Bæjarráð

2789. fundur 24. september 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1204050 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 16. september, lagt fram erindi vegna tímabundinnar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þar sem gildistími viðauka við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og framlög úr Jöfnunarsjóði er runninn út.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.

2.1509017 - Lista- og menningarráð, dags. 21. september 2015.

48. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

3.1509011 - Lista- og menningarráð, dags. 10. september 2015.

47. fundur lista- og menningarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

4.1509016 - Leikskólanefnd, dags. 17. september 2015.

62. fundur leikskólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

5.1509015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 16. september 2015.

39. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

6.1509022 - Félagsmálaráð, dags. 21. september 2015.

1397. fundur félagsmálaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

7.1509697 - Umsókn um lóð undir starfsemi Vegarins fríkirkju.

Frá stjórn Fríkirkjunnar Vegarins, dags. 19. september, lögð fram umsókn um lóð undir starfsemi kirkjunnar í Kópavogi.
Erindinu vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.

8.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi.

Frá eiganda Furugrundar 3, dags. 18. september, lagt fram bréf þar sem fallið er frá beiðni um að breyta landnotkun lóðarinnar.
Lagt fram og vísað til skipulagsnefndar.

9.1509459 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað 2015.

Frá stjórn Sauðfjáreigendafélags Kópavogs, dags. 9. september, lögð fram fjallskilaboð fyrir Kópavog haustið 2015.
Lagt fram.

10.1509695 - Rekstrarstyrkur samkvæmt samningi ásamt reikningum félagsins og skýrslu stjórnar fyrir leikárið 2014

Frá leikfélagi Kópavogs, dags. 15. september, lagður fram reikningur vegna árlegs rekstrarstyrks skv. rekstrarsamningi við Kópavogsbæ, ásamt skýrslu stjórnar og reikningum félagsins fyrir leikárið 2014-2015.
Lagt fram og vísað til lista- og menningarráðs.

11.1509489 - Smáralind Hagasmára, Pizza Hut. Phut ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 16. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Phut ehf., kt. 651114-1520, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingahús í flokki II, á staðnum Pizza Hut, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

12.1509478 - Boð á IX. umhverfisþing 9. október 2015.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 1. september, lögð fram boðun á níunda Umhverfisþing sem verður haldið á Grand Hótel Reykjavík þann 9. október nk.
Lagt fram.

13.1509725 - Opinber birting á upplýsingum. Beiðni um skýringar.

Frá Fjármálaeftirlitinu, dags. 22. september, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir sjónarmiðum og útskýringum bæjarins í tengslum við skuldaaukningu skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 14.1.2015 og opinbera birtingu upplýsinga í þeim efnum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjármálastjóra og bæjarlögmanns.

14.1509341 - Körfurólur á leikvöllum og skólalóðum. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni. Umsögn umhverfissviðs.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 21. september, lögð fram umsögn umhverfissviðs vegna fyrirspurnar á fundi bæjarráðs um svokallaðar körfurólur á leikvöllum og skólalóðum í Kópavogi í tilefni af fréttaflutningi um slysahættu sem af slíkum rólum getur stafað.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson bókar þakkir fyrir svörin.

15.1507501 - Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni. Munur á nýtingu barna á leikskólum eftir því hvenær þau eru fæ

Frá sviðsstjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 22. september, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði um muninn á úthlutun leikskólarýma til barna eftir því hvenær þau eru fædd á árinu.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson bókar þakkir fyrir svörin.

16.15084085 - Fyrirspurn vegna kostnaðar barna og fjölskyldna þeirra vegna skólagöngu. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gu

Frá sviðsstjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 22. september, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði vegna kostnaðar barna og fjölskyldna þeirra vegna skólagöngu.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson bókar þakkir fyrir svörin.

17.15062297 - Hlíðarvegur 57, kæra v. byggingarleyfis og krafa um stöðvun framkvæmda.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 18. september, lagt fram erindi vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 47/2015
Lagt fram.

18.1507081 - Vatnasvæði Kópavogsbæjar, mat á áhættu.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. september, lögð fram úttekt verkfræðistofunnar Verkís hf. á vatnasvæðum Kópavogsbæjar, þar sem koma fram ábendingar um atriði sem þarfnast úrlausnar og lagðar eru til ýmsar úrbætur.
Lagt fram.

19.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að skipuð verði sex manna matsnefnd sem fari yfir allar innsendar tillögur og verðtilboð þátttakenda í alútboði vegna byggingar íþróttahúss við Vatnsendaskóla. Lagt er til að nefndin verði skipuð tveimur aðilum frá umhverfissviði, tveimur frá menntasviði og tveimur frá Gerplu.
Frestað.

Fundi slitið.