Bæjarráð

2555. fundur 23. júní 2010 kl. 12:00 - 14:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1006303 - Vogatunga 97, bótakrafa á hendur Kópavogsbæ

Frá KE Lögmannsstofu, dags. 16/6, f.h. eigenda að Vogatungu 97, vegna tjóns sem varð við endurnýjun vatnsleiðsla inn í húsið.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

2.1006288 - Starfskjör bæjarstjóra 2010

Tekinn fyrir ráðningarsamningur við Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra, sem vísað var til afgreiðslu bæjarráðs frá bæjarstjórn þann 22. júní sl.

Bæjarráð samþykkir ráðningarsamning við bæjarstjóra með þremur samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu að uppsagnarfrestur verði innan 12 mánaða biðlauna. Tveir fulltrúar sátu hjá.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir rétt um ári fluttu fulltrúar Samfylkingar og VG stefnumarkandi tillögu að eigin sögn sem sneri að einstökum nefndum og ráðum sem bæjarstjóri situr sérstaklega í í krafti embættis síns og ætti ekki að greiða sérstaklega fyrir. Var þá um að ræða starf hafnarstjóra og setu í hafnarstjórn. Í núverandi ráðningarsamningi er ekki að finna orð um þessa stefnumarkandi tillögu. Ljóst er að laun bæjarstjóra eru að hækka töluvert.

Ómar Stefánsson"

 

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um laun sveitarstjóra í nágrannasveitarfélögum Kópavogs.

 

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið.

3.1006337 - Æfingatöflur íþróttahúsa.

Bæjarráð beinir því til íþróttafulltrúa að við gerð æfingataflna í íþróttahúsum bæjarins næsta vetur verði tekið mið af leiðarkerfi og tímatöflu Strætó bs.

4.1006336 - Staða sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs.

Gunnar Ingi Birgisson spurðist fyrir um hvenær staða sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs verði auglýst laus til umsóknar.

Formaður greindi frá því að staðan verði auglýst í haust.

5.1006335 - Fimm mánaða uppgjör.

Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir því að fimm mánaða rekstraruppgjör verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs þann 8. júlí nk.

6.1006317 - Útsvar vegna ársins 2010

Frá skattstofunni í Hafnarfieði, dags. 21/6, ásamt umsögn fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 22/6, varðandi útsvarsprósentu í Kópavogi árið 2010.

Lagt fram.

7.910434 - Urðarhvarf 12. Lóðarskil.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknissviðs, dags. 22/6, varðandi skil á lóðinni Urðahvarf 12. Lagt er til að fjármálastjóra- og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs verði falið að leita samninga um skil og endurgreiðslu ofangreindra lóða, með því skilyrði að veðhafar fjármagni yfirtöku lóðanna á ásættanlegum kjörum. Að viðræðum loknum verði samningar lagðir fyrir bæjarráð til samþykkis eða synjunar.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs að ræða við lóðarhafa um skil og endurgreiðslu lóðarinnar á grundvelli vinnureglna Kópavogsbæjar um lóðaskil.

8.906035 - Tónahvarf 7, lóðarskil.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknissviðs, dags. 22/6, varðandi skil á lóðinni Tónahvarf 7. Lagt er til að fjármálastjóra- og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs verði falið að leita samninga um skil og endurgreiðslu ofangreindra lóða, með því skilyrði að veðhafar fjármagni yfirtöku lóðanna á ásættanlegum kjörum. Að viðræðum loknum verði samningar lagðir fyrir bæjarráð til samþykkis eða synjunar.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs að ræða við lóðarhafa um skil og endurgreiðslu lóðarinnar á grundvelli vinnureglna Kópavogsbæjar um lóðaskil.

9.910229 - Vallakór 2, lóðarskil.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/6, varðandi skil á lóðinni Vallakór 2. Lagt er til að fjármálastjóra- og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs verði falið að leita samninga um skil og endurgreiðslu ofangreindra lóða, með því skilyrði að veðhafar fjármagni yfirtöku lóðanna á ásættanlegum kjörum. Að viðræðum loknum verði samningar lagðir fyrir bæjarráð til samþykkis eða synjunar.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs að ræða við lóðarhafa um skil og endurgreiðslu lóðarinnar á grundvelli vinnureglna Kópavogsbæjar um lóðaskil.

10.1006282 - Dalaþing 32. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/6, lögð fram lóðarumsókn Lilju Marteinsdóttur og Ragnars Ólafssonar, sem sækja um lóðina Dalaþing 32.
Lagt er til að ofangreindum umsækjendum verði úthlutað lóðinni að Dalaþingi 32.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Lilju Marteinsdóttur og Ragnari Ólafssyni lóðina Dalaþing 32.

