hafnar erindinu.

Karen Halldórsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

31.1410372 - Snjómokstur í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. nóvember, greinargerð varðandi snjómokstur í Kópavogi.
Lagt fram.

32.1410313 - Austurkór 3a, byggingarleyfi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 4. nóvember, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði byggingu fjögurra leiguíbúða fyrir fatlaða einstaklinga að Austurkór 3a.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

33.1405068 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Jónínu S. valdimarsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Jónínu S. Valdimarsdóttur launað námsleyfi í 7 mánuði á árinu 2015, til framhaldsnáms við HÍ í sérkennslufræðum og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

34.1307301 - Launað námsleyfi frá janúar 2014

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókm Gerðar Guðmundsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Gerði Guðmundsdóttur námsleyfi í 3 mánuði 2015, til framhaldsnáms við HÍ í leikskólakennarafræðum og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er veitt í 50% starfshlutfalli.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

35.1407124 - Umsókn um launað námsleyfi haustið 2015

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Arndísar Þórarinsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Arndísi Þórarinsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2015 og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

36.1407576 - Umsókn um launað námsleyfi 2015

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Ásdísar Steingrímsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Ásdísi Steingrímsdóttur 50% launað námsleyfi í 9 mánuði á árinu 2015, til framhaldsnáms við HÍ í upplýsingatækni og menntun og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

37.1410587 - Viðbragðsáætlun Kópavogsbæjar vegna eldgoss. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi bæjarráðs þann 30. október:
"Er fyrir hendi viðbragðsáætlun Kópavogsbæjar ef til kæmi alvarleg mengun í bænum vegna eldgoss? Óskað er eftir því að málið verði rætt á næsta fundi bæjarráðs.
Birkir Jón Jónsson"
Jón Viðar Matthíasson frá Almannavarnanefnd mætti til fundar og gerði grein fyrir viðbragðsáætlun m.a. vegna mengunar af völdum eldgoss.

38.1409044 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 15. október, umsögn um umsókn Tómasar Jónssonar um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Tómasi Jónssyni launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2014, vegna endurmenntunar við Högskolen í Oslo og Akerhus og bindur leyfið því skilyrði að hann vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Tómas fái inngöngu í Högskolen í Oslo og Akerhus.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

39.1307299 - Launað námsleyfi skólaárið 2014-2015

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Guðbjargar Lindu Udengaard um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Guðbjörgu Lindu Udengaard launað námsleyfi í 4,5 mánuði á árinu 2015, til framhaldsnáms við Háskólann á Hólum í ferðamálafræði og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

40.1408380 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 15. október, umsögn um umsókn Hólmfríðar Sigmarsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Hólmfríði Sigmarsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2015, vegna diplómanáms í opinberri stjórnsýslu og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

41.1409262 - Sótt um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 15. október, umsögn um umsókn Báru Dagnýjar Guðmundsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Báru Dagnýju Guðmundsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2015, til þess að sækja undirbúningsnám fyrir talmeinafræði. Leyfið er bundið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

42.1408517 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Birte Harksen um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Birte Harksen launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2015, vegna framhaldsnáms í stjórnun og forystu og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

43.1408545 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 15. október, umsögn um umsókn Höllu Aspar Hallsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Höllu Ösp Hallsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2015, vegna mastersnáms í stjórnun menntastofnanna og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

44.1407214 - Umsóknir um launað námsleyfi. Velferðarsvið

Frá starfsmannastjóra, dags. 24. október, umsögn um umsókn Herdísar Björnsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Herdísi Björnsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2015, vegna framhaldsnáms og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

45.1407501 - Umsókn um launað námsleyfi haustið 2015

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Ragnheiðar Óskar Jensdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Ragnheiði Ósk Jensdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2015, til framhaldsnáms við HÍ í stjórnun menntastofnanna og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Ragnheiður fái inngöngu í HÍ.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

46.1407214 - Umsóknir um launað námsleyfi. Velferðarsvið

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Guðlaugar Óskar Gísladóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Guðlaugu Ósk Gísladóttur launað námsleyfi í 2,5 mánuði á árinu 2015, vegna diplómanáms í opinberri stjórnsýslu og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

47.1406545 - Umsókn um launað námsleyfi á vorönn 2015

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Sædísar Magnúsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Sædísi Magnúsdóttur launað námsleyfi í 5 mánuði á árinu 2015, til framhaldsnáms við kennaradeild Háskóla Íslands og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

48.1410619 - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, 27. mál. Beiðni um

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 30. október, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu, 27. mál.
Lagt fram.

Fundi slitið.