Bæjarráð

2578. fundur 20. janúar 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1101674 - Félagslegar leiguíbúðir. Hækkun húsaleigu

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 18/1, tillaga um hækkun leiguíbúða húsnæðisnefndar.

Samþykkt.

2.1101367 - Fyrirspurn um Glaðheima

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 19/1, svar við fyrirspurn um kostnað vegna Glaðheimasvæðisins, sem óskað var eftir í bæjarráði 13/1.

Lagt fram. 

Guðríður Arnardóttir bendir á að uppsafnaður kostnaður vegna Glaðheimasvæðis er nú kr. 10.027.029.483 og þá er ótalinn kostnaður vegna vatnsveitu og efndir á samningi við Hestamannafélagið Gust og að gera Glaðheimasvæðið byggingarhæft. 

Gunnar Ingi Birgisson óskar bókað:

""Vandséð er að kostnaður á kaupi á landi í Vatnsenda, Vatnsendahlíð og Vatnsendakrikum sé áfallinn kostnaður vegna Glaðheima.

Gunnar Ingi Birgisson""

Gunnar boðar jafnframt bókun og frekari fyrirspurnir á næsta fundi. 

Meirihluti bæjarráðs óskar bókað: 

""Það kemur á óvart, að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrum bæjarstjóri og  fyrrum formaður bæjarráðs, skuli ekki sjá samhengi milli þessara landakaupa. Eignarnám í Vatnsenda var óhjákvæmileg afleiðing af uppkaupum hesthúsanna í Glaðheimum.  Samningur um flutning hestamannafélagsins á Kjóavelli í landi Vatnsenda rýrði samningstöðu bæjarins gagnvart landeiganda verulega.

Guðríður Arnardóttir Guðný Dóra Gestsdóttir  Hjálmar Hjálmarsson  Rannveig H. Ásgeirsdóttir"" 

Ármann Kr. Ólafsson óskar bókað: 

""Það er fullkominn útúrsnúningur að taka kaupin á Vatnsendasvæði inn í kostnað vegna Glaðheima.   Þarna er verið að taka inn almennar byggingalóðir sem koma málinu ekki við.

Ármann Kr. Ólafsson"" 

3.704062 - Arion banki - Samningur um yfirdráttarlán

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 19/1, tillaga að bókun varðandi framlengingu á láni.

Bæjarráð Kópavogs samþykkir hér með að framlengja viðskiptasamningum um lánalínur í erlendum og innlendum myntum við Arion banka hf.

Jafnframt er bæjarstjóra Guðrúnu Pálsdóttur eða fjármála- og hagsýslustjóra, Ingólfi Arnarsyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita ofangreinda viðskiptasamninga við Arion banka hf., sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum lánalínum.

Umboðið gildir þar til bæjarstjórn hefur tilkynnt Arion banka hf. afturköllun þess.  Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum.

 Gunnar Ingi Birgisson óskar bókaðar eftirfarandi fyrirspurnir:

""1.  Hve mikill er yfirdráttur bæjarins á lánalínum í Arion og Landsbanka? 

2. Var ekki meiningin með skuldabréfaútgáfu bæjarins seint á síðasta ári að með þeim fjármunum ætti að greiða upp yfirdrættina í ofangreindum bönkum?

Gunnar Ingi Birgisson""

4.1011332 - Umsókn um leyfi til að reka pylsuvagn í Kópavogi

Frá bæjarlögmanni, dags. 19/1, umsögn vegna umsóknar um að reka pylsuvagn, þar sem fram kemur að umsækjandi þarf að afla frekari gagna.

Samþykkt.

5.711315 - Sértækar aðgerðir í starfsmannamálum í grunn- og leikskólum hjá Kópavogsbæ.

Frá starfsmannastjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs, tillaga að bókun varðandi sértækar aðgerðir í starfsmannamálum frá 7. desember 2007.

Starfsmannastjóri og sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni.

 

Bæjarráð ákveður að fella úr gildi samþykkt um sértækar aðgerðir í starfsmannamálum hjá Kópavogsbæ frá 7. desember 2007.  Sviðsstjóra fræðslusviðs og starfsmannastjóra er falið að segja upp umræddri umbun skv. liðum 4 og 5 með 3. mánaða fyrirvara.  Öðrum starfsmönnum sem notið hafa sambærilegra kjara og greinir í liðum 4 og 5 verður sagt upp þeirri umbun með sama fyrirvara.  Bæjarráð áréttar að breyting á gjaldskrám leikskóla og dægradvalar skapar ekki skyldu til að segja upp afsláttunum eins og um starfskjör væri að ræða.  Eftirfarandi liðir úr ofangreindri samþykkt frá 7. desember 2007 halda þó gildi sínu:

Við mat á starfsreynslu til starfsaldurs hjá Kópavogsbæ gildir starfsreynsla frá ríki eins og áður hefur gilt um sambærileg störf hjá sveitarfélögum. 

