Bæjarráð

2697. fundur 22. ágúst 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1308343 - Ósk um launað námsleyfi

Frá flokkstjóra í garðyrkjudeild, dags. 15. ágúst umsókn um launað námsleyfi frá janúar 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og starfsmannastjóra til umsagnar.

2.1308467 - Ósk um yfirlit yfir verkefni sviðsstjóra, sem ráðinn var til starfa á árinu. Fyrirspurn frá Guðríði

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í febrúar 2013 var stofnuð ný staða verkefnastjóra sem hefur stöðu og launasetningu sviðsstjóra hjá bænum.  Óskað er eftir yfirliti og útskýringum á þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið, lokið eða eru í vinnslu fyrir næsta fund bæjarráðs.

Guðríður Arnardóttir"

3.1308468 - Ítrekun fyrirspurna. Frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirpurn:

"Hvað líður svörum við fyrirspurnum undirritaðs um kostnað  m.a. vegna brunatrygginga  og fasteignagjalda á fasteignum sem eru ekki lengur til s.s. hesthúsa á Glaðheimasvæði?

Hvað líður svörum við fyrirspurnum undirritaðs um heildarkostnað vegna vöktunar og öryggisþjónustu á fasteignum í eigu bæjarins?

Hvað líður svörum við fyrirspurn um auðar íbúðir í Kópavogi sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs og annara fjármálastofnana?

Hjálmar Hjálmarsson"

4.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram mótmæli frá Nónhæð ehf., dags. 14. ágúst, varðandi aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

5.1307097 - Sandskeið, Lækjarbotnaland 79, byggingarleyfi / stöðuleyfi

Frá forsætisráðuneytinu, dags. 2. ágúst, þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu erindis Svifflugfélagsins við flutningi á þremur skúrum til bráðabirgða á athafnasvæði félagsins á Sandskeið.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

6.1308075 - Drög að frumvarpi um breytingar á skipulagslögum. Óskar eftir athugasemdum

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 6. ágúst, þar sem óskað er eftir athugasemdum við frumvarpsdrögum á 51. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

7.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 8. ágúst, varðandi erindi Kópavogsbæjar um frestun á skipulagi á svæði í Vatnsvík.

Lagt fram.

8.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 8. ágúst, varðandi erindi Kópavogsbæjar um frestun á skipulagi á svæði norðan Sandskeiðs.

Lagt fram.

9.1307164 - Kvörtun um ónæði vegna katta

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 6. ágúst, varðandi kvörtun á stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

10.1306180 - Ný bæjarmálasamþykkt

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 14. ágúst, varðandi staðfestingu ráðuneytisins á nýrri bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

11.1308281 - Óskað eftir útskýringum á útreikningum varðandi útsvarstekjur Kópavogsbæjar

Frá Fjársýslu ríkisins, dags. 9. ágúst, varðandi ósk bæjarráðs eftir útskýringum á útreikningum er varða útsvarstekjur Kópavogsbæjar frá Fjársýslu rikisin.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

12.1308462 - Ráðleggingar við ágangi máfa.

Frá bæjarstjóra, ráðleggingar forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs við ágangi máfa við Lindakirkju og nágrenni.

Lagt fram.

13.1308006 - Félagsmálaráð, 20. ágúst.

1355. fundur

Sviðsstjóri velferðarsviðs og lögfræðingur á velferðarsviði sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram.

Hjálmar Hjálmarsson óskar eftir að eftirfarandi tillögur, sem bornar voru fram á fundi félagsmálaráðs, verði teknar til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar:

"1.  Félagslegum leiguíbúðum verði fjölgað verulega hið fyrsta strax á þessu ári og því næsta.

2. Reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis verði endurskoðaðar hið fyrsta til að mæta undangengnum verðlagsbreytingum, breytingum á íbúða og leigumarkaði og þeim breytingum sem hafa orðið á almennum kjörum fólks eftir bankahrun.

3. Kalla eftir umræðu og tillögum til að leysa yfirvofandi vanda í húsnæðismálum þ.e. hvernig sveitarfélagið getur tekið þátt í því að vinna bug á vandanum til framtíðar.

Starfsfólk Velferðarsviðs Kópavogsbæjar hefur fundið fyrir því undanfarin misseri að eftirspurn eftir félagslegri aðstoð hefur vaxið mikið frá íbúum sem áður hafa ekki þurft á styrkjum eða aðstoða að halda. Fólk sem er við góða heilsu og í fullri vinnu, fólk í  framhalds og háskólanámi og fellur ekki undir hefðbundnar skilgreiningar Velferðarsviðsins um fólk sem á í félagslegum vanda. Í langflestum tilvikum er ástæða vandans dýrt íbúðarhúsnæði. Há húsaleiga eða mikil greiðslubyrði af húsnæðislánum.

   Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað undanfarin misseri um vanda Íbúðalánasjóðs, síhækkandi leiguverð á markaði og hrun fjármálakerfissins má hæglega draga þær ályktanir að framundan stefni í mikla kreppu á hinum almenna íbúðahúsnæðismarkaði. Eins og staðan er núna hefur ungt fólk sem er að koma úr námi eða hefja búskap hvorki efni á leigja eða kaupa íbúð. Hluti þessa hóps hefur fá úrræði önnur en flytjast úr landi eða leita á náðir hins opinbera. Þessi vandi mun vafalítið að stórum hluta lenda á sveitarfélögunum með einum eða öðrum hætti. Það er því nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið Kópavog að grípa inn í og skoða með ábyrgum hætti hvernig hægt sé að bregðast við áður en í óefni er komið.

Aðgerðir til að mæta núverandi vanda í félagslega leiguíbúðakerfinu og uppsöfnuðum aðsteðjandi vanda í húsnæðismálum almennt.

Hjálmar Hjálmarsson"

14.1308061 - Lausir gámar. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Minnisblað byggingarfulltrúa við bókun bæjarráðs frá 8. ágúst sl. varðandi reglur um gáma á lóðum og yfirlit yfir stöðu mála á lóðum í bænum.

Lagt fram.

 

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar fyrir framlagt svar og óskar fært til bókar:

"Ég tel mikilvægt að sveitarfélagið setji sér viðmið og reglur eftir því sem lög leyfa um stöðu gáma í bænum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tek undir bókun og óska jafnframt eftir því að Sambandi íslenskra sveitarfélaga verði sent erindi þess efnis að það beiti sér fyrir því að sveitarfélög fái úrræði til að takast á við lausafé sem skemmir ásýnd sveitarfélaga.

Ármann Kr. Ólafsson"

15.1308274 - Bæjarlind 6, Spot. Umsókn Menntaskólans í Kópavogi um tækifærisleyfi

Lögð fram umsögn fulltrúa bæjarlögmanns, dags. 15. ágúst, varðandi umsókn MK um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskólaball, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.  

Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

16.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í júlí yfir starfsemi í júní 2013.

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mánaðarskýrslurnar hafa bætt upplýsingaflæði til bæjarfulltrúa og bæjarbúa með birtingu á heimasíðu bæjarins.

Ómar Stefánsson"

17.1308001 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 12. ágúst.

38. fundur

Lagt fram.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bendi á lið 7 í fundargerðinni og fagna fjölgun á notkun umhverfisvæns samgöngumáta í bænum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

18.1301050 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, 19. ágúst.

322. fundur.

Lagt fram.

19.1308367 - Þrúðsalir 8. Umsókn um lóð

Á fundi framkvæmdaráðs, 21. ágúst var eftirfarandi bókað:
Borist hefur umsókn um lóðina Þrúðsalir 8 frá Elmari Þór Erlendssyni. kt. 080578-3429 og Erlendi Borgþórssyni kt. 100351-4719. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Þrúðsalir 8.

Bæjarráð samþykkir að gefa Elmari Þór Erlendssyni og Erlendi Borgþórssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsölum 8.

20.1307490 - Hafraþing 2-4, umsókn um lóð undir parhús

Á fundi framkvæmdaráðs, 21. ágúst var eftirfarandi bókað:
Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Hafraþing 2-4 frá North Team Invest ehf. kt. 620188-1669. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hafraþing 2-4.

Bæjarráð samþykkir að gefa North Team Invest kost á byggingarrétti á lóðinni Hafraþing 2-4.

21.1307489 - Hafraþing 6-8, umsókn um lóð undir parhús

Á fundi framkvæmdaráðs, 21. ágúst var eftirfarandi bókað:
Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Hafraþing 6-8 frá Verkfræðistofu Kópavogs ehf. kt. 700501-2640. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hafraþing 2-4.

Bæjarráð samþykkir að gefa Verkfræðistofu Kópavogs ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Hafraþing 6-8.

22.1306737 - Smáraskóli, lausar kennslustofur

Á fundi framkvæmdaráðs, 21. ágúst var eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu auglýsingar eftir tilboðum í tvær færanlegar kennslustofur á lóð Smáraskóla. Framkvæmdaráð samþykkir að mæla með við bæjarráð að samið verði við hæstbjóðanda, Skjót ehf.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

23.1301554 - Hamraendi 21, umsókn um lóð undir hesthús

Á fundi framkvæmdaráðs, 21. ágúst, var eftirfarandi bókað:
Borist hefur erindi frá Páli Briem kt. 280472-5069 og Guðrúnu Sylvíu Pétursdóttur kt. 071167-5939 dags. 14. ágúst 2013, sem var úthlutað lóðinni Hamraendi 21 í febrúar sl. Óskað er eftir þeirri breytingu að í stað þess að lóðin sé skráð á þau bæði, þá verði Guðrún ein skráð fyrir lóðnni. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að Guðrún Sylvía Pétursdóttir verði ein lóðarhafi Hamraenda 21.

Bæjarráð samþykkir að Guðrún Sylvía Pétursdóttir verði ein skráð lóðarhafi Hamraenda 21.

24.1308003 - Framkvæmdaráð, 21. ágúst.

54. fundur.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.