Bæjarráð

2705. fundur 24. október 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1307413 - Beiðni um launað námsleyfi vor 2014

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Ásdísar Steingrímsdóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að leyfið verði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita Ásdísi Steingrímsdóttur 50% launað námsleyfi í 9 mánuði á árinu 2014, til framhaldsnáms við HÍ í upplýsingatækni og menntun og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Ásdís fái inngöngu í HÍ.

2.1310254 - Reglur og leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól við gerð og merkingu stíga

Frá Landssamtökum hjólreiðamanna, dags. 14. október, athugasemdir og leiðbeiningar varðandi merkingar stíga fyrir reiðhjól og gangandi umferð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

3.1310361 - Ábendingar um endurbætur og lagfæringar á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni

Frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 22. október, óskað eftir breytingum á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

4.1210301 - Rekstur sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, erindi til heilbrigðisráðherra dags. 21. október, varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram.

5.1310387 - Óskað eftir að Kópavogsbær heimili að lánaskilmálum átta skuldabréfa Digranesprestakalls verði breyt

Frá Digranesprestakalli, dags. 19. september, óskað eftir breytingum á skuldabréfum þannig að lánstími lengist og lánin verði jafngreiðslulán.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

6.1310346 - Álaþing 8. Kæra vegna fasteignamats

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 17. október, óskað umsagnar um kæru vegna fasteignamats á Álaþingi 8.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

7.1310274 - Óskað eftir upplýsingum og umsögn vegna kvörtunar Lauga ehf. yfir verðlagningu líkamsræktarkorta í h

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 15. október, óskað upplýsinga um niðurgreiðslu á líkamsræktarkortum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

8.1310296 - Þingsályktunartillaga um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað, beiðni um umsögn

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 18. október, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 5. mál.

Lagt fram.

9.1310352 - Tillögur svæðisskipulagsnefndar að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna

Frá SSH, dags. 21. október, afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar á tillögum að breytingu á svæðisskipulagi hbsv. 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur o.fl., sbr. fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 18. október sl., send til sveitarstjórna til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

10.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22.október, greinargerð vegna fyrirspurnar um framvindu samskipta milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

Lagt fram.

11.1206236 - Viðbótargögn vegna fyrirspurnar um leigumarkað. Mat á leiguverði í fjölbýli.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. október, lagt fram mat VSÓ ráðgjafar á hugmyndum um nýtingu á hálfbyggðum íbúðum og óbyggðum lóðum.

Lagt fram.

12.1305260 - Jórsalir 2, kæra v. breytt deiliskipulag

Frá sviðsstjora umhverfissviðs, dags. 21. október, lagður fram úrskurður í kærumáli varðandi deiliskipulag að Jórsölum 2, þar sem kröfu um ógildingu samþykktar bæjarstjórnar 23. apríl 2013 var hafnað.

Lagt fram.

13.1307245 - Skólagerði, bílastæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. október, bókun á fundi umhverfis- og samgöngunefndar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við bílastæði í Skólagerði:
"Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 23.09.2013, var málinu frestað og er nú tekið upp að nýju. Lögð er fram kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar hugmyndir um breytingar í Skólagerði. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs."
Sviðsstjóri leggur til að íbúum við Skólagerði verði kynntar samþykktar hugmyndir með dreifibréfi.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. október sl. og framlagða tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs.

14.1307527 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 23. október, umsögn um umsókn Sædísar Magnúsdóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að bæjarráð veiti umbeðið námsleyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita Sædísi Magnúsdóttur launað námsleyfi í 4 mánuði, frá 1. september 2014 til 31. desember 2014, til framhaldsnáms í menntun ungra barna í leik- og grunnskóla og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Sædís fái inngöngu í HÍ.

15.1307299 - Launað námsleyfi skólaárið 2014-2015

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Lindu Udengaard um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að umbeðið leyfi verði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita Lindu Udengaard launað námsleyfi í 4,5 mánuði á árinu 2014, til framhaldsnáms við Háskólann á Hólum í ferðamálafræði og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Linda fái inngöngu í Háskólann á Hólum í ferðamálafræði.

16.1308343 - Ósk um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Stefáns Gunnarssonar um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að umbeðið námsleyfi verði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita Stefáni Gunnarssyni launað námsleyfi í 4 og hálfan mánuð, frá 7. janúar 2014 til 15. maí 2014, til diplómunáms við HÍ í kennslufræði iðnmeistara og bindur leyfið því skilyrði að hann vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Stefán fái inngöngu í HÍ í kennslufræði iðnmeistara.