Styrkir til heilsuræktar verða að hámarki krónur 16.000 kr til 31. 12. 2011. 

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

 

Fulltrúi Framsóknarflokksins Una María Óskarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

""Ég tel með öllu óeðlilegt að afsláttur núverandi starfsmanna við leikskóla Kópavogs af leikskólagjöldum verði afnuminn. Afslátturinn er hluti af starfskjörum starfsmanna og  vafasamt er að þeir verði sviptir þessum starfskjörum án þess að það verði bætt með öðrum hætti, eins og hækkun launa.

Una María Óskarsdóttir""

 

6.1101578 - Skil á samningsumboði gagnvart SFR til Sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá starfsmannastjóra, dags. 17/1, tillaga um að bæjarráð veiti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningagerðar við SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu, vegna lagabreytinga varðandi flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra.

7.1012305 - Kórsalir 5. Vegna erindis til Umboðsmanns Alþingis

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/1, umsögn um erindi umboðsmanns Alþingis varðandi Kórsali 5. Tillaga að svari fylgir undir málsnúmeri 0810412.

Lagt fram.

8.810412 - Kórsalir 5.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/1, tillaga að svari til húsfélags Kórsala 5.

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir frestun á málinu.

Samþykkt er að fresta afgreiðslu málsins til fundar bæjarráðs 27. janúar. 

9.1011180 - Leiðakerfi Strætó bs.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og fulltrúa stjórnar Strætó, dags. 19/1, tillaga varðandi aksturstengingu milli Vatnsenda og Mjóddar.

Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að hún yrði samþykkt.  Bæjarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum  og felur fulltrúa Kópavogs í stjórn Strætó og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að fylgja málinu eftir.

10.1101642 - Starf tæknistjóra í Sundlaugum Kópavogs.

Frá deildarstjóra íþrótta- og tómstundamála, dags. 18/1, óskað heimildar til að auglýsa starf tæknistjóra í sundlaugum Kópavogs laust til umsóknar.

Samþykkt.  Ármann Kr. Ólafsson leggst ekki gegn auglýsingu en bendir á að í ljósi sparnaðaraðgerða muni verða einhverjar uppsagnir hjá Kópavogsbæ og því verði leitast við að ráða í  lausar stöður innan   bæjarkerfisins.

11.1101133 - Fyrirspurn. Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir upplýsingum um það á hvaða tímum aðsókn er í félagsmiðst

Frá verkefnastjóra tómstundamála, svar við fyrirspurn í bæjarráði 6/1.

Lagt fram.  Ármann Kr. Ólafsson þakkar upplýsingarnar en mun óska eftir viðbótarupplýsingum.

12.1101100 - Fyrirspurn til bæjarstjóra um kostnað við veislu bæjarstjórnar

Frá bæjarritara, dags. 19/1, svar við fyrirspurn í bæjarráði 6/1 sl.

 Lagt fram. 

13.1011343 - Sparnaðartillaga, sem lögð var fram 25/11 2010, og vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar.

Frestað til næsta fundar.

14.1101726 - Nýtt skipurit

Bæjarstjóri lagði fram og gerði grein fyrir nýju skipuriti.

Bæjarstjóri lagði fram sem trúnaðarmál og gerði grein fyrir nýju skipuriti og lagði til að það yrði samþykkt.  Bæjarstjóri lagði til að það taki gildi 1. febrúar n.k. Fullrúar minnihluta krefjast frestunar á málinu. 

Bæjarráð samþykkir frestun, en formaður bæjarráðs boðar aukafund á morgun kl. 12.00.

15.1101595 - Endurskoðun á stofnskrá fyrir viðurkenningarsjóð MK

Frá skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi, dags. 16/1, óskað eftir endurskoðun á stofnskrá viðurkenningarsjóðs MK og upphæð framlags til sjóðsins.

Frestað til næsta fundar.

16.1101539 - Afsláttur starfsmanna leikskóla Kópavogs af leikskólagjöldum

Frá Friðriki Friðrikssyni hdl., dags. 17/1, óskað eftir að ákvörðun um niðurfellingu starfsmannaafsláttar í leikskólum verði dregin til baka.

Frestað til næsta fundar.

17.1101628 - Staða lána um áramót og greiðsluáætlanir

Frá lánasjóði sveitarfélaga, dags. 17/1, yfirlit yfir stöðu lána og greiðsluáætlanir fyrir næstu fjögur ár.

Lagt fram.

18.1010244 - Iðuþing 58. Lóð skilað

Frá Jónasi Ingimundarsyni og Ágústu Hauksdóttur, dags. 14/10, lóðinni að Iðuþingi 58 skilað inn.

Lagt fram.

19.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Frestað til næsta fundar.

20.1101636 - Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2009. Dreifing tilkynntra brota eftir svæðum og reynsla íbúa af lögreglu

Frá lögreglustjóra hbsv., skýrsla um afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2009.

Lagt fram.

