Bæjarráð

2526. fundur 19. nóvember 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.801254 - Sandskeið

Frá skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, dags. 11/11, afgreiðsla nefndarinnar á erindi Kópavogsbæjar, varðandi viðbyggingu félagsaðstöðu Svifflugfélags Íslands.

Lagt fram.

2.911538 - Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka þá skoðun sína að á meðan verið er að vinna að fjárhagsáætlun ársins 2010, sem felur m.a. í sér hugsanlega fækkun á stöðugildum hjá hinum ýmsu stofnunum bæjarins sé ekki verið að fjölga stöðugildum á öðrum.  Í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að engar ákvarðanir hafa verið teknar um fjölgun stöðugilda nú í haust við stofnanir á vegum bæjarins.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson""

3.907110 - Flensufaraldur 2009.

Frá H1N1 Task Force, dags. 12/11, varðandi alþjóðlega ráðstefnu um svínaflensu, sem haldin verður í London 2.-3. desember n.k.

Lagt fram.

4.911442 - Tillögur sem samþykktar voru á sambandsþingi Ungmennafélags Íslands.

Frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 10/11, tillögur sem samþykktar voru af fulltrúum sambandsþings UMFÍ, en skorað er á sveitarfélögin að styðja dyggilega við íþrótta- og æskulýðsstarf og hvatt til markviss viðhalds á íþróttamannvirkjum og fegrunar á umhverfi þeirra.

Lagt fram.

5.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 24. nóvember

I. Fundargerðir nefnda

II. Fjárhagsáætlun 2010 - 2012

6.911400 - Jötnaþing 7. Lóðarskil.

Frá Byggingarfélaginu Brú ehf., dags. 10/11, lóðinni að Jötnaþingi 12, (síðar færð á nr. 7) skilað inn.

Lagt fram.

7.911341 - Vallaþing 8, lóðarskil.

Frá Jóni og Salvari, fasteignafélagi ehf., dags. 12/11, lóðinni að Vallaþingi 8 skilað inn.

Lagt fram.

8.911489 - Fjárhagsáætlun 2010-2012.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2010 - 2012.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2010 - 2012 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.911364 - Kynning á almenningssamgöngum sem nýta innlenda orku í formi rafmagns.

Frá G. Hermannssyni Ltd, dags. 12/11, kynning á rafdrifnum almenningsvögnum.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Strætó bs., umhverfisráðs og umferðarnefndar til afgreiðslu.

10.911439 - Fjárbeiðni Stígamóta

Frá Stígamótum ódags., óskað eftir fjárstyrk fyrir árið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

11.911455 - Umsókn um styrk

Frá Félagi heyrnarlausra, dags. 1/11, óskað eftir styrk vegna 50 ára afmælis félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

12.910468 - Jólasöfnun 2009

Frá Fjölskylduhjálp Íslands, dags. í október, óskað eftir stuðningi við starfsemina.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

13.911301 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í nemakeppni í AEHT í Dubrovnik í Króatíu.

Frá Menntaskólanum í Kópavogi, dags. 10/11, beiðni um styrk vegna þátttöku í nemakeppni í AEHT í Dubrovnik.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

14.904031 - Vátryggingar Kópavogsbæjar.

Frá Sjóvá, dags. 11/11, óskað eftir að fá að bjóða í vátryggingar bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

15.911011 - Fundargerð leikskólanefndar 17/11

11. fundur

Liður 1. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

16.911375 - Kynning á íslenskri málstefnu.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 13/11, kynning á íslenskri málstefnu.

Lagt fram.

17.911300 - Minnt á verkfallslista.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 9/11, minnt er á, að fyrir 1. febrúar ár hvert, skulu sveitarfélög, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

18.911164 - Umsókn um styrk frá bæjarráði fyrir árið 2010.

Frá bæjarritara, dags. 18/11, umsögn vegna erindis Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Lagt er til að erindinu verði vísað til afgreiðslu ÍTK.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu ÍTK.

19.911213 - Óskað eftir styrk fyrir jólin.

Frá bæjarritara, dags., 16/11, umsögn um erindi mæðrastyrksnefndar Kópavogs, þar sem óskað var eftir styrk til starfseminnar. Lagt er til að erindinu verði hafnað, þar sem nýlega fór fram afhending styrks að upphæð ein milljón króna.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.911299 - Hagasmári 1, Vöruþjónustan ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 12/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 10. nóvember 2009 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Vöruþjónustunnar ehf., kt. 530503-2830, Laugavegi 17b, Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Hlöllabáta í Smáralind að Hagasmára 1, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

21.911297 - Smáratorg 5, Lyst ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 12/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 10. nóvember 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Lystar ehf., kt. 520293-2569, Fákafeni 9, 108 Reykjavík, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Metro Smáratorgi 1, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

22.904001 - Glaðheimasvæðið

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 18/11, umsögn og tillaga varðandi Glaðheimasvæðið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

23.706015 - Vatnsendablettur 262.

Frá bæjarlögmanni, lagður fram úrskurður Hæstaréttar vegna Vatnsendabletts 262.

Lagt fram.

24.911001 - Fundargerð umhverfisráðs 16/11

483. fundur

25.911010 - Fundargerð umferðarnefndar 12/11

365. fundur

26.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 28/10

299. fundur

27.905268 - Fundargerð skólanefndar MK 13/11

6. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.