Bæjarráð

2729. fundur 30. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.14011272 - Hamraborg 1. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar SOS-barnaþorpanna, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 143.910,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins að Hamraborg 1.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 143.910,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign SOS-barnaþorpanna að Hamraborg 1.

2.1404641 - Mynd af bæjarfulltrúa. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram tillögu um að mynd af sér verði birt á forsíðu heimasíðu bæjarins ásamt upplýsingum um netfang og símanúmer.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kópavogur er eina sveitarfélagið sem birtir mynd af bæjarstjóra á forsíðu. Ég tel ekki eðlilegt að heimasíða bæjarins sé vettvangur auglýsinga fyrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Engin breyting var gerð á formi heimasíðunnar þegar undirritaður tók við starfi bæjarstjóra.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Tillagan féll í atkvæðagreiðslu þar sem enginn greiddi atkvæði með henni en enginn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði á móti henni. Fimm bæjarráðsfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

3.14021150 - Stærð landfyllingar á Kársnesi.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undanfarna mánuði hefur verið unnið að auknum landfyllingum norðanmegin á Kársnesi og einnig að hluta vestar.  Eins og kunnugt er er Fossvogur friðlýstur að hluta til, og líklegt að hreyfing á jarðvegi utar við ströndina geti haft áhrif á  hin friðlýstu svæði og straumar beri set og önnur fyllingarefni inn voginn. Því vill undirritaður leggja til að umhverfissvið kanni eftirfarandi:

1.       Hefur verið metið hvort og þá hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á friðlýsta svæðið?

2.       Var leitað umsagnar Umhverfisstofnunar (eða annarra stjórnvalda) um hvort leita þyrfti sérstakra leyfa til að halda áfram framkvæmdum svo nálægt friðlýstu svæði eftir að friðlýsingin hafði tekið gildi?

Ólafur Þór Gunnarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Eingöngu er verið að vinna innan þegar markaðs skipulags en sjálfsagt og eðlilegt að fara varlega í þessum efnum.

Ármann Kr. Ólafsson"

4.1404639 - Vargfugl í efri byggðum. Fyrirspurn frá Hafsteini Karlssyni.

Hafsteinn Karlsson óskaði upplýsinga um aðgerðir vegna ágangs vargfugls í efri byggðum bæjarins.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir aðgerðum bæjarins vegna þessa. Unnið er og verður að því að bægja vargfugli frá byggð.

5.1201366 - Líkamsræktarstöðvar, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum

Lögð fram til kynningar niðurstaða umhverfissviðs við yfirferð tilboða í útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Tvö tilboð bárust í útboðinu og var tilboð Gym heilsu hf. metið ógilt við yfirferð. Tilboð Lauga ehf. uppfyllir ekki kröfur útboðsgagna, um að með tilboði skuli leggja fram ársreikninga félagsins fyrir 2012 og 2013 yfirfarna og endurskoðaða af endurskoðanda. Deildarstjóri framkvæmdadeildar leggur til að tilboði Lauga ehf. verði hafnað og að útleiga á líkamsræktarstöðvum við sundlaugar í Kópavogi verði boðin út að nýju. Tillagan verður lögð fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi þess.

Lagt fram.

Sviðsstjóri umhverfissviðs, deildarstjóri framkvæmdadeildar og bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

6.1404430 - Athugasemdir vegna breytingar á rekstri líkamsræktar í sundlaugum Kópavogsbæjar

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 14. apríl, athugasemdir varðandi mögulegar hækkanir á gjöldum vegna líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs.

Lagt fram.

7.1404561 - Akrakór 6, bótakrafa

Frá Landslögum, dags. 23. apríl, krafist skaðabóta f.h. lóðarhafa Akrakórs 6.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

8.905315 - Byggingarkostnaður vegna Leiðarenda 3

Frá Deloitte, dags. 25. apríl, skýrsla um byggingarkostnað vegna Leiðarenda 3, húss Skógræktarfélags Kópavogs 2009-2013.

