- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir skipuritinu.
Una María Óskarsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, leggur fram eftirfarandi bókun vegna breytinga á skipuriti Kópavogsbæjar:
""Ég tel að þessar upplýsingar sem óskað er svara við hefðu átt að koma fram um leið og tillagan var kynnt.
Óskað er svara við eftirfarandi spurningum:
1. Hverju skilar breyting á skipuriti bæjarins og hvað kostar breytingin?
2. Hver er hagkvæmnin/ sparnaðurinn af breytingunum?
Una María Óskarsdóttir.""
Ármann Kr. Ólafsson lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað. Tillagan borin undir atkvæði og felld með 3 atkvæðum gegn 2.
Bæjarráð samþykkir skipuritið með 3 atkvæðum gegn 2 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda bókun:
""Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla harðlega vinnubrögðum meirihlutans við breytingar á skipuriti bæjarins. Skipuritið var lagt fram í bæjarráði í gær (20. janúar) og óskað var eftir frestun á afgreiðslu málsins. Hefðin er sú að við slíka ósk er frestað til næsta bæjarráðsfundar sem er viku síðar. Í stað þess boðar formaður bæjarráðs til nýs bæjarráðsfundar sólarhring síðar. Enginn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafði séð breytingartillögurnar og því er ljóst að sólarhringur er allt of skammur fyrirvari til þess að koma fram með breytingartillögur í svo viðamiklu máli þar sem skipuriti bæjarins hefur verið algerlega kollvarpað. Engin leið er fyrir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að koma með ígrundaðar breytingartillögur á svo skömmum tíma. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg. Eðlilegt hefði verið að hafa samvinnu um slíkar breytingar eins og venja hefur verið, ekki síst í kjölfar fagurgala um mikilvægi samvinnu og gegnsæis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Það hefur tekið stórt ráðgjafafyrirtæki með sérfræðingateymi á fjórða mánuð að koma fram með þetta skipurit án þess þó að fyrir liggi kostnaður eða kostnaðarsamanburður við önnur ráðgjafafyrirtæki. Nú er okkur bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins stillt upp við vegg og gefinn einn sólarhringur til þess að koma fram með okkar breytingartillögur og hugmyndir. Í ljósi þess óskum við enn og aftur eftir frestun fram á næsta reglulega bæjarráðsfund til þess að fá lágmarks tíma til að sinna skyldum okkar í þessu máli.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar I. Birgisson.""
Meirihluti bæjarráðs bókar:
""Nýtt skipurit bæjarins er lagt fram af bæjarstjóra Kópavogs. Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður bæjarins, allra stofnana og starfsmanna. Hlutverk bæjarstjóra er að sjá til þess að stjórnsýsla bæjarins og eftirfylgni við ákvarðanir bæjarstjórnar sé skilvirk. Það er mat bæjarstjóra að verkefnum bæjarins verði betur sinnt með því að aðlaga stjórnkerfi bæjarins breyttum forsendum og áherslum. Vinnu við breytt skipurit Kópavogs hefur verið stýrt af bæjarstjóra og aðkoma kjörinna fulltrúa takmörkuð fyrr en á síðustu metrunum. Breytingar sem þessar eru afar viðkvæmar þar sem hér er verið að fjalla um breytingar á starfsmannahaldi og því vandmeðfarið að draga marga aðila að þeirri vinnu. Við bendum á að bæjarstjóri Kópavogs hefur langan starfsaldur sem ein af æðstu stjórnendum bæjarins, mun lengri en nokkur kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs. Jafnframt hefur bæjarstjóri leitað sér ráðgjafar sérfræðinga á þessu sviði og niðurstaðan vandlega ígrunduð. Við teljum að nýtt og breytt skipurit bæjarins muni leiða til hagræðingar í rekstri og meiri skilvirkni í stjórnsýslu bæjarins.""
Una María Óskarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins óskar bókað að hún telur tímann fyrir umfjöllun um nýtt skipurit bæjarins of stuttan og tekur undir að málinu verði frestað.
Vísað til bæjarritara til úrvinnslu.
Una María Óskarsdóttir vísar til bókunar sinnar á fundi bæjarráðs 20/1.
Vísað til bæjarritara til afgreiðslu.
