Frá lögfræðideild, dags. 26. júní, lagt fram erindi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Café Atlanta, kt. 700112-0390, um tímabundið áfengisleyfi vegna brúðkaupsveislu 27. júní 2015, frá kl. 18:00 til 01.00, á Café Atlanta að Hlíðarsmára 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. reglugerðar nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Lagt fram.
Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi spurningar sem óskað er svara við:
"1. Hver er áætlaður kostnaður við flutning þjónustumiðstöðvar fatlaðs fólks að Fannborg 6 og hver verður framtíðarstaðsetning hennar?
2. Hvað er áætlað að margar íbúðir verði í Fannborg 2, 4 og 6 ef af flutningi verður? Hver er áætluð íbúasamsetning og kostnaður við að þjónusta þá íbúa?
3. Hvenær er áætlað að fyrstu íbúar flytjist í húsnæði Fannborgar 2, 4 og 6 og á hve löngum tíma má áætla að flutt verði í Fannborg 2, 4 og 6?
4. Hver er uppreiknaður kostnaður við endurbætur Fannborgar 2? Var sá kostnaður gjaldfærður eða á eftir að afskrifa hluta þess kostnaðar í bókhaldi bæjarins?
5. Hver er áætlaður kostnaður við endurbætur húsnæðis við Fannborg 2?
6. Hvað má áætla að húsfélags- og bílastæðagjöld verði í Norðurturninum, a) af þremur hæðum, b) af fjórum hæðum?
7. Hvað má áætla að fasteignagjöld, holræsagjald, vatnsskattur og lóðaleiga af þremur hæðum í Norðurturninum myndu skila á ársgrundvelli?
8. Er gert ráð fyrir mötuneyti fyrir starfsfólk í Norðurturninum?
9. Stendur til að halda íbúafundi þar sem hugmyndir um hugsanlegan flutning verða reifaðar?"
Fundarhlé kl. 9.32. Fundi fram haldið kl. 9.41.
Fundarhlé kl. 10.28. Fundi fram haldið kl. 10.35
Fundarhlé kl. 10.37. Fundi fram haldið kl. 10.40.
Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ý. Johnson:
"Tillaga er um að auglýst verði eftir áhuga fjárfesta á Fannborgarreitnum, hvað varðar hugsanlega nýtingu og verðhugmyndir."
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
Birkir Jón Jónsson bókar að hann óskaði eftir frestun málsins.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ý. Johnson
Við hörmum ákvörðun um frestun þar sem að tækifæri til að afla frekari upplýsinga sé að fara forgörðum. Slíkar u:pplýsingar hefðu getað gert umræðu bæjarfulltrúa á næsta bæjarstjórnarfundi auðveldari og verið nauðsynlegt veganesti fyrir framhaldið.
Undirritaður hefur lagt fram spurningar í 9 liðum sem snerta hugsanlegan flutning bæjarskrifstofa Kópavogs. Þeim spurningum verður væntanlega svarað á næsta fundi bæjarráðs og þá rétt að ákvarða næstu skref málsins. Mikilvægt er að vandað verði til verka við úrlausn málsins ekki síst með mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarins í huga.
Birkir Jón Jónsson
Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ý. Johnson:
"Tillaga er um að leitað verði eftir samráði við íbúa um framtíðarstaðsetningu á bæjarskrifstofum í samræmi við tillögu Capacent."
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.