Frá lögfræðideild, dags. 21. apríl, lögð fram umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tækifærisleyfi vegna stórafmælis Kópavogs fyrir allt að 10.000 manns sunnudaginn 10. maí 2015, frá kl. 14:00-19:00, í íþróttahöllinni Kórnum, Vallakór 12, 203 Kópavogi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ármann Kr. Ólafsson, kt. 170766-5049 og um öryggisgæslu annast Bjarni Knútsson, kt. 160577-4799.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.