21.1004209 - Skýrslan ""Ungt fólk utan skóla 2009""

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14/1, niðurstöður úr rannsókninni ""Ungt fólk utan skóla 2009"".

Lagt fram.

22.1101380 - Ársskýrsla og ársreikningar fyrir árið 2009

Frá Svifflugfélagi Íslands, dags. 30/12, ársskýrsla og ársreikningar fyrir 2009.

Lagt fram.

23.1001151 - Skólanefnd MK 21/9

9. fundur

24.1101013 - Félagsmálaráð 18/1

1300. fundur

25.1101005 - Skipulagsnefnd 18/1

1186. fundur

 

26.1008115 - Kastalagerði 7, göngustígur

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og samþykkir fyrir sitt leyti tilfærslu stígsins og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

27.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

28.1009211 - Gulaþing 15 og 25, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

29.1012127 - Geirland, starfsleyfi

Skipulagsnefnd mælir með að starfsleyfi sé framlengt um 3 ár og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

30.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði, breytt deiliskipulag.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað: 

""Eins og sjá má í fundargerð skipulagsnefndar þá er boðuð stöðnun framkvæmda einkaaðila af fulltrúa meirihlutans í skipulagsnefnd. Hér er um hreint afturhald að ræða, greinilegt að ekki er vilji til þess að afla nýrra tekna fyrir bæjarfélagið.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar I. Birgisson""

31.1101122 - Þrúðsalir 5, deiliskipulag

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, enda byggir það á samþykktum skipulagsskilmálum og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

32.1101191 - Vesturvör 24, stækkun lóðar

Skipulagsnefnd hafnar erindinu með tilvísan
til umfjöllunar um erindi lóðarhafa Vesturvarar 26 á fundinum og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

33.1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála

Lagt fram, verklag kynnt og vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

34.1101012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18/1

1. fundargerð

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

35.1001151 - Skólanefnd MK 20/12

10. fundur

36.1101641 - Stjórn Héraðskjalasafns Kópavogs 17/1

69. fundur

37.1101011 - Umhverfisráð 17/1

498. fundur

38.1010010 - Guðmundur Viðarsson, umsókn um styrk frá lista- og menningarráði vegna verkefnisins Kópavogur þá og

Mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 13/1, sbr. lið 6 í fundargerð lista- og menningarráðs 10/1.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu lista- og menningarráðs.  Gunnar Ingi Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson sitja  hjá við afgreiðslu þessa liðar.

39.1010003 - Nína Margrét Grímsdóttir. Beiðni um styrk vegna píanóleiks í tengslum við opnun á sýningu á verkum S

Mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 13/1, sbr. lið 7 í fundargerð lista- og menningarráðs 10/1.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu lista- og menningarráðs.

40.1010069 - Karlakórinn Þrestir, umsókn um styrk frá lista- og menningarráði vegna tónleikahalds vegna sýningar

Mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 13/1, sbr. lið 8 í fundargerð lista- og menningarráðs 10/1.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu lista- og menningarráðs.  Gunnar Ingi Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.  

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: 

""Við teljum óeðlilegt að Kópavogsbúar séu að styrkja karlakóra í öðrum sveitarfélögum.

Ármann Kr. Ólafsson  Gunnar I. Birgisson"" 

Meirihlutinn óskar bókað: 

""Við treystum lista- og menningarráði til að meta umsóknir sem berast  ráðinu um styrki.

Guðríður Arnardóttir  Guðný Dóra Gestsdóttir  Hjálmar Hjálmarsson  Rannveig H. Ásgeirsdóttir""

Hjálmar Hjálmarson óskar bókað:  

""Svo virðist að menning og listir og karlakórar virði ekki hreppamörk á höfuðborgarsvæðinu

Hjálmar Hjálmarsson""

Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Una María Óskarsdóttir taka undir bókun Hjálmars.

41.708167 - Bæjarmálasamþykkt

Lögð fram að nýju tillaga formanns bæjarráðs að breyttri bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.

Frestað til næsta fundar.

42.1010302 - Fyrirspurn um nefndir

Frá bæjarstjóra, dags. 19/1, svar við fyrirspurn um skiptingu nefnda í stórar og litlar nefndir.

Lagt fram.  

43.1101423 - Innheimtureglur Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 13/1, núgildandi innheimtureglur lagðar fram til umfjöllunar og staðfestingar bæjarráðs.

Lagt fram og afgreiðslu frestað til fundar bæjarráðs 27. janúar.

44.1101078 - Upplýsingar um atvinnulausa

Frá bæjarritara, dags 13/1, upplýsingar, sem óskað var eftir í bæjarráði 6/1 um atvinnulausa í Kópavogi.

Lagt fram og umræðu frestað til fundar bæjarráðs 27. janúar.   Una María Óskarsdóttir óskaði frekari upplýsinga og kynningar.  Bæjarráð óskar eftir því að atvinnufulltrúar mæti á fund bæjarráðs 27. janúar.   

Fundi slitið - kl. 10:15.