17.1310015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 22. október

95. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

18.1307301 - Launað námsleyfi frá janúar 2014

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Gerðar Guðmundsdóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að bæjarráð veiti umbeðið námsleyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita Gerði Guðmundsdóttur námsleyfi í 9 mánuði, frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014, til framhaldsnáms við HÍ í leikskólakennarafræðum og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.  Leyfið er veitt í 50% starfshlutfalli.  Leyfið er bundið því skilyrði að Gerður fái inngöngu í HÍ í leikskólakennarafræði.

19.1305689 - Umsókn um launað námsleyfi í 3 mánuði á vorönn 2014

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Emilíu Jónsdóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að veita Emilíu Jónsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði, frá 1. janúar 2014 til 31. mars 2014, til framhaldsnáms við HÍ í félagsráðgjöf og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Emilía fái inngöngu í HÍ í félagsráðgjöf.

 

20.1307464 - Sótt um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Sigríðar Önnu Guðnadóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að veita Sigríði Önnu Guðnadóttur launað námsleyfi í 4 mánuði, frá 1. september 2014 til 31. desember 2014, til framhaldsnáms við HÍ í leikskólakennarafræðum og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Sigríður Anna fái inngöngu í HÍ í leikskólakennarafræði

21.1306067 - Umsókn um launað námsleyfi 2013 - 2014

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. október, umsögn um umsókn Gígju Árnadóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra, þar sem mælt er með að bæjarráð veiti henni þriggja mánaða launað námsleyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita Gígju Árnadóttur launað námsleyfi í þrjá mánuði, frá 15. febrúar 2014 til 15. maí 2014, til framhaldsnáms við HÍ í bókasafns- og upplýsingafræðum og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

22.1307404 - Hlíðasmári 13, Hótel Smári. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 21. október, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 19. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Smárahótels ehf., kt. 590397-2029, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka hótel í flokki V, að Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Afgreiðslutími er umfram það sem fram kemur í ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir en leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími áfengisveitinga hótelsins verði til 01:00 virka daga og 03:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags, og almennra frídaga. Sveitarstjórn hefur heimild skv. 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 til þess að samþykkja þessa beiðni.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og heimilar umbeðinn afgreiðslutíma.

23.1105065 - Samningar við Gerplu

Skv. samningi við Gerplu sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar 22. október 2013, skipaður sex manna stýrihópur, þremur frá hvorum aðila, um undirbúning að byggingu húsnæðis fyrir fimleika og aðra íþróttastarfsemi.

Bæjarráð skipar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs.

24.1310283 - Samningur Kópavogsbæjar og Listaháskóla Íslands um sýningar meistaranema í Gerðarsafni

Lögð fram drög að samningi milli Listaháskóla Íslands, annars vegar og Kópavogsbæjar, hins vegar, um sýningar á MA verkefnum í myndlist og í hönnun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Drög að samningnum voru lögð fram á fundi lista- og menningarráðs þann 5. september sl. og var eftirfarandi bókað:
Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með samkomulag Listaháskóla Íslands og Kópavogsbæjar. Það er til þess að fallið að auka veg Gerðarsafns og Kópavogsbæjar en um leið er verið að styðja unga og efnilega listamenn.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

25.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv. (áður Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 18. október

38. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

26.1310351 - Tillaga að eigendasamkomulagi aðildarsveitarfélaga SORPU bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar

Frá SSH, tillaga að samkomulagi um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs í aðildarsveitarfélögum Sorpu bs., sem samþykkt var á stjórnarfundi SSH þann 21. október sl.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þá óskar bæjarráð eftir að minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs liggi fyrir á fundi bæjarstjórnar.

27.1301043 - Stjórn SSH, 21. október

394. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

28.1301043 - Stjórn SSH, 7. október

393. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

29.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 21. október

326. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

30.1310012 - Skólanefnd, 21. október

63. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

31.1310007 - Lista- og menningarráð, 10. október

20. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

32.1301023 - Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 21. október

184. fundargerð í 7 liðum.

Bæjarráð vísar lið 1.1.12 til heilbrigðisnefndar og óskar skýringa á undanþágu og hvers vegna er þörf á 2ja ára undanþágu.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.