Bæjarráð

2773. fundur 30. apríl 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1504237 - Vallakór 12, Kórinn. Kópavogsbær. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Kópavogsbæjar um tækifærisleyfi.

Frá heilbrigðiseftirliti, dags. 17. apríl, lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn Kópavogsbæjar um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi vegna árshátíðar bæjarins.
Lagt fram.

2.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs., dags. 14. apríl 2015.

216. fundur stjórnar Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

3.1504012 - Skólanefnd, dags. 20. apríl 2015.

85. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

4.1504017 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 22. apríl 2015.

28. fundur forvarna- og frístundanefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

5.1503007 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 11. mars 2015.

27. fundur forvarna- og frístundanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

6.1402518 - Áfrýjun vegna stuðningsþjónustu

Sótt er um 150 tíma í stuðningsþjónustu til viðbótar, vegna aukinnar umönnunar ungmennis. Umsókn um viðbótarþjónustu er vísað til afgreiðslu félagsmálaráðs, sbr. reglur velferðarsviðs.
Umrædd beiðni rúmast ekki innan fjárhagsramma þeirrar áætlunar sem til staðar er um liðveislu, sbr. 2. gr. reglna um stuðningsþjónustu við fatlað fólk, en þar segir að þjónusta sé háð fjárhagsáætlun.
Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir 179,5 milljónum og hafa á undanförnum fjórum árum verið lagðar til þjónustunnar 18,5 milljónir á ári að meðaltali til aukningar. Félagsmálaráð telur að þrátt fyrir að starfsmenn hafi beitt bæði nákvæmni og varúð við úthlutun þjónustu þá skorti enn fjármagn til að verða við beiðnum um úrræði. Í ljósi þess óskar félagsmálaráð eftir því við bæjarráð að brugðist verði við svo þjónusta megi umræddan ungling. Jafnframt leggur félagsmálaráð áherslu á að sú endurskoðun sem stendur yfir vegna heildarkostnaðar yfirfærslu málaflokksins skili sér í auknu fjármagni til sveitarfélagsins, enda byggir þjónusta við fatlað fólk að mestu leyti á framlagi ríkisins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

7.1504319 - Endurskoðun þjónustusamnings við Fjölsmiðjuna. Samráð um launakjör nema.

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 21. apríl, lagt fram erindi varðandi hækkun starfslauna í Fjölsmiðjunni. Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum þann 20.04.2015 breytingu á upphæð starfsþjálfunarstyrks nema í Fjölsmiðjunni, áætluð hækkun nemur um kr. 138.000 á ári.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.

8.1504016 - Félagsmálaráð, dags. 20. apríl 2015.

1390. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

9.1504613 - Fundargerð aðalfundar Kvenfélagasambands Kópavogs, dags. 29. mars 2015

Aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs í 7. liðum.
Lagt fram.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi þess að nú liggur fyrir tillaga á Alþingi að leggja niður lög um orlof húsmæðra nr. 53/197 velti ég því upp hvort að úthlutun úr sjóði sem þeim brjóti ekki gegn nýsamþykktri Jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs um styrkúthlutanir.
Karen Halldórsdóttir"

10.1412507 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018.

Frá svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 21. apríl, lögð fram til staðfestingar þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2015-2018. Þróunaráætlunin er send til afgreiðslu hjá sveitarfélögum áður en tillaga að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verður send Skipulagsstofnun.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

11.1504655 - Álfhólsvegur húsagata 15-41, gatnagerð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út í opnu útboði gatnagerð við Álfhólsveg 15-41.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila að farið verði í opið útboð á gatnagerð við Álfhólsveg 15-41.

12.1504589 - Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 22. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

13.1504592 - Frumvarp til laga um veiðigjöld, 692. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 24. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um veiðigjöld, 692. mál (stjórnarfrumvarp).
Lagt fram.

14.1504590 - Frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl, 691. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 24. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir), 691. mál (stjórnarfrumvarp)
Lagt fram.

15.1411018 - Framlög úr Jöfnunarsjóði 2015. Áætluð úthlutun, endanleg úthlutun.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 27. apríl, lagt fram bréf þar sem tilkynnt er um endanlegt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015.
Lagt fram.

16.1504603 - Beiðni um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði.

Frá Matthíasi Baldurssyni Harksen, dags. 23. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði á Indlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og vísar því til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

17.1501088 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2014.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 22. apríl, lagt fram bréf vegna skila á ársreikningi 2014 og áréttað að honum skuli lokið eigið síðar en 15. maí ár hvert og skilað í gegnum vefskilakerfi Hagstofu Íslands, ásamt skýrslu endurskoðenda.
Lagt fram.

18.1504313 - Uppsögn á félagslegu íbúðarhúsnæði. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 21. apríl, svar við fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni á fundi bæjarráðs 16. apríl 2015.
Lagt fram.

Pétur Hrafn Sigurðsson þakkar framlagt svar.

19.1504489 - Vallakór 12, Kórinn. Kópavogsbær. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 21. apríl, lögð fram umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tækifærisleyfi vegna stórafmælis Kópavogs fyrir allt að 10.000 manns sunnudaginn 10. maí 2015, frá kl. 14:00-19:00, í íþróttahöllinni Kórnum, Vallakór 12, 203 Kópavogi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ármann Kr. Ólafsson, kt. 170766-5049 og um öryggisgæslu annast Bjarni Knútsson, kt. 160577-4799.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

20.1501321 - Skólaakstur og rammasamn. fyrir hópferðaþj. útboð 2015.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. apríl, lagðar fram niðurstöður tilboða í verkið "Skólaakstur og rammasamningar um hópferðaþjónustu fyrir Kópavogsbæ 2015-2019". Lagt til að gengið verði samninga við Teitur Jónasson ehf. um verkhlut 1 (skólaakstur) og um verkhluta 2 og 3 (vettvangsferðir og annar akstur) verði leitað samninga við Hópferðamiðstöðina TREX ehf., Teitur Jónasson ehf., og Hópbíla hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að ganga til samninga um verkið "Skólaakstur og rammasamningar um hópferðaþjónustu við Kópavogsbæ 2015-2019" við Teitur Jónasson ehf. um verkhlut 1 og Hópferðamiðstöðina TREX ehf., Teitur Jónasson ehf. og Hópbíla hf. um verkhluta 2.

Fundi slitið.