Bæjarráð

2819. fundur 28. apríl 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1604016 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 20. apríl 2016.

46. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

2.1310526 - NPA samningar - einingarverð

Frá deildarstjóra þjónustudeildar fatlaðra, dags. 2. febrúar, lögð fram tillaga um hækkun á einingaverði NPA og beingreiðslusamninga. Lagt er til að einingaverði NPA og beingreiðslusamninga taki breytingum í samræmi við launaþróun, þar sem annars verði ósamræmi í samþykktum tímum þjónustu og nýttum tímum þjónustuþega. Félagsmálaráð samþykkti tillöguna á fundi 1. febrúar sl. og vísaði málinu til bæjarráðs. Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 4. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um hækkun á einingaverði NPA og beingreiðslusamninga, enda rúmist kostnaður innan fjárhagsáætlunar velferðarmála.

Fulltrúar minnihluta taka undir bókanir fulltrúa minnihluta í félagsmálaráði.

3.16041204 - Frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál. Umsagnarbeiðni.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 22. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (stjórnarfrumvarp), 728. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

4.16041205 - Tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál. Umsagnarbeiðni.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 22. apríl, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna (þingmannamál), 449. mál.
Lagt fram.

5.16041166 - Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgöngunáætlun 2015-2018 (stjórnartillaga), 638. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

6.16041202 - Kæra til ÚNU vegna synjunar um aðgang að gögnum.

Frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 19. apríl, lögð fram tilkynning um að úrskurðarnefndinni hafi borist kæra frá Geir A. Marelssyni vegna synjunar um aðgang að gögnum, þar sem Kópavogsbæ er veittur frestur til 3. mars nk. til að veita rökstuðning fyrir ákvörðun.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

7.16041119 - Óskað eftir fjölgun stöðugilda fyrir skólaárið 2016-2017.

Frá tónlistarskólanum Tónsölum, dags. 18. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir fjölgun stöðugilda við tónlistarskólann fyrir næsta skólaár 2016-2017.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

8.16041120 - Beiðni um leiðréttingu launa.

Frá Geir A. Marelssyni, dags. 14. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leiðréttingu launa vegna kjarabreytinga við ákvörðun launaþróunar skv. ráðningarsamningi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

9.16041327 - Beiðni um leiðréttingu launa.

Frá Þórði Clausen Þórðarsyni, dags. 14. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leiðréttingu launa vegna kjarabreytinga við ákvörðun launaþróunar skv. ráðningarsamningi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

10.1604007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 8. apríl 2016.

185. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 13. liðum.
Lagt fram.

11.1604012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 15. apríl 2016.

186. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 10. liðum.
Lagt fram.

12.1604011 - Félagsmálaráð, dags. 18. apríl 2016.

1409. fundur félagsmálaráðs í 5. liðum.
Lagt fram.

13.16011266 - Vátryggingaviðskipti Kópavogsbæjar 2016, útboð.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dgas. 25. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs á vátryggingum Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogs 2016. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Vátryggingafélag Íslands.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Vátryggingafélag Íslands um vátryggingar Kópavogsbæjar 2016.

14.1604009 - Leikskólanefnd, dags. 14. apríl 2016.

69. fundur leikskólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

15.1604010 - Skólanefnd, dags. 18. apríl 2016.

102. fundur skólanefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

16.1603009 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 19. apríl 2016.

75. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

17.1604483 - Aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegunda.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lögð fram tillaga um aðgerðaráætlun varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti á fundi þann 19.04.2016 og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.

18.1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um losun gróðurhúsalofttegunda og minnkun kolefnisspors í Kópavogi.
Lagt fram.

19.1510012 - Tillaga varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Einari Baldurssyni.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um losun góðarhúsalofttegunda.
Lagt fram.

20.1604382 - Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lagt fram erindi um heimsmarkmiðin 17 og Agenda 2030. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti á fundi sínum þann 19.04.2016 að fela umhverfissviði að stofna til starfshóps og hefja vinnu við aðgerðaráætlun um verkefnið og leita samráðs við viðeigandi svið, deildir og hagsmunaaðila varðandi úrvinnslu verkefnsins.
Lagt fram.

21.1601346 - Ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2016.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. apríl, lögð fram tillaga að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðinum í Kópavogi 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðum 2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með fimm atkvæðum, enda rúmist framkvæmdir innan fjárhagsáætlunar ársins.

22.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 22. apríl 2016.

360. fundur stjórnar Sorpu í 14. liðum.
Lagt fram.

23.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 18. apríl 2016.

242. fundur stjórnar Strætó í 7. liðum.
Lagt fram.