Bæjarráð áréttar fyrri samþykkt sína um. ""Reglur um ráðningar hjá Kópavogsbæ"" frá 18. nóvember 2010 og þá afstöðu sína að eftir breytingar á ráðningarfyrirkomulagi skv. bæjarmálasamþykkt frá 15. júní sl. þar sem sviðsstjórum/forstöðumönnum stofnana er falið vald til ráðninga og þar með uppsagna skv. 62. gr. samþykktanna, þá gildi það fyrirkomulag gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem nú eru í starfi hjá Kópavogsbæ þó þeir hafi á sínum tíma verið ráðnir af bæjarráði skv. þágildandi reglum. Staðfest með 3 atkvæðum gegn einu.
Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og bókar:
""Með þessari bókun er pólitískur meirihluti bæjarráðs að firra sig ábyrgð á boðuðum uppsögnum og vísar verkefnum á embættismenn.
Gunnar I. Birgisson""
Lagt fram.
1. Fundargerðir nefnda
2. Skipulagsmál
3. Bæjarmálasamþykkt
4. Skipurit
5. Kosningar
Fundi slitið - kl. 14:15.
Kl. 12:55 var gert fundarhlé. Fundi var síðan fram haldið kl. 13:09.
Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir því að þessum lið verði frestað. Tillaga um frestun borin undir atkvæði og felld með 3 atkvæðum gegn 2.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda bókun:
""Í ljósi þess að bæjarfulltrúar eru sammála því að gera breytingar á nefndakerfi bæjarins, ekki síst með það að markmiði að spara og auka skilvirkni, ætti að vera góður jarðvegur fyrir sameiginlegri niðurstöðu um breytingar á bæjarmálasamþykkt eins og tíðkast hefur hingað til. Á þessum fundi hafa fulltrúar minnihlutans gert grein fyrir áherslum sínum og ljóst að ekki skilur mikið á milli gagnvart meirihlutanum. Þar af leiðandi óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að málinu verði frestað um einn bæjarstjórnarfund í þeim tilgangi að leitast verði við að fulltrúar flokkanna hittist í þeim tilgangi að ná fram sameiginlegri niðurstöðu allra flokka eins og löng hefð er fyrir við breytingar á bæjarmálasamþykkt. Málið myndi því aðeins frestast um tvær vikur sem ekki getur talist mikið þegar um svo mikilvægar grundvallarbreytingar er að ræða. Við hörmum að ekki hafi verið orðið við þessari ósk.""
Una María Óskarsdóttir óskar bókað:
""Una María Óskarsdóttir tekur undir fyrrnefnda bókun, en vill þakka fyrir jákvæðar undirtektir við framlögðum tillögum og athugasemdum er m.a. varða jafnréttismál, forvarnamál, hafnarmál og íþrótta- og tómstundamál.""
Meirihluti bæjarráðs leggur fram svofellda bókun:
""Tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykkt voru lagðar fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 11. janúar. Þá var kallað eftir tillögum minnihlutans. Engar mótaðar og rökstuddar tillögur hafa borist. Við sjáum því ekki ástæðu til að verða við frestun á málinu. Síðast þegar bæjarmálasamþykkt var breytt voru þær breytingar unnar í bæjarráði en ekki utan funda eins og nú er lagt til. Það er ekkert óeðilegt við það að skoðanamunur sé milli fulltrúa meirihluta og minnihluta. Nýr meirihluti ætlar að setja mark sitt á stjórn bæjarins m.a. með því að byggja upp ímynd menningarbæjarins Kópavogs. Við fögnum auðvitað öllum góðum tillögum frá minnihlutanum en stundum einfaldlega skilur á milli eins og í þetta sinn. Við þökkum þó fulltrúa Framsóknarflokksins fyrir góðar ábendingar og verður tekið tillit til þeirra.""
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
""Lagðar voru fram tillögur með formlegum hætti munnlega enda oddviti meirihlutans í flokki sem boðar samræðustjórnmál. Þessar tillögur verða lagðar fram sem breytingartillögur á næsta bæjarstjórnarfundi.""
Guðríður Arnardóttir bókar:
""Samræðustjórnmál fela ekki alltaf í sér að menn séu sammála.""
Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu bæjarmálasamþykktar til bæjarstjórnar með 3 atkvæðum gegn tveimur.