Bæjarráð

2655. fundur 27. september 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1209401 - Frumvarp til laga um lækningatæki - óskað eftir umsögn

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24. september, óskað umsagnar um frumvarp til laga um lækningatæki (aukið eftirlit, skráning o.fl., EES-reglur), 67. mál.

Lagt fram.

2.1209445 - Styrkveitingar bæjarráðs. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður vekur athygli á tillögu frá síðasta bæjarstjórnarfundi sem var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum og leggur til að bæjarritari skili stuttri tillögu um hvernig bæjarráð geti sett sér reglur á styrkjum til íþróttafélaga og íþróttamanna og kvenna sem skara fram úr og vinna til verðlauna og eða viðurkenninga á alþjóðavettvangi.

Pétur Ólafsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.1209443 - Kostnaður við auglýsingaherferð. Fyrirspurn frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra:

"Hver er áætlaður framleiðslu- og birtingarkostnaður vegna herferðarinnar Viltu byggja? Rúmast kostnaður innan fjárhagsáætlunar?

Pétur Ólafsson"

4.1209444 - Fyrirmynd að samþykktum um stjórn bæjarins.

Bæjarráð Kópavogs vekur athygli á því að ekki liggur fyrir fyrirmynd að samþykktum um stjórn sveitarfélaga, sem innanríkisráðuneyti ber að vinna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber að endurskoða samþykktir um stjórn bæjarins fyrir árslok en vinna við þá endurskoðun getur ekki hafist fyrr en fyrirmynd ráðuneytisins liggur fyrir. Því skorar bæjarráð á innanríkisráðuneytið að leggja fram fyrirmynd að samþykktum sem allra fyrst eða beita sér ella fyrir því að frestur verði veittur sveitarfélögum til að endurskoða samþykktirnar.

5.1209391 - Sameiginleg námstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands 12. október á Ak

Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 24. september, tilkynning um sameiginlega námstefnu og málstofur sambandsins og skólastjórafélagsins sem haldin verður á Akureyri 12. október nk.

Lagt fram.

6.1209407 - Beiðni um styrk

Frá Taflfélagi Reykjavíkur, dags. 15. september, óskað eftir styrk til félagsins og starfsemi þess.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.1209351 - Nemakeppni AEHT í Ohrid, Makedóníu. Beiðni um styrk vegna þátttöku

Frá Menntaskólanum í Kópavogi, dags. 19. september, óskað eftir styrk að upphæð 150.000 kr. vegna nemakeppni sem fram fer í tengslum við aðalfund Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) í Makedóníu dagana 8. - 13. október nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

8.1209334 - Erindi varðandi frágang á lóðum í Kórahverfi

Frá Jóhanni Jóhannssyni, dags. 19. september, óskað eftir að bærinn sjái um að gengið verði betur frá lóðum við Akrakór.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umverfissviðs til umsagnar.

9.1209335 - Vesturvör 38a. Erindi varðandi úthlutun lóðarinnar

Frá Kynnisferðum, dags. 31. ágúst, varðandi hugmyndir fyrirtækisins í tengslum við tilkynningu um breytt skipulag lóðanna við Vesturvör 38a og 38b.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umverfissviðs til umsagnar.

10.1209406 - Varðar alútboð á leikskóla við Austurkór 1

Frá Sérverki, dags. 25. september, athugasemdir við útboðslýsingu á byggingu leikskóla við Austurkór og nýtt tilboð í verkið.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umverfissviðs til umsagnar.

11.1209378 - Bílastæði við Dalbrekku

Frá Högum hf., dags. 21. september, varðandi bílastæði við fyrirhugaða verslun við Nýbýlaveg 2.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

12.1209404 - Fyrirspurn um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 21. september, óskað upplýsinga um hvort og þá með hvaða hætti sveitarfélagið hafi uppfyllt lagaákvæði um málstefnu sveitarfélaga, skv. 130. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindinu.

13.1208014 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 19. september

14. fundur

Lagt fram.

14.1209375 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um barnaverndarlög

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. september, óskað umsagnar um frumvarp til laga um barnaverndarlög, 65. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs og barnaverndarnefndar til umsagnar.

15.1209345 - Óskað umsagnar um frumvarp til laga um málefni innflytjenda

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 20. september, óskað umsagnar um frumvarp til laga um málefni innflytjenda, 64. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs og félagsmálaráðs til umsagnar.

16.1209380 - Guðný Dóra Gestsdóttir missir kjörgengi

Frá Guðnýju Dóru Gestsdóttur, dags. 12. september, tikynning um missi kjörgengis vegna flutnings úr sveitarfélaginu og þakkir færðar samstarfsfólki í nefndum og á bæjarskrifstofum fyrir ágætt samstarf.

Lagt fram.

17.1209376 - Drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2013

Frá stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. september, drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2013, sem samþykkt voru á stjórnarfundi þann 17. september sl.

Lagt fram.

18.1209297 - Starf daggæslufulltrúa á menntasviði

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18. september, óskað eftir heimild til að auglýsa og ráða í starf daggæsluráðgjafa.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

19.1209439 - Hálfs árs uppgjör Kópavogsbæjar

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, lagt fram hálfs árs uppgjör Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

20.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 24. september

304. fundur

Lagt fram.

21.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 27. september

327. fundur

Lagt fram.

22.1209031 - Beiðni um aðstoð við að útvega aðstöðu fyrir listasal til sýningahalds

Umsögn lista- og menningarráðs sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 6. september:
Lista - og menningarráð telur áhugavert að skoða fjölbreyttari nýtingu húsa í eigu bæjarins. Ráðið hyggst taka erindið frekar til umfjöllunar og umræðu í tengslum við endurskoðun menningarstefnu bæjarins sem unnið er að.

Bæjarráð felur bæjarritara að svara bréfritara á grundvelli umsagnar lista- og menningarráðs.

23.1209015 - Lista- og menningarráð, 20. september

8. fundur

Lagt fram.

24.1209337 - Fyrirspurn til bæjarstjórnar

Beiðni um ný stöðugildi verða tekin fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 10:15.