11.1006324 - Gögn vegna útboða verka á íþróttavöllum

Frá Túnþökuvinnslunni Grasvöllum ehf., dags. 12/6, óskað eftir gögnum sem varða útboð/tilboð í torf á íþróttavöllinn í Vallakór.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra framkvæmdadeildar til afgreiðslu.

12.701062 - Vatnsendablettur 45 (nú Elliðahvammsvegur 4). Stefna - bætur vegna eignarnáms á hluta af lóðinni Vbl

Frá Halldóri Halldórssyni, dags. 26/5, greinargerð vegna nýs lóðarleigusamnings fyrir Vatnsendablett 45.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

13.1006294 - Ósk um framlag til rekstrar og verkefna Mannréttindaskrifstofu Íslands

Frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, dags. 15/6, óskað eftir framlagi til rekstrar og verkefna skrifstofunnar.

Bæjarráð vísar erindinu til jafnréttisnefndar til afgreiðslu.

14.1006308 - Ráðning í stöðu leikskólastjóra í Fífusölum og sérkennslufulltrúa á skólaskrifstofu

Frá Kennarasambandi Íslands, dags. 15/6, varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra í Fífusölum og sérkennslufulltrúa á skólaskrifstofu.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til úrvinnslu og ítrekar að öll störf séu auglýst og farið að settum verkferlum við ráðningar.

15.1006208 - Ungmenni í atvinnuleit 17 og 18 ára, velferðarvaktin

Frá velferðarvaktinni, dags. 8/6, beiðni til sveitarfélaga um að leita allra leiða til að tryggja ungmennum 17 og 18 ára vinnu í sumar og láta þau sem ekki fengu vinnu í fyrra sumar fá forgang að störfum.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra almennrar skrifstofu til umsagnar. Þá óskar bæjarráð eftir upplýsingum um fjölda atvinnulausra á aldrinum 16 - 18 ára.

16.1006240 - Kjör áheyrnarfulltrúa í bæjarráð

Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 21/6, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 16/6, varðandi kjör áheyrnarfulltrúa í bæjarráð, ásamt kostnaðaráætlun vegna setu áheyrnarfulltrúa. Enginn vafi er talinn leika á lögmæti þess að Rannveig H. Ásgeirsdóttir taki sæti í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétti.

Lagt fram.

17.1006220 - Landsendi 7-9. Beiðni um flutning hesthúss frá Þokkaholti 4

Frá Sveini A. Reynissyni, dags. 10/6, óskað heimildar bæjarráðs um flutning hesthússins Þokkaholt 4 að Landsenda 7 - 9, en annar hluti hússins við Þokkaholt 4 er á forræði Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

18.1005079 - Fleiri íbúðir til leigu fyrir eldri borgara

Frá Sunnuhlíð, dags. 21/6, varðandi samþykkt stjórnar Sunnuhlíðar um að gera kaupsamninga við húsnæðisnefnd Kópavogs, komi til kaupa bæjarins á íbúðum á Kópavogsbraut 1a og/eða Kópavogsbraut 1b.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

19.1006292 - Fyrirspurn varðandi leikskóla í Þingahverfi

Frá Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur, tölvupóstur, dags. 15/6, fyrirspurn um hvort byggja eigi nýjan leikskóla í Þingahverfi.

Meirihluti bæjarráðs bendir á að í málefnasamningi meirihlutaflokkanna kemur fram að gert er ráð fyrir byggingu nýs leikskóla í Þingum.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Eðlilegt að nýr leikskóli rísi í Austurkór á Rjúpnahæð. Þá er rétt að benda á að það eru ungbarnadeildir í Baugi og Aðalþingi.

Gunnar Ingi Birgisson"

20.1006291 - Framlög til nemenda í söng- og tónlistarskólum utan Kópavogs. Vor 2010.

Frá staðgengli sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 16/6, óskað er eftir að bæjarráð veiti heimild til aukafjárveitingar að fjárhæð kr. 11 milljónir og henni verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillögu um aukafjárveitingu og vísar henni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

Bæjarráð felur sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs að ræða við skólastjóra tónlistarskóla í Kópavogi um reglur um inntöku nýrra nemenda. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að taka málið upp á næsta fundi stjórnar SSH.

21.903180 - Fjárveitingar til Tónlistarskólans í Kópavogi.

Frá staðgengli sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 16/6, umsögn um fjárveitingar til tónlistarskóla í Kópavogi. Lagt er til að auka fjárveitingar til Tónlistarskóla Kópavogs um 7 milljónir.

Bæjarráð samþykkir tillögu um aukafjárveitingu og vísar henni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

22.1006088 - Verktakasamningar vegna stoðþjónustu leikskóla

Samningarnir voru lagðir fyrir leikskólanefnd þann 8. júní sl.