Lagt fram.

9.1404452 - Refaveiðar - áætlun til þriggja ára. Drög til umsagnar

Frá Umhverfisstofnun, dags. 14. apríl, óskað umsagnar um drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar.

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður er algjörlega mótfallinn því að ríkið sé að verja fjármunum í að drepa ref.

Hjálmar Hjálmarsson"

10.1404476 - Frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 15. apríl, óskað umsagnar um frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.1404475 - Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál. Beiðni um umsögn

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 15. apríl, óskað umsagnar um tillögur til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

12.1404403 - Frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, 488. mál. Beiðni um umsögn

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 15. apríl óskað umsagnar um frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, 488. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

13.1311108 - Starfshópur um styrki til íþrótta- og tómstundamála

Frá íþróttafulltrúa, lagðar fram að nýju tillögur starfshóps um styrki til íþrótta- og tómstundamála.

Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.14021145 - Umsögn um tillögu um kaup á vestum á leikskóla í Kópavogi.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 28. apríl, umsögn um tillögu um kaup á vestum á leikskóla í Kópavogi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

15.1403145 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2014

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 392.944,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins að Hlíðasmára 14.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 392.944,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna að Hlíðasmára 14.

16.1404012 - Félagsmálaráð, 15. apríl

1369. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

17.1401860 - Hamraborg 10. Beiðni um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Soroptimistasambands Íslands, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 132.988,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign sambandsins að Hamraborg 10.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 132.988,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Soroptimistasambands Íslands að Hamraborg 10.

18.1403107 - Skíðaskálinn Lækjarbotnum. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Skíðadeildar Víkings, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 822.296,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins í skíðaskálanum Lækjarbotnum.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu styrk að upphæð 822.296,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Skíðadeildar Víkings í skíðaskálanum Lækjarbotnum.

19.1403111 - Skíðaskálinn Lækjarbotnum. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Skíðadeildar ÍR, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 822.296,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins í skíðaskálanum Lækjarbotnum.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu styrk að upphæð 822.296,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Skíðadeildar ÍR í skíðaskálanum Lækjarbotnum.

20.1404306 - Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts 2014

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 354.568,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins að Hamraborg 11.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 354.568,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands að Hamraborg 11.

 

21.1402387 - Funalind 2. Beiðni um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Leikfélags Kópavogs, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 684.536,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins að Funalind 2.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 684.536,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Leikfélags Kópavogs að Funalind 2.

22.14021105 - Hamraborg 10. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda.

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Kvenfélags Kópavogs, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 236.652,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins að Hamraborg 10.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 236.652,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Kvenfélags Kópavogs að Hamraborg 10.

23.14011042 - Gullsmári 9. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 29. apríl, tillaga að afgreiðslu styrkumsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 191.552,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign félagsins að Gullsmára 9.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 191.552,- kr. til greiðslu fasteignaskatts á eign Félags eldri borgara í Kópavogi að Gullsmára 9.

24.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 28. apríl

334. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

25.1403642 - Umsögn um beiðni um að Kópavogsbær gefi út og láti prenta ritið Nafnfræði Kópavogsbæjar

Umsögn stjórnar Héraðsskjalasafns, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 27. mars sl., þar sem mælt er með því að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

26.1401103 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 22. apríl

88. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

27.1401102 - Skólanefnd MK, 10. apríl

6. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

 

Bæjarráð tekur undir bókun skólanefndar MK undir lið 3.

28.1404011 - Lista- og menningarráð, 15. apríl

27. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

29.1402602 - Sundlaug Kópavogs - Vesturbær - Aðgengi og bílastæðamál

Umsögn íþróttaráðs, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 20. mars sl. um tillögu varðandi bílastæðamál við sundlaugar í Kópavogi.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra mennta- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

30.1404003 - Íþróttaráð, 16. apríl

34. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.