Frá lögfræðideild, dags. 19. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélagsins Framtíðin (Menntaskólinn í Reykjavík), kt. 521083-0189, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskólaball fyrir 670 ungmenni fimmtudaginn 26. mars 2015, frá kl. 22:00-1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Yngvi Pétursson, kt. 111251-6229 og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.