24.16041269 - Dalaþing 32, framsal.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Dalaþings 32, Lilju Marteinsdóttur og Ragnars Ólafssonar, um heimild til framsals lóðarréttinda til 1980 ehf., kt. 610504-3610. Lagt er til að bæjarráð hafni erindinu.
Bæjarráð hafnar beiðni um framsal lóðarinnar með fimm atkvæðum.

25.1602645 - Funalind 2. Styrkumsókn til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 718.470,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 718.470,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Leikfélags Kópavogs.

26.1602841 - Gullsmári 9. Styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 199.989,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 199.989,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Félags eldri borgara í Kópavogi.

27.1603379 - Hamraborg 1. Styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 606.739,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 606.739,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign SOS Barnaþorpanna.

28.1602646 - Hamraborg 10. Styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Kvenfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 231.660,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 231.660,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Kvenfélags Kópavogs.

29.1603947 - Hamraborg 10. Styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasambands Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 111.602,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 111.602,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Soroptimistasambands Íslands.

30.1603018 - Hamraborg 11. Styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Rauða krossins í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 360.936,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 360.936,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Rauða krossins í Kópavogi.

31.1604539 - Hlíðasmári 14. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 394.551,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 394.551,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

32.1602647 - Lækjarbotnar, skíðaskáli. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2015 og 2016.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Glímufélagsins Ármanns um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.704.321,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 1.704.321,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Glímufélagsins Ármanns.

33.16031374 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 426.384,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 426.384,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign skíðadeildar ÍR.

34.16031373 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 426.384,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 426.384,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign skíðadeildar Víkings.

35.16041231 - Austurkór 151. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 151 frá Gauta Gunnarssyni, kt. 290980-3219 og Ósk Stefánsdóttur, kt. 120678-3814. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda eru skilyrði uppfyllt fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Gauta Gunnarssyni og Ósk Stefánsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 151 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

36.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Frá bæjarstjóra, dags. 7. apríl, lagt fram til upplýsinga bréf til umhverfis- og auðlindaráðuneytis þar sem erindi sviðsstjóra umhverfissviðs frá 14. janúar sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um loftgæði, er ítrekað.
Lagt fram.

37.16041200 - Beiðni um heimild til veðsetningar vegna byggingar íþróttamiðstöðvar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 26. apríl, lögð fram beiðni f.h. Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar um heimild til veðsetningar golfskála GKG.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðið veðleyfi.

38.1604322 - Askalind 8. Umsagnarbeiðni um rekstur ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 11. apríl. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir 20 bifreiðar, en verið er að bæta við fjölda ökutækja. Umrætt rekstrarleyfi er í samræmi við skipulag og aðkomu á umsóttu svæði, en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttan fjölda ökutækja.
Bæjarráð telur starfsemina ekki henta þar sem fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsótt leyfi.

39.16041272 - Auðnukór 10, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Auðnukór 10 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekarnir þar um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindi Auðnukórs 10 verði afturkölluð og lóðarhöfum verði send formleg tilkynning þar um.

40.16041277 - Austurkór 50, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Austurkór 50 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekanir þar um.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

41.16041279 - Austurkór 179, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Austurkór 179 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekanir þar um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindi Austurkórs 179 verði afturkölluð og lóðarhöfum verði send formleg tilkynning þar um.

42.16041276 - Dalaþing 32, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Dalaþing 32 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekanir þar um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindi Dalaþings 32 verði afturkölluð og lóðarhöfum verði send formleg tilkynning þar um.

43.1408108 - Markavegur 1. Kæra v. ákvörðunar Kópavogsbæjar um að fjarlægja girðingastaura við lóð.

Frá lögfræðideild, dags. 19. apríl, lagt fram erindi vegna úrskurðar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 86/2013, þar sem kærð var ákvörðun Kópavogsbæjar um að fjarlægja girðingastaura á lóðinni Markavegi 1 í Kópavogi.
Lagt fram.

44.1409469 - Markavegur 2, 3 og 4. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi.

Frá lögfræðideild, dags. 19. apríl, lagt fram erindi vegna úrskurðar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 101/2014, þar sem kærð var ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla, hesthúsabyggð, fyrir lóðirnar Markaveg 2, 3 og 4.
Lagt fram.

45.16041092 - Selbrekka 20, Sjf ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististað.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sjf ehf., kt. 481215-0990, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, að Selbrekku 20, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

46.1505229 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs.

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 8. mars, lagðar fram tillögur ásamt greinargerð um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs ásamt kostnaðaráætlun vegna fræðslunnar, enda rúmist kostnaður innan fjárhagsáætlunar fræðslumála.
Samþykkt að næsti fundur bæjarráðs verði 4. maí kl. 8.00.

Fundi slitið.