Sérkennslufulltrúi leikskóla mætti á fundinn og gerði grein fyrir verktakasamningum vegna stoðþjónustu leikskóla.

 

Bæjarráð staðfestir verktakasamningana en felur leikskólanefnd að skoða kosti þess að ráða sérfræðinga til bæjarins í stað þess að kaupa þjónustuna að. Þá samþykkir bæjarráð að þjónustukaupin verði boðin út fyrir næsta skólaár, verði niðurstaðan sú að kaupa þjónustu áfram að.

23.1003198 - Ósk um betra aðgengi úr Austurkór niður í Salahverfi/Salaskóla.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/6, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 25/3, varðandi aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda úr Austurkór niður í Salahverfi/Salaskóla. Unnið er að gerð stíga úr Austurkór yfir í Salahverfi og að Salaskóla. Möl verður borin í stígana en þeir verða ekki malbikaðir að svo stöddu. Stígarnir verða tilbúnir áður en skólahald hefst í haust.

Lagt fram.

24.1002181 - Geymsluhúsnæði fyrir menningarstofnanir.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/6, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 20/5, varðandi geymsluhúsnæði fyrir menningarstofnanir á Borgarholtinu í bílageymslu Safnaðarheimilis Kársnessafnaðar að Hábraut 1. Lagt er til að fallist verði á afnot af bílageymslunni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

25.1003114 - Staða framkvæmda við Löngubrekku 2.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/6, varðandi stöðu framkvæmda við Löngubrekku 2.
Búið er að loka húsinu og til stendur að bærinn fjarlægi á næstu vikum ónýta girðingu á lóðarmörkum og slái gras á lóðinni sem er í órækt. Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir þar á næstunni.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs varðandi eignarhald á eigninni.

26.903203 - Þrúðsalir 7. Tillaga um að fjarlægja sökkul

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 22/6, varðandi sökkul á lóðinni að Þrúðsölum 7. Lagt er til að sökkullinn verði fjarlægður af lóðinni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

27.1006052 - Smiðjuvegur Efstaland. Kaup Kópavogsbæjar á húseigninni

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 15/6, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 16/6, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 3/6, varðandi lóðina Efstaland. Lagt er til að bærinn bjóðist til að kaupa húsið á brunabótamatsverði, leysi til sín lóðina að Efstalandi án frekara endurgjalds og úthluti lóðarhafa nýrri lóð að vali bæjarins í samræmi við fyrrnefndan samning.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

28.1005014 - Austurkór 35-41

Frá fjármála- og hagsýslustjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/6, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 6/5, varðandi beiðni um lækkun á gjaldskrá yfirtöku- og gatnagerðargjalda ásamt breytingu á flokkun í gjaldflokki vegna Austurkórs 35 - 41.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

29.911180 - Stjórnsýslukæra vegna ráðningar í starf húsvarðar við Lindaskóla.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 11/6, ásamt umsögn varðandi stjórnsýslumál nr. 82/2009 vegna ráðningar húsvarðar í Lindaskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til úrvinnslu.

30.1006240 - Skipan áheyrnarfulltrúa í einstökum fimm manna nefndum og ráðum

Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 22/6, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 16/6 um skipan áheyrnarfulltrúa í einstökum fimm manna nefndum og ráðum. Talið er ljóst að bæjarstjórn hefur heimild til að samþykkja skipan áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum.

Bæjarráð samþykkir skipan áheyrnarfulltrúa í eftirtaldar nefndir með þremur atkvæðum gegn tveimur:

 

Kosning áheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd:

 

Una María Óskarsdóttir

Helgi Helgason

 

Kosning áheyrnarfulltrúa í ÍTK:

 

Alexander Arnarson

Guðmundur Freyr Sveinsson

 

Kosning áheyrnarfulltrúa í skólanefnd:

 

Aldís Aðalbjarnardóttir

Sveinn Sigurðsson

 

Kosning áheyrnarfulltrúa í lista- og menningarráð:

 

Guðný Dóra Gestsdóttir

Andrés Pétursson

 

Kosning áheyrnarfulltrúa í atvinnu- og upplýsinganefnd:

 

Katrín Guðjónsdóttir

Eiríkur Ólafsson

 

Kosning áheyrnarfulltrúa í leikskólanefnd:

 

Sunna Guðmundsdóttir

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kostnaður vegna setu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og nefndum bæjarins verður líklega ekki lægri en sem nemur því sem aldraðir þurfa að greiða í sund. Þetta dæmi sýnir svart á hvítu hrossakaup hins nýja fjórflokks í Kópavogi.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað við skipan áheyrnarfulltrúa í nefndir og bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 14:15.