Bæjarráð

2760. fundur 29. janúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.15011023 - Bæjarlind 2, Braggapizza ehf. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 27. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. janúar, þar sem óskað er höfuðborgarsvæðinu eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Braggapizzu ehf., kt. 441102-3050, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum Íslenska Flatbakan, að Bæjarlind 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

2.15011086 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 27. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. janúar, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn ROSAAM/SPOT, kt. 631008-0110, um tækifærisleyfi til að mega hafa lengri opnunartíma aðfararnótt mánudagsins 2. febrúar 2015, til kl: 04:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Árni Björnsson, kt. 230251-3989.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Afgreiðslutími sem óskað er eftir er umfram það sem kemur fram í 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Þar er gert ráð fyrir opnunartíma til 23:30 þennan dag, með þeim fyrirvara að sveitarfélag geti ákveðið annað.

3.1501300 - Funahvarf 2 Vatnsendask. Íþróttah. Gerpla

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. janúar, óskað heimildar til að bjóða út byggingu íþróttahúss, búningsaðstöðu og fjórar kennslustofur við Vatnsendaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild.

4.1410350 - Lóðagjöld, endurskoðun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. janúar, tillögur að breytingum á verði byggingarréttar við úthlutun lóða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum á verði byggingarréttar.

5.1204003 - Vatnsendakrikar. Nýting Kópavogsbæjar á grunnvatni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28. janúar, umsögn um erindi Orkustofnunar sem óskað var eftir í bæjarráði þann 22. janúar sl.
Lagt fram.

6.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Frá deildarstjóra frístunda- og forvarnadeildar, greinargerð um Ungmennaráð Kópavogs.
Lagt fram.

7.15011024 - Frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál. Beiðni um umsögn

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 22. janúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

8.1501959 - Beiðni um endurupptöku eignarnámsheimildar frá 10.janúar 2007

Frá Þ og L, dags. 20. janúar, óskað eftir að eignarnámsmálið verði tekið upp að nýju.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

9.1501341 - Stjórn SSH, 12. janúar

410. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

10.1303094 - Sameiginleg bakvakt vegna barnaverndar

Frá SSH, dags. 21. janúar, óskað eftir að samningur sveitarfélaganna um sameiginlega bakvakt barnaverndar verði framlengdur um tvö ár.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samning um sameiginlega bakvakt.

11.1501007 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 20. janúar

60. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

12.1405569 - Dalsmári 1 - Smáraskóli - Umferðarmál

Umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði varðandi bætta umferð að Smáraskóla, ásamt tillögu að afgreiðslu, samþykkt á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 26. janúar, sbr. lið 9 í fundargerð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundi slitið.